Færsluflokkur: Bloggar
29.11.2010 | 09:17
Athygli á athyglissjúku fólki
Það er ekkert grín að vera ásakaður um eitthvað sem þú hefur ekki gert og getur lítið gert þér til varnar.
En svona athyglissjúkur maður, á örugglega litla samúð hjá almenningi. Þessi maður sem lét ungan ólánsmann, eiturlyfjasjúkling og banamann móður sinnar koma fram í sjónvarpinu, eftir að hafa dregið það á réttargeðdeildina þar sem drengurinn var vistaður. Ásamt þáverandi eiginkonu sinni lét hann ógæfumanninn biðjast afsökunnar í beinni útsendingu, hágrátandi og örvinglaðan. Þarna fyrirgáfu þau honum í beinni og opinberuðu almenningi gæsku sína. Þetta er einhver ljótasti gjörningur sem ég hef séð og af þeim sökum hef ég enga samúð með þessum manni, hvorki þá eða nú.
Hann stóð þarna með helgislepjusvipinn og lék góða manninn sem fyrirgaf í nafni trúarinnar. Hefði hann fyrirgefið manninum heilshugar án sjónvarpsþáttöku hefði hann líklega fengið áframhaldandi samúð, vegna þess voðaverknaðar sem drengurinn hafði framið. Ég er ansi fegin, að sá sem hann vitnar mest í skuli hafa risið upp úr gröfinni forðum, því annars hefði hann snúið sér hressilega við, við þann gjörning.
Við skulum vona, sé hann saklaus, að hann fái hreinsað mannorð sitt af þessum ásökunumi. En uppákomuna með ólánsmanninn, sem tók líf sitt seinna, verður guð einn að dæma.
Ps. Mér var bent á að ungi maðurinn væri sprellifandi og biðst ég afsökunnar á því að hafa tekið hann af lífi hérna á blogginu. Upplýsingarnar sem ég hafði voru greinilega kolrangar. Samkvæmt nýustu fregnum virðist hann við bestu heilsu og stundar samkomur í Krossinum, veslingurinn.
Gunnar stígur til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
27.11.2010 | 23:39
40% þáttaka
Þáttaka í kjöri til Stjórnlagaþings er eiginlega óskiljanleg. Er þetta bara almennt áhugaleysi, eða var kerfið of flókið til að fólk hreinlega treysti sér á kjörstað.
Mér finnst ömurlegt að hlusta á fólk kvarta undan stjórnarfarinu, tala um að það þurfi að breyta hinu og þessu, stundum nánast öllu. Þegar svo kemur tækifæri til að taka þátt í breytingum, dregur fólk að sér hendurnar og situr heima. Síðan er vælt og kvartað að nýju.
Ég vona samt að þeir sem ná kjöri beri gæfu til að móta réttlátar og pottþéttar hugmyndir til stjórnarskrárgerðar, landi og þjóð til framdráttar.
Kosningaþátttaka líklega um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.11.2010 | 16:39
Kjördagur
Fyrir okkur sem eigum að velja 25 af mörghundruð manns sem bjóða sig fram, er þetta langt í frá auðvelt. Við þurfum að sækja frambjóðendur og númerin á þeim inn á netið, leita síðan allra mögulegra upplýsinga um þá, svo við getum valið eða hafnað.
Fyrir eldra fólk, sem ekki hefur tölvur, er þetta nánast ómögulegt og þetta belg og biðu kynningarframlag Ríkisútvarpsins núna síðustu dagana er í raun það eina sem hægt er að reiða sig á þó gallað sé. Gallað á þann hátt að þetta er alltof þétt til að fólk nái að kynnast þessum frambjóðendum öllum. Frambjóðendur eru líka misduglegir, eða mis efnaðir til að geta vakið athygli á sér.
Þetta verður auðvitað til þess að fólk velur þau nöfn sem það þekkir, þ.e. ef það treystir viðkomandi. Af þeirri ástæðu kunna margir sem hafa alla burði til vinna vel, ekki erindi sem erfiði. Svo veit ég líka um nokkur dæmi þess að sem fólk treystir sér ekki til leiks, lætur ættingja eða vini velja fyrir sig tölurnar, mætir á kjörstað og skrifar síðan "orðrétt" inn á kjörseðilinn. Að þessu leyti held ág að blindir sitji ekki að skörðu borði, þó þessir með forskriftina fái að fara einir inn í kjörklefann.
Ég reikna með að kjörsókn verði í minna lagi, því fólk vill ekki hanga í þessum löngu biðröðum sem búið er að auglýsa svo vel fyrirfram, og einnig býst ég við að mikil utankjöstaðakosning hafi einnig verið svona lífleg af þeim sökum.
Best að drífa sig af stað eftir vandlegan undirbúning og miklar yfirlegur, enda vona ég, að ég kjósi rétt.
Bloggar | Breytt 28.11.2010 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2010 | 08:36
Much to do about nothing
Ég fæ ekki með góðu móti séð mikinn mun á því að láta vin blinrar persónu undirrita yfirlýsingu, áður en farið er inn í kjörklefann, eða fulltrúa kjörstjórnar. Ég reikna ekki með að fulltrúar kjörstjórnar séu einhver dusilmenni sem gætu tekið upp á því að muna allar tölurnar og kjafta þeim síðan út um borg og bí.
Ef svo væri ætti sá sem það gerði að fá eina af þessum orðum sem forseti vor útbýttir svo rausnarlega á tyllidögum, fyrir allskyns "afrek". Það er ekki öllum gefið að muna svona talnaraðir og flestum örugglega fremur erfitt að skrifa sínar eigin tölur, eitt hundrað tölustafi, án þess að ruglast eitthvað í ríminu. Þess vegna held ég að þessar áhyggjur séu alveg óþarfar og einhver rafræn kosning bara hreinn óþarfi.
Þetta hljómar allt eins og stormur í vatnsglasi
Fulltrúi kjörstjórnar fer ekki með blindum inn í kjörklefann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2010 | 20:56
Rúmum og dvalarrými fyrir aldraða fækkað
Er verið að tala um fækkun á landsvísu? Ef svo er, hvernig er þá skipting milli staða. Er etv. meiningin að þjappa bara saman í kerfinu og planta gömlu fólki þar sem er pláss finnst, og flytja það milli landshluta langt frá sínum nánustu? Á að halda áfram ofsóknum á hendur öldruðu fólki sem getur ekki varið sig, oft fársjúkt og illa haldið?
Það þarf að fara að með mikilli gát, svo aldraðir fái ekki þau skilaboð að þeir séu enskis metnir og ævistarf þeirra sem gegnir borgarar vanmetið, af þeim sem skortir greind til að átta sig á hvers kyns skelfingar þetta getur leitt til, og afleiðingar hennar á heilsufar þeirra sem síst skyldi. Ekki reikna ég með að bæta eigi við fleiri plássum á geðdeildum, en það sýnist mér að reynist nauðsynlegt, ef svo fer fram sem horfir.
Aldraðir eru lifandi viðkvæmt fólk, forverar okkar hinna, sem hefur lagt brautina til velfarnaðar í þessu blessaða landi okkar. Þó svo glæpamenn hafi rústað þeim velfarnaði, er engin ástæða til að láta það bitna á gamla fólkinu.
Uppsagnir og rúmum fækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.11.2010 kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2010 | 13:03
Gaman hjá þeim
Ég sé fyrir mér fólk mæta, allt uppstrílað og fínt, í partýið. Stelpurnar í flottasta dressinu, búnar að fara í hárgreiðslu og jafnvel förðun. Strálarnir með gel í hárinu og búnir að rétta úr sér til að sýnast aðeins töffaralegri, sem sagt allt góðu og allir í stuði.
Þetta byrjar allt ósköp rólega, fólk heilsast, fær sér í glas og spjallar saman, síðan kemur maturinn, ef það er matur, og allir rosa hressir. Sumir drekka aðeins meira en aðrir og þegar líður á kvöldið fara þeir að verða meira og meira áberandi, sumir með kjaft og stæla við náungann, sem finnst þeir leiðinlegir í betra lagi.
Konurnar fara að skekkjast í göngulagi á háhæluðu skónum sínum, málningin að renna aðeins út á kinn og þær verða ýmist ofurskrækar eða fara að drafa, og sumar byrja að grenja, en það eru oftast þessar yfirdramatísku.
Allt í einu veður einhver of langt yfir einhvern, sá fær nóg og slær. Vá, þá byrjar fjörið. Auðvitað tekur sá eða sú sem slegin var hraustlega á móti, og nokkrir vinir koma til hjálpar, þannig að innan stundar logar allt í sjóðheitum slagsmálum. Öskur og skrækir yfirgnæfa allt, og áður en nokkur veit af er löggan mætt á svæðið og leikurinn skakkaður.
Daginn eftir koma nokkrar aumar manneskjur út úr steininum, aðrar af Slysó. Sumar sitja heima alveg rosalega þunnar, og restinni finnst allt hafa verið eyðilagt fyrir sér. En spurningin er, fannst einhverjum gaman?
Skyldi ekki lögreglumönnunum hafa þótt skemmtilegt þegar "sauð upp úr partýinu" og "kallað var til lögreglunnar"?
Sauð upp úr starfsmannapartýi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2010 | 17:43
Hvað skal nú til varnar verða?
Lögreglustjóri segir yfirgnæfandi líkur á að blessuð konan haldi afbrotaferlinu áfram verði hún látin laus og virðist það auðsætt mál. Hún sat inni í eitt ár og það er eini tíminn sem hún gat ekki svindlað og svikið á meðan aðrir voru grunlausir í kringum hana.
Nú á hún að sleppa út 17. des. þannig að hún ætti að hafa tíma til að stela jólagjöfum og svo er hægt að stinga henni aftur inn eftir áramót, ekki satt?
Er ekki auðveldari leið að dæma svona síbrotamanneskju í endurhæfingarmeðferð, frekar en að stinga henni í fangelsi, aftur og aftur, því það virðist hafa sýnt sig að það gerir ekkert annað en að æsa upp brotaviljann, eða allavega lítur það þannig út.
Áfram í gæsluvarðhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.11.2010 | 19:15
Fullnæging á Íslandi?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2010 | 00:38
Nýr ferðamálafulltrúi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2010 | 23:07
Rigoletto
Var að koma úr Ísl. Óperunni og get bara ekki orða bundist af ánægju. Þessi sýning er bara tær snilld hvert sem litið er. Ólafur Kjartan , Þóra og Jóhann Friðgeir voru, ja, jú stórkostleg. Síðan er valinn maður í hverju rúmi og vil ég þar fremstan nefna Jóhann Smára sem er orðinn með þeim fremstu. Við eigum svo marga góða söngvara í dag, að stórstjörnur á við Bergþór Pálsson eru farnar að syngja smáhlutverk og kemur það heldur betur vel út.. Því fæst þessi líka stórkostlegi kór.
Óperustjórinn Stefán Baldursson leikstýrir af slíku næmi að hver fínleg hreyfing söngvaranna skilar sér til áhorfenda. Takk fyrir öll, þetta var það besta sem ég hef upplifað lengi og er ég þó ekkert að kvarta undan leiðindum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)