Samkennd á Íslandi?

 

Töluverður hópur þurfti frá að hverfa. Nú þýðir ekkert að skammast út í stjórnvöld, útrásarvíkinga, eða bankastjóra. Við sem höfum eitthvað aflögu, tökum tökum upp pyngjuna og gefum, til Fjölskylduhjálparinnar eða Mæðrastyrksnefndar!. Við getum ekki látið börnin líða  um jólin. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Við getum ekki tekið aftur það sem gerðist, reynum að horfast í augu við það. Nú er að lifa við ástandið eins og það er í dag, vonast eftir betri tíð þegar blómin koma í haga. Það má engan tíma missa, ef aðstoð okkar sem erum aflögufær um að hjálpa fyrir og um jólin, á að koma til góða. . Munið! "Margt smátt gerir eitt stórt !"

 


mbl.is Yfir þúsund matarúthlutanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Líttu í gestabókina þína!

Björn Birgisson, 9.12.2010 kl. 18:41

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Skil, takk fyrir útskýringuna þó. Það er gott að finnast manni ekki hafnað. Gaman þó að hafa smá samskipti við þig í gegnum bloggið.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.12.2010 kl. 19:37

3 Smámynd: Björn Birgisson

Bergljót, orðið höfnun á alls ekki við hér. Alls ekki. Ég átti 70-90 bloggvini og mér fannst ég hafa skyldur gagnvart þeim og þeirra skrifum. Þegar svo voru komnir kannski 500-1700 gestir í heimsókn daglega, margir með athugasemdir, sem mig langaði til að svara, þá var ég sprunginn. Fallinn á tíma. Afskrifaði því hið góða safn minna bloggvina og sakna margra þeirra. Fyrir vikið missi ég af ýmsu sem það góða fólk er að bralla á blogginu. Það verður að hafa það. Ég þakka þér innilega fyrir velvilja og góð orð.

Björn Birgisson, 9.12.2010 kl. 20:13

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sömuleiðis takk!

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.12.2010 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband