Von

 

 Mér líst bara vel á nýja árið, þó ekki hafi ég mikla trú  á að það líði við aukna hagsæld. Ég er líka ennþá að furða mig á hvað 310. 000 manns geta verið ósammála um alla hluti. Mér sýnist ansi stór hluti stjórnmálamanna eyða of miklum tíma í argaþras í staðinn fyrir að bretta upp ermarnar og hreinsa til.

Að það skuli ekki ennþá vera búið að dæma glæponnana, sem settu landið á hausinn, fyrir löngu, skapar með mér óróleikatilfinningu. Enda þeir etv. sem þjóðhetjur í ætt við Bonnie og Clyde, eða aðra stórglæpamenn vestan hafs sem virðast hafa verið settir upp á stall? Etv. væri hægt að gera einhverskonar glæpamannasafn, í ætt við Reðasafnið á Húsavík, Þeir tækju sig aldeilis vel út feðgarnir tvennir, þessir í fínu fötunum og þeir sem kenndir eru við svínið.  

Ég er nú samt ekki að tala um að hafa þá berrassaða, sei sei nei. Það mætti jafnvel hafa stytturnar úr hertum skít, í ætt við eðli sýningargripanna. Þetta yrði eflaust mikil túrista "attraksjón" og aðgangseyririnn myndi etv. duga til að stytta matarbiðraðirnar, sem eru ennþá í fullri lengd, illu heilli. Það er verst með húsnæðið, vill einhver hýsa allan bunkann af þeim sem tróðu á okkur hinum og stálu öllu sem hægt var  að stela, utan og innanfrá. Jafnvel þó ekki væru þeir í eigin persónu, heldur bara úr skít.

Annars á ég ekkert nema góðar óskir þér til handa lesandi minn og vona að þú og sem allraflestir aðrir njóti nýja ársins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Begga mín, og skemmtileg grein, ég er líka bjartsýn vonandi ferst okkur betur þetta árið en þau undanfarið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.1.2011 kl. 15:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Stórgóð hugmynd með safnið.  Víða eru til vaxmyndasöfn sem hýsa eftirmyndir mestu glæpamanna og fjöldamorðingja sögunnar.  Safn með íslenskum glæpamönnum úr hertum skít væri flott "túristabeita".

Sömuleiðis bestu óskir um a.m.k. notalegt ár, helst gott ár.

Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2011 kl. 17:01

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Safnið er góð hugmynd og tilvalið að hafa það við hliðina á reðursafninu hér í bæ, nei ég segi nú bara svona.

Fyrir utan allt og allt þá er ég bjartsýn er það reyndar að eðlisfari, árið verður okkur gott ef við erum jákvæð og skemmtileg, ekki verðum við nú í vandræðum með það.

Njóttu ársins Bergljót mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.1.2011 kl. 20:12

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hertur skítur; hvort er það notað af leirlistamönnum eða myndhöggvurum?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.1.2011 kl. 00:33

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Myndhöggvarar hygg ég, það má ekki rugla saman efni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.1.2011 kl. 07:39

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Kannski væri hægt að fá leigt húsið þeirra hjá BAUHAS OG HAFA STYTTUNA FYRIR FRAMAN .Þar sést hún vel. Bara smala þeim inn og stilla upp hermannabeddum, engan lúxus. Æi nei þetta er kannski heldur harkalegt: Ég læt það samt flakka!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.1.2011 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband