Færsluflokkur: Bloggar
19.11.2010 | 09:42
Eiturlyf og neysla þeirra
Þessi hræðilega árás sonar á föður, er enn eitt dæmið um afleiðingar eiturlyfjanotkunar. Ég óska Ólafi góðs bata, þó hægt fari, og auðvitað vonum við öll að hann nái fullum bata.
Fíkniefnin tröllríða heimsbyggðinni og virðist ekkert lát á. Ég vona að Íslendingar fylki sér um að sýna enga miskunn í þeim málum, hvorki heima fyrir né erlendis. Það mætti alveg koma inn á afleiðingar þessa strax í yngstu deildum grunnskóla, til að undirbúa og festa í minni barnanna hverslags vágest er um að ræða. Við vitum öll að fíkniefni eru boðin barnungu fólki og það í skólunum. Það verður að hamra inn í höfuðið á þeim að segja nei og standa við það, og það verður að beita fræðslu, fræðslu, fræðslu.
Það má líka gjarnan hamra á því við aðeins eldri nemendur, hversu skelfilegar afleiðingar neyslu eru, ekki bara á þolandann, heldur alla fjölskyldu hans.
Við verðum bara að taka á dæminu, og láta ekki eins og það sé verið að brjóta á rétti íslenskra fíkniefna glæpamanna sem lenda í erlendum fangelsum og ætlast til að þeim sé bjargað af íslenskum yfirvöldum. Þessir glæpamenn verða bara að vita hver refsingin er, áður en þeir fara af stað.
Það er óbærilegt að lesa svona fréttir aftur og aftur, og viðhorfið oftast vorkunn með þeim sem græða á að útdeila eitrinu, þannig að það mætti skilja að maður ætti að senda þeim pakka í fangelsið eða eitthvað í þá veruna. Verst finnst mér þó tilhugsunin um að þeir sem fá refsinguna eru ekki hinir eiginlegu glæpamenn, heldur handbendi þeirra sem hafa peningana og skipuleggja glæpina, en þeir sleppa nær oftast, illu heilli.
Því miður eru þessir menn sem sækja eitrið í mörgum tilvikum, jafnvel flestum, fíklar sjálfir og þeim þarf að hjálpa ef það er hægt. En ef þeir eru ekki ruglaðari en svo að þeim er treyst til að sækja þennan rándýra varning, gæti ömurleg fangelsisvistin mögulega fengið þá til að hugsa, og hugsa vel um hvað þeir eru að gera öðrum. Það gæti etv.? hjálpað til við meðferðina í kjölfarið.
Líðan Ólafs óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2010 | 12:26
Skemmtiferðir heilbrigðiskerfisins dl.
Nýjasta útspilið er fækkun starfsmanna um 70 - 100 á næsta ári. Það er ákaflega fallega gert að láta vita svona með fyrirvara, Þá getur starfsfólkið farið að leita sér að vinnu, þar sem enga vinnu er að fá, og jafnvel pantað sér flugmiða til nýrra starfa í útlandinu á meðan það hefur ennþá eitthvað umleikis.
Hvað sjúklingana varðar virðast þeir ekki skipta nokkru einasta máli lengur og geta bara lagst á bæn áður en þeir taka örlögum sínum, af því æðruleysi sem sækja má í þá iðkun, vitandi um ráðleysið sem ríkir í þeirra málum.
Það verður nú meira fjörið hjá sjúklingum úti á landi þegar þeir koma til borgarinnar og er væntanlega vísað frá, af því að flestar deildirnar í höfuðstaðnum sem áttu að taka á móti þeim, eftir að flestum sjúkrahúsunum á landsbyggðinni var lokað , eru lokaðar líka.
Hverjir stjórna þessari vitleysu eiginlega. Fyrst stendur til að senda fólk landshlutanna á milli, fárveikt og ekkert spáð í þann þægindaauka sem það hefur í för með sér fyrir sjúklinginn, eða kostnað, síðan er búið að reka flest starfsfólkið í hinum landshlutanum þegar þangað er komið. Á að etv. að kalla þetta flakk án árangurs, Skemmtiferðir heilbrigðiskerfisins dl., (dauður eða lifandi) eða eitthvað slíkt?
Fækka um 70-100 starfsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2010 | 23:15
Matarsjení
Rak augun í þessa fyrirsögn og gladdist með Vestfirðingum að hafa eignast nýjan meistarakokk, innan sinna raða. En svo var nú ekki í þetta sinn.
Én ég sá heldur betur ástæðu til að gleðjast með Englendingum, þe. ef maðurinn er sannkallaður meistarakokkur og maturinn á Feitu öndinni í samræmi við það. Það er nefnilega alltaf verið að nefna allskyns fólk til sögunnar sem hitt og þetta alveg frábært, en þegar að er gáð stenst það engar væntingar.
Að ég sé ástæðu til að gleðjast með Englendingum, er vegna þess að þeir eru líklega verstu kokkar í heimi, með örfáum undartekningum þó, og allt í rétta átt getur hjálpað stórlega upp á sakirnar. Það að maðurinn kemur í leiðangur til Íslands til að fá Channel 4 að mynda sig finnst mér nú svolítið orka tvímælis. Ísafjörður er nú kannski ekki heimsfrægasti staður á Íslandi, en ég er sannfærð um að hann státar af mörgum betri kokkum heldur en finnast í Englandi.
En hvað um það ég vona bara að Mr. Blumentahl hafi átt áægjulega dvöl á Vestfjörðum, það er allavega mjög sérstakt að fá að veiða í matinn sjálfur, en það er prik fyrir Ísfirðinga en ekki enska matargerðarlist.
Meistarakokkur á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2010 | 21:05
Hversu hratt?
Ef svona margir aka of hratt þarna án þess að um neinn ofsaakstur að ræða, getur þá verið að umferðarhraðinn sem ökumenn virðast fylgja þarna eða 74 km. á klst. sé bara hentugri hraði til að láta umferðina ganga greiðlega fyrir sig. Of lágur aksturshraði veldur oft miklum vandræðum líka. Ég er ekki að fullyrða neitt, en þætti forvitnilegt að fá álit annarra á þessu.
Þetta er ekki inni í íbúðarhverfi og Sæbrautin er umferðaræð sem ætti að flytja umferðina jafnhratt og örugglega milli staða.
Það að lögreglan sé að vakta segir svo sem ekkert sérstakt, þeir gætu jafnvel verið að safna í einhvern sjóð, eða þannig :-)
Rúmlega fjórðungur ók of hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2010 | 14:11
Fréttir ?
Eru þetta fréttir?
Öðruvísi mér áður brá, það hlýtur að vara gúrkutíð hjá fréttamanni.
Grunur um að sjóðir Glitnis hafi verið misnotaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2010 | 16:25
Hryllingur
Ég hef verið búsett í borginni Xiamen í Kína, að mestu leyti, sl. 4 ár. Eitt það fyrsta sem ég tók eftir eru stálrimlar sem eru fyrir öllum gluggum í nýjum íbúðarblokkum og töluvert verið settir í eldri hús líka. Þetta er örugglega hugsað sem þjófavörn, en virkar eins og fangelsi ef kviknar í, því allt er rammgert og rammlæst, og ekki nokkur leið að nota gluggana sem útgönguleið.
Vinahjón mín, kínversk, sáu húsbruna við aðalgötuna. Þetta var í fjögurra kæða húsi sem skíðlogaði. Það var lán í óláni að þetta var um miðjan dag og því flestir í vinnu, en tvær fullorðnar manneskjur sáust hrópandi fyrir innan harðlæsta rimlana meðan þær brunnu til ólífis.
Öðru tók ég eftir og það er að allar öryggisreglur eru þverbrotnar, séu þær til, og þeir sem lenda í vinnuslysum gera það upp á sína. Engin miskunn þar.
Í Kína eru fréttir af svona atburðum, öðrum stórslysum og náttúruhamförum gerðar eins litlar og fljótlegar og hægt er, því það má ekki láta fólki líða illa í þessu landi þar sem er nánast stjórnskipuð hamingja og jákvæðnin á að ríkja. Þetta hefur tvisvar verið sagt við mig af opinberum starfsmönnum sem trúa því að allir séu hamingjusamir.
Svona nælondúkur er utan um allar nýbyggingar , allstaðar sem ég hef komið þarna austurfrá..
Það var angist í svipnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2010 | 23:26
Hart á móti hörðu.
Vextir 3% í Icesave-samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2010 | 16:48
Jón ó Jón.
Það er óttalaga asnalegt að standa í svona leiðindapoti og karpi, fyrir mann sem veit ekki einu sinni af því, og ekki ætlast til að hann viti, enda er hann fullfær, eins og ég sagði áðan, um það sjálfur. Svo jæja nú jæja , látum hann bara hlæja, þá fer mér kannski að stökkva bros fyrir hamagangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2010 | 11:23
Glæponnar, heima og heiman
Framseldur frá Venesúela | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2010 | 22:50
Íslendingafélag af leiðinlegri gerðinni?
Stjórn félagsins gaf út þá hraustlegu yfirlýsingu að félagið yrði lagt niður vegna áhugaleysis félagsmanna.
Hvers vegna þetta áhugaleysi? 1. Er það vegna þess að stjórnin var svona leiðinleg að aðeins einn sá sér fært að sitja undir öllum leiðindunum á aðalfundi?. 2. Var stjórnin e.t.v. að reyna að sulla einhverri hundleiðinlegri menningu inn í starf félagsins? 3. Var hún bara áhugalaus um alla hluti? 4. Voru félagsmenn svona áhugalausir um alla hluti? 5. Eru félagsmenn e.t.v. bara skemmtanasjúkir, þ.e vilja bara fylleríispartý og þessháttar skemmtilegheit. 6. Viljaþeir jólaskemmtanir fyrir börnin sín og það í alvöru? 7. Vilja þeir að það verði borðaðar minnsta kosti 250 pylsur á 17. júní. Etc. ect.
Vona að nýrri stjórn takist að halda áhuga félagsmanna , með því að fara að vilja þeirra, kanna bara áhugamálin, og fara eftir niðurstöðunni hvort sem þeim finnst hún leiðinleg eða bara bráðskemmtileg. Þá mæta etv. nógu margir til að mynda nýja stjórn á komandi ári.
Íslendingafélag endurvakið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)