Verður klíkuskapur við völd áfram?

Þetta lítur allt vel út á pappírnum, utan þess að fjölga á mjög aðstoðarmönnum og ráðum. Er svona rosalega erfitt fyrir þá sem vinna við stjórnsýsluna að vera bara í vinnunni á vinnutíma- og vinna í vinnunni?

Eins finnst mér að marka þurfi miklu skýrari stefnu um mannaráðningar en nú er, og koma í veg fyrir að klíkuskapur geti ráðið nokkru þar um. Engöngu verði farið eftir hæfileikum og menntun og kynjakvóti við stöðuveitingar afnuminn. Kynjakvótinn er eitthver mest niðurlægjandi aðgerð sem íslenskar konur þurfa að þola. Þær kölluðu hann að vísu yfir sig sjálfar, líklega vegna klíkuskapar karlmanna á stjórnarheimilinu, sem var beitt óspart til að ráða ættingja og vini í háar stöður.

Hlutlaus, heiðarleg nefnd með oddamann í forsæti á að ráða í stöðurnar og ráðherra engöngu að skrifa undir og staðfesta gerðina. Ef ráðherra hefur ekki vald til að ráða öllu, er engin hætta á að fólk verði útundan um stöður sem það sækist eftir, svo framarlega sem það hefur rétta menntun og reynslu.


mbl.is Breyta á lögum um Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Pólitískar ráðningar vilja þau fá og hvað er það annað en klíkuráðningar...

Ég er alveg sammála þér í því að það á að ráða í stöður eftir menntun og þekkingu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.12.2010 kl. 15:35

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

það fyrsta sem var gert í kreppunni var að veikja þingið og þingmenn með því að afnema aðstoðarmenn þingmanna. núna á að fjölga aðstoðarmönnum hjá ráðherrum. þetta kallast að auka völd framkvæmdarvaldsins.

Fannar frá Rifi, 13.12.2010 kl. 15:40

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega sammála þér með óháða ráðninganefnd.  Bloggaði um það einhvern tíma í fyrra, að allar ráðningar í yfirmannastöður (og ýmsar tímabundnar stöður líka) hjá ríkinu ættu að fara í gegnum slíka ráðninganefnd og pólitíkusarnir ættu hvergi að koma þar nálægt.  Alls ekki ætti að fjölga pólitískum aðstoðarmönnum ráðherra, þeir ættu í raun alls ekki að vera neinn, eða alls ekki meira en einn.  Aðrir aðstoðarmenn yrðu ráðnir í gegn um ráðninganefndina.

Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2010 kl. 16:53

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála,  það þyrfti jafnframt að útfæra þessa ráðningarnefnd á þann hátt að hver einasti nefndarmaður fari í gegnum hæfisskilyrði gagnvart öllum umsækjendum sem hann á að meta af verðleikum.

Ef viðkomandi nefndarmaður er tengdur fjölskyldu - vina-skólafélaga-kunnáttu böndum, þá skal hann víkja í umsögn um þann umsækjenda.

Í okkar litla samfélagi mega  vina- kunningja og ættartengsl hvorki vera til frama né foráttu, í umsóknarferli.  

Vel útfærðar og opnar starfsreglur slíkrar nefndar myndu auka tiltrú almennings á stjórnsýsluna og bæta siðferði.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.12.2010 kl. 20:44

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mæl þú manna heilust!

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.12.2010 kl. 21:47

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2010 kl. 11:18

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ég hélt að Jóhanna væri kvenmaður - kanski rangt hjá mér - Katrínarnar báðer eru klárlega kvenkyns og sennilega Svandís líka - svo skilst mér að Álfheiður megi flokkast þar með líka - hún er reyndar komin á forsetastól núna - Allar þessar konur hafa áhrif - þær ráða því sem þær vilja og ein þeirra er jú verkstjórinn ---

 kynjakvótinn - sammála þér hann er niðurlægjandi fyrir konur - en kominn til vega þess að hópur áhrifakvenna barði hann í gegn - .

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.12.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband