Til hvers?

Samkvæmt fréttinni, mætti halda að svona óáran sé leifð annarsstaðar en á Siglufirði, en sem betur fer er það hvergi leyft.

Hvers vegna er ekki hægt að vera svolítið frumlegur og finna upp á einhverju nýju, jafnvel alveg út í hött en frumlegu. Það myndi örugglega auka aðsóknina á viðkomandi stað meira en eitthvert Black Death skilti, sem vísar ekki til neins nema neikvæðni.


mbl.is Fær ekki að setja upp áfengisauglýsingu á Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er þessi endalausa fjandans forræðishyggja sem tröllríður öllu í dag.  Að hafa vit fyrir fólki.  Þetta er að verða algjörlega óþolandi satt að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2012 kl. 00:38

2 identicon

Komdu með hugmynd að einhverju frumlegu !

Tryggvi (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 01:43

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er um vörumerki að ræða rétt eins og Thule eða Viking, sem klastrað er upp um alla veggi.  Það er því ansi vafasamt að banna þetta.

Ef þér finnst vörumerkið hinsvegar ekki nógu frumlegt, þá ættirðu að koma með tillögu.  Þetta vörumerki er áratuga gamalt og þekkt umallan heim, enda gerði Valeir það frægt á sínum tíma og framleiddi ýmsar tegundir undir þessu merki í Lúxemburg á sínum tíma.  Vísunin er í okkar góðkunna Svartadauða, eins og brennivínið er kallað. 

Sé ekkert neikvætt við þetta. Örlíti kaldhæðni er ekki ókunnug okkur.  Á miðanum stendur t.d. : Drink in peace. Sem er nú frekar jákvætt.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2012 kl. 04:29

4 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Löginn banna þetta ,það er svo einfalt þá verður að breyta lögunum eigi að leyfa slíkt,annað hvort fara menn eftir þeim lögum sem í gildi eru eða alþingi afnemur þau, það er ekki flóknara en það.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 9.6.2012 kl. 10:07

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er laukrétt sem Guðmundur segir að lögin banna þetta, fyrir utan hvað þetta er óspennandi.

Ekki vil ég nú meina að þetta falli undir vörumerki, en fólk má svo sem kalla það hvað sem það vill mín vegna. Víst gerði Valgeir Svarta dauða eða Black Death frægan í Luxembourg, en um heimsfrægðina efast ég Jón Steinar.

Miðað við hvað Valgeiri gekk vel í Luxembourg forðum, með einstökum frumleika, ætti honum ekki að verða skotaskuld úr því að koma öðru barni á koppinn á Siglufirði, án þess að endurtaka sig, sem er svo óttalega ófrumlegt.

Að ætla mér að bjarga málunum hérna á blogginu er eins og að ætla guði að gera DoctorE trúaðan. Ég er ansi hrædd um að hver verði að vera hvorutveggja, sinn gæfu- og orðasmiður, eða þá að leita til fagmanna, sem taka dálaglegan skilding fyrir slíka vinnu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.6.2012 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband