Færsluflokkur: Bloggar

Fluvélarhurð á fleygiferð

Hvernig svona lagað má gerast er með ólíkindum. Er þetta afleiðingin að ódýrum íhlutum, kannski einhverjum festingum eða slíku sem flugvélaverksmiðjur gætu freistast til að kaupa, eða flugfélög að nota?

Nú er í gangi rannsókn á Rolls Royce hreyflum Airbus flugvélar, vegna flugslyss sem varð, því þeir gáfu ástæðu til frekari athugunar.

Svipað dæmi henti árið 1970, en þá fórst flugvél Cargolux sem þá var í eigu Loftleiða að mestu leyti. Vél af gerðinni Canada Air CL44, skrúfuþota, fórst á flugvellinum í Dacca, þar sem nú heitir Bangladesh. Með þeirri vél fórust 3 Íslendingar og einn Luxemburgarmaður.

Til að byrja með var talað um mögulegan "pilots error", en ungur ísl. flugvélaverkfræðingur hreinsaði mannorð vina sinna þegar hann fór þarna austur og gerði vettvangskönnun, og safnaði saman öllu sem hægt var að finna. Niðurstaðan var sú að hreyflarnir sem voru af Rolls Royce gerð voru gallaðir.

Skrúfublöðin höfðu festst í "ground final " skurði, sem er hlutlaus og vélin féll stjórnlaust til jarðar. Þetta varð til þess að flugvélar af þessari gerð, en þær voru allar vöruflutningavélar, voru  teknar úr umferð og lagt 

Ég vona að gerð verði ítarlega í rannsókn á þessu máli, því við vitum aldrei hvar gallaðir hlutir, ef einhver er að spara,  geta komið skelfilegu ferli af stað.

Að lokum hvet ég ísl. flugfélög að falla ekki í þá gryfju að kaupa ónýta, ódýra varahluti.


mbl.is Flugvélahurð féll til jarðar í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útnefning bæjarlistamanns

Það er greinilega mikill áhugi hjá bæjarbúum, að útnefna bæjarlistamann á Ísafirði, og margar tilnefningar í þá veru borist. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að standa ekki að þessu í ár, líklega í sparnaðarskyni, sem ég álít mikinn misskilning af þeirra hálfu. Útnefning listamannsins þarf ekki að bera með sér  mikil útgjöld, en heiðurinn að vera útnefndur er oftast ótrúlegur hvati fyrir viðkomandi listamann.

Við megum ekki spara svo mikið í kreppunni að við drepum niður viðleitni til menningarauka. Það er af sama meiði og að skapa ný störf  að sjá menninguna blómstra, öllum til góðs, hvort sem menn vilja sjá það eða ekki. Þetta er eins og að skjóta undan sér fótinn.

Aðstandendur Gallerí Búrið hafa tekið skömmina frá bænum með að hlaupa til og bjarga málinu. 

Listamenn á Ísafirði eiga þetta ekki skilð af sínum eigin bæjaryfirvöldum, eins duglegir og þeir hafa verið að auglýsa bæinn með vandaðri listsköpun undanfarin ár. Þeir hafa örugglega dregið ríflega í bú og ættu ekki að vara vanmetnir á þennan hátt.


mbl.is Margir bæjarlistamenn tilnefndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Námsskilningur nemenda

Þessi frétt segir ósköp lítið um getu nemenda. Hvaða lönd tóku þátt, og hver var besti árangurinn myndi segja mér töluvert meira. Að vera rétt fyrir ofan meðallag í samanburði við mjög lélegar, jafnvel vanþróaðar, þjóðir segir  ekkert annað, en að eitthvað er að í sambandi við námsskilninginn. Er 16 sæti ásættanlegt? Er okkur að fara fram eða aftur, stöndum við í stað?

Einhvern veginn finnst mér, að við sem eigum að hafa öll skilyrði til góðrar menntunar og kennslu stöndum okkur ekki sem skyldi, sbr. herfilega íslenskukunnáttu allt of margra. Þessi aldurshópur sem kannaður var, er á leið inn í menntaskólana og þarf að vera vel undirbúinn undir það sem þar tekur við. 

Að það skuli ekki fást fólk sem er betur máli farið, en margt af því sem vinnur td. við fjölmiðlana talar og skrifar, er mér töluvert umhugsunarefni. Kennarar hafa sagt mér að bráðgreindir krakkar sem setjast  inn í háskólana séu margir varla skrifandi á íslensku. Hverju er um að kenna, er þetta etv. svo gamall vandi, að kennararnir þjáist margir af skorti á námsefnisskilningi, og hann því víða orðinn vandamál í kennslunni? 


mbl.is Ísland í 10.-11. sæti í PISA-rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Ég  óska eigendunum  til hamingju. Svona á að standa að málunum, ekkert væl, bara að bjarga sér, þe. ef nokkur tök eru á. Ég heyrði danska rithöfundinn Jane Aamund segja í sjónvarpinu í kvöld að "fundamental"hugsunin í hennar lífi væri að gera sér grein fyrir að heppnin eltir þann sem er vel undirbúinn. Þetta vona ég að eigi við   þarna á bæ. Hlakka til að bragða afurðirnar. Góða ferð.
mbl.is Ný drykkjarverksmiðja tekur til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði löggan svona ljótt?

Svona athæfi ætti ekki að komast upp með, hvort sem maður er búsettur í Noregi eða ekki. Legg til að sektin verði að minnsta kosti þrefölduð. Aðrir "hrækjarar" gætu tekið þetta upp hjá sér, þegar þeir sjá útsöluverðið  á verknaðinum.
mbl.is Neitaði að segja til nafns og hrækti í andlit lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi?

Hvernig stendur á því að maðurinn getur gengið inn á tvo skemmtistaði með hlaðinn riffil? Ég hélt það væru allsstaðar dyraverðir, sem stöðvuðu svona kújona, eða kölluðu lögregluna til.

Manni verður ekki rótt að vita að það er enginn öruggur, þó hann fari út á lífið  í þeirri góðu trú að hann sé undir alsjáandi vaktarauga vöðvabúntanna sem eru oft við gæslu á veitingahúsum. Etv. voru þessir tveir staðir með einhverja væskla við dyrnar.

En grínlaust, þetta má ekki gerast. Hugsið ykkur hvað hefði getað gerst. Alvarlegast finnst mér að lögreglan þurfti að leita að manninum sem gekk um með hlaðinn riffil og magn af eiturlyfjum, sem segir töluvert um ástandið sem hefði getað skapast.. Hann komst semsagt óáreittur milli staða eftir að einhver tilkynnti hann.

Ein spurning. Er lögreglan í skotheldum vestum til varnar svona löguðu?

 


mbl.is Vopnaður riffli á skemmtistað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsforeldrar, heima og heiman

Þessi söfnum var næstum allra góðra gjalda verð, en að mér læddist aftur og aftur, þar sem ég sat og hlustaði á þennan hráslagalega húmor, að eitthvað mikið vantaði. 

Ég skora því á þá sem treysta sér til, en þeir eru samkvæmt söfnunarfénu allmargir, að líta sér einnig aðeins nær, og leggja inn einhverja upphæð á reikning Fjölskylduhjálpar Íslands eða Mæðrastyrksnefndar núna fyrir jólin. Oft var þörf, en nú er nauðsyn!

Ég hef grun um að margir eigi eftir að ganga með meiri jól í sinni ef þeir deila aðeins með náunganum, og vita af betri jólum hjá íslansku barni. Jólahelgin er jú að mestu leyti hugarástand þess sem upplifir.


mbl.is 5% þjóðarinnar heimsforeldrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drög að Krimma

 

Ég hef alltaf haft gaman að leynilögreglusögum og legg oft miklar pælingar í allskyns fléttur þar að lútandi. Myndi ég skrifa eina slíka í dag segði hún frá  frú Cross, sem vill gerast trúarleiðtogi Íslendinga við aðskilnað ríkis og kirkju.

Hvað er auðveldara en að táldraga óvenjulega sjálfhverfan trúarleiðtoga, undir merkjum ástar og aðdáunar, og sprengja síðan upp hjónaband hans. Hún kynnist heilögum manninum, að eigin áliti,  Mr Cross  í  meðferð, þar sem stólpípur og allskyns hjálpartæki spila stóra rullu,  þannig að almenningur er farinn að kalla fyrirbrigðið "Holy shit". 

 Jæja, þegar þessi athyglissjúka kona er búin að giftast manninum, en hún er ein af þeim sem geta ekki látið tímann skera úr um hvort ævisaga hennar sé áhugaverð fyrir eitthvað annað en sjálfshól, þarf auglýsingu og athygli. Hvað vekur mesta athygli, ja, það er nú það. Vitanlega verður bara að skapa stórskandal. Hún fær slatta af kvenfólki, sem hann er búinn að úthúða, til að bera á hann sakir, sannar eða lognar, Það skiptir engu í þessu tilviki. Hann verður að víkja, hún tekur við um stundarsakir, að sögn, en þá er takmarkinu náð.

 Hann kemst aldrei aftur að, hún er klók kvinnan sú, útsjónarsöm með afbrigðum og kann að nýta sér glundroðann sem skapast þegar bosmalítilli þjóðkirkjunni verður kastað fyrir róða af óánægðum meðlimum hennar, vegna hvers skandalans á fætur öðrum þar á bæ. En samantekt sögunnar yrði sú að tækifærismennska á sér hvergi betur uppdráttar en við óheiðarleika forsvarsmanna hvers kyns trúarbragða, kirkjunnar jafnt sem sértrúarsafnaða. 

Þetta er bara svona smáhugmynd að krimma sem ég geng með í maganum þessa dagana. 

Ef fólki finnst þetta minna á eitthvað í raunveruleikanum, er það auðvitað miður, enda varla hægt að ætlast til þess að einhver hegðaði sér svona, til að gera skáldsögu trúverðuga. Hver myndi vilja hafa svona fólk í samfélaginu?

 

 


Heilsulandið Ísland

 

Ég tek ofan minn andlega hatt fyrir þeim í Vatnavinum. Samtök sem koma með tillögur um betri lífshætti og eflingu heilsu eru það sem við þurfum til að halda uppi ímynd þjóarinnar, bæði inn og út á við. Það fylgir þessari frétt einhver hressilegur ferskleiki sem er gott að sjá í  flóði neikvæðra frétta undanfarinna vikna.  Myrkrið, bæði það sem ríkir í sálum landsmanna og hið árstíðabundna vikur einhvernveginn um stund við lestur fréttarinnar. Þetta lyktar vel! 


mbl.is Heilsulandið Ísland kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólastemmning í Reykjavík

 

Glöggt er gests augað segir einhversstaðar, en mikið asskoti held ég að því förlist í þetta sinn. Jólastemmningin, sú mesta í 10 útvöldum heimsborgum, á að vera í Reykjavík, en einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að það sé innantómt tal, með öllu.

Hvernig mætti það líka vera að borg þar sem allt er í skralli og stór hluti fólks stendur í bónbjargabiðröðum geti verið svona full að jólastemmningu. Við erum þekkt fyrir það Íslendingar að vera allra þjóða hamingjusömust, hverju sem tautar og raular, og núna á einum mesta niðurlægingartíma í sögu þjóðarinnar hef ég fastlega á tilfinningunni að þeir sem mögulega létu blekkjast til að koma og upplifa þessa æðislegu jólastemmningu yrðu fljótir að finna út að bylur hæst í tómri tunnu, eða þannig sko! 


mbl.is Jólastemningin er í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband