Færsluflokkur: Bloggar
7.7.2012 | 01:38
Er gróðahyggjan alveg að fara með landann og haförninn
Hvernig dettur þeim hjá Sæferðum í hug að sækja um leyfi til að trufla örninn á varptímanum., vitandi um hversu viðkvæmt málið er og viðkoman nánast engin orðið. Æskilegra væri að þeir útskýrðu fyrir ferðamönnum hvernig ástandið er, og hjálpa þar með til um skilning almennings á málinu. Þetta mætti gera um leið og þeir benda farþegum á hvali sem spóka sig í kringum Baldur, en það er alloft, og þá er farþegum yfirleitt bent á þá, sem mér finnst alveg frábært.
Mega ekki nálgast arnarhreiður í Breiðafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2012 | 21:56
Ha, hvað, hvernig
Víst er þetta skelfilegt, því það er augljóst að ungt fólk lærir ekki af mistökum annarra og þarf alltof oft að leika töffara með þessum skelfilegu afleiðingum. Ég vona af öllu hjarta að drengurinn haldi skilorðið og öðlist einhverskonar sálarró með tímanum.
Annað er þó sem slær mig við þessa frétt, ef hún er borin saman við dómsuppkvaðninguna yfir manninum sem var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morðtilraun á lögmanni einum hér í bæ. Mönnum er eflaust í ljósu minni þegar maðurinn sem var staddur á lögmannsstofunni vegna 80.000 kr. skuldar, virtist í góðum gír að semja um skuldina, þegar hann tók allt í einu upp hníf og réðist á lögmanninn. Ekki tókst honum þó að drepa hann, en stórslasa.
Fólk er að misnota börnin sín, og misþyrma þeim á ýmsan hátt. Ungu fólki er nauðgað, fólk limlest á götum úti, allt við fremur vægar refsingar. Þyngstu refsingarnar virðast vera þegar peningar eru í spilinu, en manneskjan er heldur léttvæg í dómskerfinu. Maður heyrir varla um dópsala lengur, ekki eru þeir þó komnir innundir?
Spurningin er þessi: Er þyngri dómur, og lögð meiri áhersla á þungan dóm, ef lögmaður á í hlut, jafnvel þó hann bíði ekki bana? Getur verið að lögmenn leggi þyngri áherslur á refsingu ef kollegar þeirra eiga í hlut? Er kannski einhverskonar flokkunarsystem í gangi, og á ég þá við eftir mannvirðingum að áliti lögmanna, eða bara jafnvel hvort á peningingaeign glæppamannsins er horft. Eða liggur þetta misræmi hjá dómurum?
Mér datt þetta svona í hug, því ég botna ekkert í þessu misvægi afbrota og refsinga.
Hjartasár sem hættir ekki að blæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.7.2012 | 21:54
Auglýsing á heimsmælikvarða, allavega í lengd
Tóku áhættu sem borgaði sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.6.2012 | 21:58
Súrefnisskortur?
Ungur maður í vanda á Esju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2012 | 22:06
Vel giftur
Ólafur er ótrúlega vel giftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
26.6.2012 | 23:55
Óhreinar sundlaugar?
Skilaboðin eru þau að völlurinn skuli eingöngu opinn fyrir keppnisgreinar, en ekki almenningi. Honum, almenningi, mun þó vonandi ætlað að fá leyfi háttvirtra yfirvalda vallarins til að kaupa sig inn og berja dýrðina augum, þegar keppni fer fram.
Ég sé að vísu litla ástæðu til að fetta fingur út í þetta, nema þá helst til að fetta fingur út í allt sem borgin gerir, eins og ansi margir aðrir hafa tamið sér, sérstaklega þeir sem leggja óhefta fæð á borgarstjórann okkar, á meðan nægar eru hlaupabrautirnar út frá allflestum sundlaugum. En verða ekki laugarnar óhreinar og óheilnæmar ef sífellt er verið að troða í þær upplýsingum um þessar brautir. Upplýsingarnar hljóta að blotna og eyðileggjast jafnóðum ef þessi frumlega aðferð er notuð, til að koma þeim á framfæri, ikke? Við erum svo rosalega spes Íslendingar.
Laugardalsvöllur ekki fyrir almenning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.6.2012 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2012 | 02:09
Jethro Tull Ian Anderson
Fimm stjörnur til Ian Anderson og félaganna sem eru meðlimir Jethro Tull í dag.
Tónleikarnir í gærkvöldi voru af fyrst gráðu, þrátt fyrir að aldurinn sé aðeins að færast yfir flautusnillinginn Anderson. Hann er líka byrjaður að missa röddina blessaður karlinn, en var með varasöngvara sem þjónaði ýmsu hlutverki á sviðinu, svo sem að fremja þær ömurlegustu sviðshreyfingar og dans sem ég hef séð, ásamt átrúnaðargoðinu mínu Mr. Ian Anderson.
Þegar maður hefur fylgst með karlinum stóran hluta ævinnar, og elskað tónlistina hans, verða hlutirnir einhvernveginn ennþá yndislegri, þegar hann er farinn að eldast, og verða svolítið þungur á sér, en músikin er alltaf jafn tær og frábær. Með aldrinum hefur hann líka fengið nóg af hávaðanum í sjálfum sér og þess vegna verulega dregið úr tónhæðinni, en það aftur á móti dregur verulega úr áhrifamætti tónlistarinnar sem er best þegar rokkfílingurinn fer í gegnum merg og bein og tónhæðin höfð nokkrum desibelum of há.
En, þar sem ég er á sama aldri og rokkarinn, get ég alveg stutt hann í að draga aðeins í land. Innistæðan músiklega er svo ríkuleg, og áhrifin af svona tónleikum eiga eftir að sitja í manni alla tíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.6.2012 | 22:33
Til hvers?
Samkvæmt fréttinni, mætti halda að svona óáran sé leifð annarsstaðar en á Siglufirði, en sem betur fer er það hvergi leyft.
Hvers vegna er ekki hægt að vera svolítið frumlegur og finna upp á einhverju nýju, jafnvel alveg út í hött en frumlegu. Það myndi örugglega auka aðsóknina á viðkomandi stað meira en eitthvert Black Death skilti, sem vísar ekki til neins nema neikvæðni.
Fær ekki að setja upp áfengisauglýsingu á Siglufirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.6.2012 | 00:37
Marokko sem frumkvöðull
Þó vélin sé ekki stór er þetta samt byrjun á einhverju mögulega stækkandi og spennandi. Framþróunin er svo ör að það er aldrei að vita. Að vélin skyldi lenda í Marokko segir sig næstum sjálft því þar er eins og allir vita langstyst milli heimsálfa frá Spáni.
Mér finnst fréttin líka skemmtileg fyrir þær sakir að Marokko var landið sem notað var til að þjálfa upp franskar og enskar áhafnir á Concord þoturnar meðan þær voru í smíðum. Þetta var í kringum 72 eða 73. Ég dvaldi um tíma í Marocco á þessum árum og hitti allmarga úr þessum áhöfnum. Þeir voru allir sammála um að þetta væri stórkostlegt ævintýri og dögun nýs tíma í flugsamgöngum. Nú er sú Snorrabúð stekkur, og róið á önnur mið í flugvélaframleiðslu.
En varmaorkuverið sem á að ganga fyrir sólarorku segir líka töluvert um framsýni Marokkomanna.
Tímamótaferð Solar Impulse | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2012 | 14:07
Hefndargjöf?
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las þessa frétt var hvort söfnuðinum sem hefur fengið afnot af kirkju í einkaeign, alla tíð, bregði ekki við að þurfa að sitja uppi með báknið hér eftir. Það hlýtur að kosta umtalsvert að halda kirkjunni við. Vonandi er kirkjusókn góð og söfnuðurinn samhentur um reksturinn.
Allavega væri sorglegt ef hann springi á limminu og hirti ekki um viðhaldið, sem hlýtur að vera umtalsvert, og byggingin færi að drabbast niður.
Gefa sókninni Grundarkirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)