Íslendingafélag af leiðinlegri gerðinni?

Stjórn félagsins gaf út þá hraustlegu yfirlýsingu að félagið yrði lagt niður vegna áhugaleysis félagsmanna.

Hvers vegna þetta áhugaleysi? 1. Er það vegna þess að stjórnin var svona leiðinleg að aðeins einn sá sér fært að sitja undir öllum leiðindunum á aðalfundi?. 2. Var stjórnin e.t.v. að reyna að sulla einhverri hundleiðinlegri menningu inn í starf félagsins?  3. Var hún bara áhugalaus um alla hluti?  4. Voru félagsmenn svona áhugalausir um alla hluti? 5. Eru félagsmenn e.t.v. bara skemmtanasjúkir, þ.e vilja bara fylleríispartý og þessháttar skemmtilegheit.  6. Viljaþeir jólaskemmtanir fyrir börnin sín og það í alvöru? 7. Vilja þeir að það verði borðaðar minnsta kosti 250 pylsur á 17. júní. Etc. ect.

Vona að nýrri stjórn takist að halda áhuga félagsmanna , með því að fara að vilja þeirra, kanna bara áhugamálin, og fara eftir niðurstöðunni hvort sem þeim finnst hún leiðinleg eða bara bráðskemmtileg. Þá mæta etv. nógu margir til að mynda nýja stjórn á komandi ári.


mbl.is Íslendingafélag endurvakið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er þetta ekki bara lýsandi um félagsanda okkar Íslendinga nú orðið?  Við viljum ekkert fyrir hlutunum hafa, en láta hafa alla hluti fyrir okkur.  Við nennum ekkert að vera í stjórnum og skemmtinefndum, en viljum hins vegar mæta á alls kyns atburði sem aðrir en við sjálf hafa haft fyrir að undirbúa.

Axel Jóhann Axelsson, 15.11.2010 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband