Jethro Tull Ian Anderson

Fimm stjörnur til Ian Anderson og félaganna sem eru meðlimir Jethro Tull í dag.

Tónleikarnir í gærkvöldi voru af fyrst gráðu, þrátt fyrir að aldurinn sé aðeins að færast yfir flautusnillinginn Anderson. Hann er líka byrjaður að missa röddina blessaður karlinn, en var með varasöngvara sem þjónaði ýmsu hlutverki á sviðinu, svo sem að fremja þær ömurlegustu sviðshreyfingar og dans sem ég hef séð, ásamt átrúnaðargoðinu mínu Mr. Ian Anderson.

Þegar maður hefur fylgst með karlinum stóran hluta ævinnar, og elskað tónlistina hans, verða hlutirnir einhvernveginn ennþá yndislegri, þegar hann er farinn að eldast, og verða svolítið þungur á sér, en músikin er alltaf jafn tær og frábær.  Með aldrinum hefur hann líka fengið nóg af hávaðanum í sjálfum sér og þess vegna verulega dregið úr tónhæðinni, en það aftur á móti dregur verulega úr áhrifamætti tónlistarinnar sem er best þegar rokkfílingurinn fer í gegnum merg og bein og tónhæðin höfð nokkrum desibelum of há.

En, þar sem ég er á sama aldri og rokkarinn, get ég alveg stutt hann í að draga aðeins í land. Innistæðan músiklega er svo ríkuleg, og áhrifin af svona tónleikum eiga eftir að sitja í manni alla tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einmitt á svona stundum sem ég öfunda ykkur þarna á höfuðborgarsvæðinu.  Að missa af öllum svona flottum uppákomum.  En samgleðst þér innilega Bergljót mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2012 kl. 10:14

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er latur að fara á tónleika, fór síðast þegar  John Fogerty, höfuð CCR kom hér um árið. Það var stórkostlegt, ég hefði aldrei fyrirgefið sjálfum mér hefði ég látið það tækifæri fram hjá mér fara. Ég dýrka CCR, fæ aldrei leið á þeim.

Ég eignaðist minn fyrsta plötuspilara 16 ára. Þá fjárfesti ég jafnfarmt  í þremur plötum. Ég man ekki lengur hverjar tvær þeirra voru en sú þriðja var -Thick as a Brick- , albúmið var eins og dagblað. Sú plata er löngu farin forgörðum, hún var spiluð upp til agna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.6.2012 kl. 13:24

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Frábært..og gott að njóta eftir stranga vinnuferð á Bíldudal.

Knús á þig kæra frá okkur báðum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.6.2012 kl. 18:37

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk fyrir það Ásthildur mín.

Ég eignaðist plötuna líka fyrr á tíð, en hún endaði útspiluð eins og þín. Þær liggja eflaust, eins og svo margt annað sem maður gladdist yfir og með, enhversstaðar úti í buskanum.

Annars man ég að sonur minn spurði mjög áhugasamur, ca. 5 ára, hvar er buskinn. Síðan hefur oft hvarflað að manni hversu gaman væri að koma þangað og róta í öllu sem þar væri að finna.

Takk Silla mín, sömuleiðis knús á ykkur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.6.2012 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband