Marokko sem frumkvöðull

614773[1]

Þó vélin sé ekki stór er þetta samt byrjun á einhverju mögulega stækkandi og spennandi. Framþróunin er svo ör að það er aldrei að vita. Að vélin skyldi lenda í Marokko segir sig næstum sjálft því þar er eins og allir vita langstyst milli heimsálfa frá Spáni.

Mér finnst fréttin líka skemmtileg fyrir þær sakir að Marokko var landið sem notað var til að þjálfa upp franskar og enskar áhafnir á Concord þoturnar meðan þær voru í smíðum. Þetta var í kringum 72 eða 73.  Ég dvaldi um tíma í Marocco á þessum árum og hitti allmarga úr þessum áhöfnum. Þeir voru allir sammála um að þetta væri stórkostlegt ævintýri  og dögun nýs tíma í flugsamgöngum. Nú er sú Snorrabúð stekkur, og róið á önnur mið í flugvélaframleiðslu.

En varmaorkuverið sem á að ganga fyrir sólarorku segir líka töluvert um framsýni Marokkomanna.

TMOF_Concorde_Approach-2_P1


mbl.is Tímamótaferð Solar Impulse
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessu Bergljót mín, svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2012 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband