Færsluflokkur: Bloggar

Jólaskap

Var að koma af jólatónleikum Frostrósa, en þar voru flutt klassísk jólalög. Maður getur ekki annað en komist í hátíðarskap við svona atburð.

Þarna fluttu fimm stórsöngvarar helstu jólalagaperlur sem hinn vestræni heimur á, svo vel að það hríslaðist um mann gleði og hátíðartilfinning.  Þrír kórar tóku undir sönginn og gerðu það yndislega ásamt hljómsveit sem auðvitað spilaði eins og englar. 

Sýningin var öll svo örlát að um munaði. Leikmynd, fatnaður og endalausir smáhlutir gerðu það að verkum að manni fannst maður hafa litið um stund inn um dyr friðar og fagnaðar.

Takk fyrir mig!


Gúrkutíð ?

Reykskynjari íbúðar við Arahóla pípti. Þetta er alveg bráðfyndið, enginn eldur, ekkert að gerast, bara frétt ef frétt skyldi kalla á Mbl.is.

Það hvarflar stundum að manni að það séu einhverjir gagnfræðaskólanemar í æfingabúðum sem skrifa fréttirnar þar á bæ, bæði vegna fréttagildis þeirra og frásagnarmáta ásamt afleitri stafsetningu á köflum.


mbl.is Reykskynjari pípti í Arahólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna hér

Bloggvinur minn góður Axel J Axelsson tjáði mér einhverntímann að hann hefðir orðið bloggari þegar hann hætti að reykja, Í staðinn fyrir að fá sér sigarettu hefði hann bara hlaupið í tölvuna og bloggað.

Ég var á þeim tímapunkti stórreykingamanneskja, búsett í Kína, þar sem sígarettupakkinn kostaði tæpl. 100 kr. ísl. Stundum þegar mikið lá við í vinnunni voru allt að tveir pakkar svældir á dag af mikilli áfergju.

Mér fannst Axel alger snillingur að fá útrás fyrir sigarettulöngunina á þennan hátt og ákvað að hætta þegar ég kæmi heim til Íslands, sem ég og gerði, en það hefur verið drifkrafturinn að flestum bloggskrifum sl. tvo mánuði. Innihaldið kemur þó reykingaleysinu ekki neitt við þar til nú. Þetta virkar svo vel að ég er alveg steinhissa, engin hjálparmeðul, ekki neitt.

En einhvernveginn er þó svo að maður hittir alltaf sjálfan sig fyrir. Í gærkvöldi fór ég að verða eitthvað skrítinn í höfðinu, leist ekkert á blikuna þegar ég gat varla staðið í lappirnar fyrir svima og ákvað að líta við á bráðamóttökunni á Borgarspítalanum og fá staðfestingu á að það amaði ekkert að mér. Mér var tekið opnum örmum, en af mikilli formfestu þó. Áður en ég vissi af var búið setja mig í hjatralínurit, taka blóðsýni, mæla blóðsykur, blóðþrýsting og setja mig í höfuðsneiðmyndatöku.

Eftir að hafa beðið í par klst. var mér sagt að best yrði að ég myndi gista þarna til þess að taugalæknir gæti rannsakað hræið semma í morgun. Niðurstaða hans í bili er að líklegast er að ég sé með lítinn blóðtappa þarna uppi. Síðan var ákveðið að ég skyldi dvelja á staðnum yfir helgina og fara svo í frekari rannsóknir strax eftir helgi.

Þetta leist mér ekkert á og samdist því um að ég færi heim og tæki því rólega þangað til hringt yrði í mig og ég látin vita um frekari aðgerðir.

Þegar ég nefndi við lækninn, unga og falleg konu, sem sagði eitthvað í þá veruna að svona tappar gætu myndast við reykingar og svo losnuðu svo þeir þegar maður hætti, að líklega væri  best að byrja aftur að reykja, og síifla kerfið upp á nýtt, jesúsaði hún sig og sagði þvert nei. Síðan nefndi hún að það þyrfti að koma í veg fyrir að svona smá tappar kæmu aftur og aftur. 

Þar sem ég er orðin forfallin í blogginu og tími alls ekki að hætta, er ég að hugsa um að taka þessu   rólega hérna heima um helgina, láta mér líða vel, reyklausri, taka hjartamagylið sem mér var sagt að taka  og auðvitað blogga, innandyra. Mér líst ekkert á þá hugmynd að sitja með tölvuna úti á svölum í hörkugaddi, sígarettan í munnvikinu og gera hvað? 

 

 


Allt að verða vitlaust?

Er allt að verða vitlaust þarna á Selfossi? Vopnað rán á heimili, Glasi kastað í höfuð lögreglu o.s.frv. Þetta er ekki lengur gamli huggulegi bæjarbragurinn sem ríkti þarna. Hvað kemur til er ekki gott að segja, en Selfyssingar gætu etv. leitað ráða hjá þeim á Egilsstöðum sem eru alveg kjaftstopp þessa dagana af hissu.

 Gerð var tilraun til innbrots í íbúðarhús þar. Slíkt og annað eins þekkist nefnilega ekki í þeirri sveit samkv. blaðafregnum. Kannski gæti lögreglan á Egilsstöðum séð af eins og einum eða tveim mönnum til hjálpar lögreglunni hérna fyrir sunnan, og kennt henni smávegis í leiðinni um hvernig halda má þjófum og misyndismönnum í skefjum.

Dómurinn yfir stúlkunni var nokkuð þungur miðað við slíka dóma, en hárréttur að mati  undirrit.


mbl.is Dæmd fyrir árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mislukkaðir refir, en ræningjar

Var ekki einhver sem hafði á orði í sl. viku að refurinn væri kominn til Reykjavíkur. Hann er löngu kominn í för með fleiri refum, svo sem Pálma Haradssyni, sem vælir yfir að málið hafi valdið sér fjárhagslegu og andlegu tjóni. Gott á hann, hann hefur þá etv. smá nasasjón af því hvernig öllu fólkinu sem hann setti svo skúblulaust á hausinn líður. Ja, sveiattan!
mbl.is Höfðar líklega skaðabótamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður klíkuskapur við völd áfram?

Þetta lítur allt vel út á pappírnum, utan þess að fjölga á mjög aðstoðarmönnum og ráðum. Er svona rosalega erfitt fyrir þá sem vinna við stjórnsýsluna að vera bara í vinnunni á vinnutíma- og vinna í vinnunni?

Eins finnst mér að marka þurfi miklu skýrari stefnu um mannaráðningar en nú er, og koma í veg fyrir að klíkuskapur geti ráðið nokkru þar um. Engöngu verði farið eftir hæfileikum og menntun og kynjakvóti við stöðuveitingar afnuminn. Kynjakvótinn er eitthver mest niðurlægjandi aðgerð sem íslenskar konur þurfa að þola. Þær kölluðu hann að vísu yfir sig sjálfar, líklega vegna klíkuskapar karlmanna á stjórnarheimilinu, sem var beitt óspart til að ráða ættingja og vini í háar stöður.

Hlutlaus, heiðarleg nefnd með oddamann í forsæti á að ráða í stöðurnar og ráðherra engöngu að skrifa undir og staðfesta gerðina. Ef ráðherra hefur ekki vald til að ráða öllu, er engin hætta á að fólk verði útundan um stöður sem það sækist eftir, svo framarlega sem það hefur rétta menntun og reynslu.


mbl.is Breyta á lögum um Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáum við pakka?

 

Allsnægtatréð (Beggó 2006)

 100_0363_1

 

Það líður að jólum og allt er að renna í þennan venjulega jólafarveg. Auglýsingarnar dynja á manni í fjölmiðlum, auglýsingapésum sem hrynja inn um póstlúguna í tugatali og á allskyns annan hátt. Kaupmenn segja segja að jólasalan í ár sé með betra móti og nóg virðist að gera í Kringlunni og hvað þetta heitir nú alltsaman.

Andstæðurnar í samfélaginu sjást svo vel á þessum tíma, ef maður má vera að því að líta upp og hætta smástund að hugsa um sjálfan sig. Ég átti erindi í Kringluna í sl. viku og hraðaði mér um ganga og gólf þar til ég kom að jólatré einu svo stóru að það náði milli hæða. Undir þessu tré var töluvert af jólapökkum en þar hefur fólk tækifæri til að kaupa eitthvað, pakka því inn, merkja dreng eða stúlku og setja undir tréð. Þarna stóð ung, hugguleg, en þreytuleg kona, með þrjá stráka, sem henni gekk afleitlega að draga burt frá trénu.

 "Mamma heldurðu að við getum fengið eitthvað af þessum pökkum", var spurt, en svarið var "ætli það". "Eigum við að spyrja" sagði einn þeirra. Svarið var "nei, það þýðir ekkert". "Gerðu það", "nei". "Fáum við nokkurn pakka sagði sá elsti". Allt í einu tók konan á sig rögg, togaði í strákana og þegar þau fjarlægðust heyrði ég hana segja, "þið fáið pakka, engar áhyggjur" Mér varð litið á hana, eitt augnablik, á andlitinu var stór skeifa og tonn af áhyggjum. Drengirnir eltu hana, en tóku ekkert eftir hvernig henni leið, alsælir með jólapakkana sem þeir fá - kannski?

Ég veit ekki hvernig þessum pökkum er útdeilt, eða af hverjum, vona þó að þeir fari á sem flesta staði, þar sem þörfin er mest. Ég vona líka að fólk hætti að andskotast smástund út í ríkisstjórnina, þó hún eigi það fyllilega skilið, svona eins og til jóla, og snúi sér að því að tæma vasana og gá hvort ekki finnist einhverjur smáaurar sem safna má saman í sjóðina til styrktar þeim sem ekkert eiga en langar að gleðja börnin sín á jólunum. Munið að margt smátt gerir bara töluvert stórt ef margir leggja til. 

 


Hvers vegna?

Hvers vegna fer ungt par sem á þrjú börn til Kaupmannahafnar og kemur heim með 300 gr. af Kókaini? Peningavandræði? Jú líklega á þessum síðustu og versti tímum. Nú sitja þau uppi með verknaðinn, skömmina og eftirsjána. Þetta er jólaglaðningur þeirra til barnanna sinna í ár.

Þegar þrengir að og fólk sér mögulega  fram á að missa kannski aleiguna eru góð ráð oftast dýr. Ég segi þetta vegna þess að ég veit að þeir sem eru í þessu eru oftast dópistar sjálfir, eða ungt fólk í alvarlegum peningavandræðum.

Ég hef ákaflega litla eða enga samúð með fólki sem tekur svona ákvarðanir. Það pælir ekkert í hvað það er að gera, hvert þetta fer, og hverjir neyta þess. Hvernig liði þessum ungu hjónum ef þau vöknuðu við það einn góðan veðurdag, að öll þrjú börnin væru orðnir fíklar. Af hverju? Vegna þess að fólk sem hugsar jafn skammt og þau er að smygla dópi.

 


mbl.is Hjón tekin með kókaín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkennd á Íslandi?

 

Töluverður hópur þurfti frá að hverfa. Nú þýðir ekkert að skammast út í stjórnvöld, útrásarvíkinga, eða bankastjóra. Við sem höfum eitthvað aflögu, tökum tökum upp pyngjuna og gefum, til Fjölskylduhjálparinnar eða Mæðrastyrksnefndar!. Við getum ekki látið börnin líða  um jólin. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Við getum ekki tekið aftur það sem gerðist, reynum að horfast í augu við það. Nú er að lifa við ástandið eins og það er í dag, vonast eftir betri tíð þegar blómin koma í haga. Það má engan tíma missa, ef aðstoð okkar sem erum aflögufær um að hjálpa fyrir og um jólin, á að koma til góða. . Munið! "Margt smátt gerir eitt stórt !"

 


mbl.is Yfir þúsund matarúthlutanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamborgarahryggsgljái.

Var stödd í einni Hagkaupsbúðinni í dag og rakst þar á smádollu með hamborgarahryggsgljáa (langt orð) á kr 495. Þar sem ég þyki gera slíkt fyribrigði ákaflega "velsmagende" eins og danskurinn sem er "nota bene" að "brillera" í handbolta í sjónvarpinu þessa stundina, segir. Hlýt að vera að hugsa um gæs, með allar þessar gæsalappir. 

Hér kemur uppskriftin: Tómatsósu og sykri, hvítum, blandað saman til helminga, rauðvísskvettu bætt í og soðið rólega þar til þaað er passlega þykkt til að smyrja jafnt yfir hrygginn. Ef fólk notar ekki rauðvín með matnum má setja safa af rauðkáli og smá vatn (bara örlítið) í staðinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband