Færsluflokkur: Bloggar

Geðveik hugmynd

Mikið held ég að Pétur Blöndal sé góður maður. Hann hefði viljað fangelsi við höfnina svo gæpamenn þjóðarinnar hefðu sem best úsýni og gætu horft á fólk á næturröltinu bítast og slást, brjóta flöskur og hafa allskyns misjafna starfsemi í gangi.

Þetta myndi eflaust lyfta föngunum á hærra plan, því þeir hefðu fyrir framan sig væntanlegan starfsvettvang, og gætu skipulagt allt út í ystu æsar.

Ekki væri heldur verra hversu stutt væri á veitingastaðina þegar þeir gera stuttar strokutilraunir,  þá gætu þeir hellt í sig nokkrum glösum og keypt sér dópbirgðir, gaman, gaman, því enginn tími færi í að koma sér í sollinn.

Já góður maður Pétur!

Þeir tala oft svona sem eru blindir á menningu og listir, sama af hvaða tagi það er.

Já góður maður Pétur Blöndal, en heldur leiðinlegur. Ég finn verulega til með honum..


mbl.is Hefðum átt að breyta holunni í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynferðislegt ofbeldi?

Er ekki smásjens að manninum hafi brugðið þegar hann kom nakinn út af baðinu og þernan stóð   þarna alveg óvænt. Hefði ég lent í þessu væri fyrsta hugsunin sú að koma viðkomandi út, og fá að klæða mig í friði, jafnvel með því að beita handafli.

Kaninn er ekki bara þekktur fyrir allskyns perraskap, heldur er hann líka þekktur fyrir að bregðast við hverju sem þeir álíta slíkt, af algeru offorsi. Svona fréttir eru ekki til að taka mark á fyrr en þær hafa verið útskýrðar nánar.

Svo eru líka öll samsærin og plottin sem notuð eru til að velta mönnum úr sessi?


mbl.is Forstjóri AGS grunaður um kynferðislega árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilti eða skilti ekki

Það væri forvitnilegt að vita hvaða tilgangi þessi skilti eiga að þjóna. Etv. er þeim ætlað að hægja á umferðinni, en þá eru þau algerlega tilgangslaus.

Ég bý við Njarðargötu sem er aðalbraut og liggur frá Slólavörðuholti niður að Hljómskálagarði. Þetta er íbúðargata og samkv. umferðarskiltum er hámarkshraði 30 km, en hámark þeirra sem fara eftir því er ca. 10%.

Íslendingar virðast svo sjálfstæðir að þeir líta á umferðarskilti eins og hvert annað skraut, en hvarflar ekki að þeim að hlýða fyrirmælunum sem þau gefa. Annaðhvort þarf að gera svona götur þannig úr garði að það sé hreinlega ekki hægt að gera drápstilraunir á íbúunum með hraðaakstri eða hafa stöðugt lögreglueftirlit með tilheyrandi sektum, þar til allir vita af því og hægja á sér.

Lögreglan er bara nokkuð dugleg við að sitja fyrir fólki hér og þar, með blokkina sína og pennann, t.d. við Sæbraut, þar sem alveg er öruggt að flestir fara aðeins yfir skiltahraðann. Þetta er auðvitað ekkert annað en peningasöfnun. Því umferðin þar gengur miklu betur sé hún á jöfnum nokkuð góðum hraða.

Eins eru þeir fastagestir, á horninu þar sem Klapparstígur, Njásgata og Skólavörðustígur mætast, en í öðrum tilgangi þó. Þetta er alveg einstaklega vel valinn staður fyrir pyngjuna, því Klapparstígurinn er einstefna uppeftir, en að honum liggja Grettisgata og Laugavegur.  Um leið og þú ert kominn inn á Klapparstíg fyrir ofan Laugaveg er engin undankomuleið, því Grettisgatan er með öfugri einstefni í báðar áttir, nema fram hjá þessari lögregluvakt sem er þarna öll kvöld um  helgar og stöðvar hvern einasta bíl sem ekur hjá.

Allir verða að blása af afli í áfengismæli þar til lögreglan er ánægð. Ég hef ekki hugmynd um hver eftirtekjan af þessu er, en stundum myndast þarna nokkuð löng röð af bílum. Ef einhver veit upp á sig sök, verður sá hinn sami bara að sitja og skjálfa þar til röðin er komin að honum, því það er engin undankomuleið.

Ég fer þessa leið alla daga, en er hætt að aka hana á kvöldin eftir að hafa lent tvisvar í að blása í  mælinn, orðin illa svekkt á að hanga í röðinni.

En fyrir ykkur þessa sem hafa fengið sér  neðan í því, er löggan semsagt þarna að safna aurum, til að geta þrengt göturnar, svo þið náið ekki að keyra neinn niður. Akið því Klapparstíginn á kvöldin!  


mbl.is „Plastpokaskilti“ verða tekin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar og völd og metingur

Það hafa margar sögur verið í gangi um útrásarvíkingana okkar, svo sem listisiglingar um heimsins höf með miklu partystandi, gleðikonum og allt hvað eina. Peningar skapa jú ríkidæmi og ríkidæmi fylgja völd. Þú getur víst keypt nánast allt fyrir peninga. Ég heyrði í dag ansi skemmtilegan brandara um hvernig valdið getur tekið völdin.

Hjón nokkur forrík og glæsileg sátu saman á veitingahúsi í hádeginu, þegar flott uppfærð ung kona á leið hjá borðinu þeirra. Daman stoppar, heilsar manninum ástúðlega og kyssir hann, sem hann lætur sér vel líka. Þegar hún kveður segir hún svo, hittumst í kvöld elskan.

Hver var þetta spyr konan. Hjákonan mín svarar hann að bragði. Ertu farinn að halda fram hjá mér helv. þitt æpir frúin, ég vil fá skilnað. Éf þú vilt það endilega er það svo sem í lagi mín vegna, svarar sá sem hefur völdin. En mundu bara að skilja eftir öll kreditkortin, bílana, pelsana og skartgripina þegar þú flytur út og auðvitað geturðu ekki notað einkaþotuna lengur.

Heyrðu elskan svarar hún, ég ætla að fyrirgefa þér þetta. Við hljótum að geta haldið áfram eins og áður. Fínt segir hann við höfum það bara svoleiðis.

Í því kemur inn vinur þeirra hjóna, af sama sauðahúsi, ásamt ungri konu sem frúin kannast ekkert við. Með hvaða konu er hann eiginlega, spyr sú sem var nýhætt  við að skilja. Nú þetta er hjákonan hans, svarar maðurinn.

Frúin virðir dömuna fyrir sér smástund og segir svo, Iss,  hún er ekki nærri því eins flott og okkar! 

 


Harpan, Sinfónían, Ashkenazy, Víkingur, kór og einsöngvarar

 

Var að koma heim frá því að upplifa viburð sem er svo einstakur að aldrei gleymist.

Að koma inn í Hörpuna, þó aðeins vanti uppá að hún sé tilbúin, er eins og að koma inn í ævintýraland aritekturs á hæsta plani. Fannst mér hún nú falleg utanfrá, en að koma inn er ekki síðra. Ég tek undir með andstæðingum hússins sem kalla það monthöll, því ég er að springa úr monti.

Tónleikarnir byrjuðu eins og allir sem vilja vita, á verki Þorkels Sigurbjörnssonar, sem var ágætis byrjun,  nokkuð þétt og gott og svolítið "funny."

Síðan kom Greig konsertinn þar sem Víkingur Ólafsson lék einleik með hljómsveitinni. Víkingur tekur verkið bara hreinlega með bravúr, og gerir að sínu, þannig að allt í einu lifnar það við, og verður spennandi aftur.

Þá kom að 9. Beethovens. Guð minn almáttugur, hún var svo dásamleg að ég gleymdi algerlega stund og stað. Ashkenazy stjórnaði þannig að guð almáttugur hlýtur að hafa haldið um aðra höndina á honum og tónskáldið um  hina. Alveg frá fyrstu tónum, þegar risinn er að vakna við sólarupprás eins og einhver frómur maður sagði fyrir löngu, kom þessi fallegi andardráttur í flutninginn, sem ég hef aldrei heyrt nema hjá Furtwängler, og hann hélst allt verkið út.

Þegar cellóin og bassarnir leiddu inn lokakaflann, Óðinn til gleðinnar, hélt ég hreinlega að ég myndi kafna svo fallegt var það.

Kórinn var góður og einsöngvararnir líka, en kórinn var samt betri. Skal tekið fram að þetta er mín upplifun hvað einsöngvarana snertir, heyrðist hreinlega ekki nógu vel í þeim upp á 3ja pall þar sem ég sat, en skánaði þó þegar ég teygði mig eins langt fram og ég gat.

Nú ætla ég bara að skella mér í draumalandið og svífa á æðri vængjum þangað."


Út úr hversdagsleikanum

 

Nú er Harpa komin í notkun og allt virðist vel heppnað. Hljómburðurinn er með því besta sem gerist og öll hönnun fyrsta flokks. Samt heyrast hjáróma raddir hér og þar hérna á blogginu til andmæla.

Við vitum öll að húsið var fokdýrt fyrir utan að kreppan skall á í miðju byggingarferlinu. Mér finnst það hið eina rétta hafi verið að klára húsið í stað þess að láta það grotna niður og láta allt sem búið var að leggja í það fara í súginn.

Þetta hús, nánast fullbúið í dag, verður þvílík lyftistöng fyrir menningarlíf Íslendinga að tilhlökkun er að.

Það er viðurkennd staðreynd að þegar kreppir að blómstrar menningin. Fólk dregur úr ýmissi annarri neyslu, en sækir því betur leikhús, tónleika og ýmsa aðra viðburði af menningarlegum toga.

Það mun útséð að rekstur hússins mun standa undir sér, bókanir berast víða að og framtíðin virðist blasa við þessu óskabarni svo margra samlanda minna.

Því miður er ekki öllum gefið að geta notið þess sem menningarlegt samfélag býður upp á, og meina ég þá að áhugi fyrir slíku er ekki til staðar, eða skilningur til að geta notið þess.

Flestir þeirra sem mótmæla Hörpunni bera fyrir sig kostnaðinn, en það er fullseint í rassinn gripið, því húsið er þarna, alveg stórglæsilegt, og þarna verður völ á hverjum stórviðburðinum á fætur öðrum,  en reksturinn á að standa undir sér.

Mér fyndist að þeir sem hæst hafa í mótmælum sínum ættu að bíða átekta og sjá hverju fram vindur, í stað þess að agnúast, jafnvel bara til að agnúast.

Útlit hússins er umdeilt, en þó fækkar þeim röddum sem finnst það ekki fallegt, enda hefur ekki verið svo auðvelt að sjá hvernig lokaniðurstaðan verður þegar allt er tilbúið bæði hús og lóð. En eins og Shakespeare sagði um árið   "Beauty is in the eye of the beholder" og aldrei hægt að samræma allan smekk, sem betur fer.

Að lokum vil ég óska Íslendingum enn og aftur til hamingju með Hörpu.

Íslandi og íslenskri hámenningu allt.


mbl.is Hrifning á opnunartónleikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harpa í Hörpu - á hörpu

Velkomin Harpa heitir tónverk Þorkels Sigurbjörnssonar sem Harpan nýja glæsilega tónlistarhúsið okkar opnar með. Þetta er einn allsherjar hörpusláttur því nú er líka harpa samkv. gamla mánaðatalinu.

Loksins fáum við glæsilegt tónleikahús, með því besta sem gerist í hljómburði, fyrir utan að húsið er algert listaverk að innan sem utan og á eftir að bera hróður okkar víða um lönd.

Það er enginn vafi á að að hingað munu sækja heimsfrægir listamenn, okkur til ánægju, fyrir utan að það mun það örugglega auka ferðamannastraum þeirra sem vilja sækja hér tónleika og ráðstefnur.

Ég er svo heppin að hafa fengið miða á tónleikana á föstudagskvöldið og hlakka til eins og lítið barn sem hlakkar til jólanna.

Til hamingju Íslendingar!


Hundur og hótel

Það er ákaflega vel skiljanlegt að eigandinn vilji ekki afhenda hundinn, þar sem til stendur að aflífa hann. Svo er annað mál hvort hægt sé að kalla hundinn þýfi, nema þá helst af því að lögreglan lagði hald á hann í upphafi.

Þá sýnist mér bara að þjófar eða þjófur hafi stolið frá þjófi eða þjófum og nú verða bara fyrri brottnámsmenn (eða þjófar) að stela hundinum aftur.  

Veit einhver hvers vegna hundurinn glefsaði í konuna og hvort það var svo alvarlegt að dauðarefsing liggi við fyrir veslins skepnuna?

Þetta virðist ekki lengur snúast um annað en hver stal hundinum, en hvernig væri að athuga á hvaða hátt hann komst norður í land.

Að síðustu, er konan slösuð eða bara léttglefsuð og hvað skyldi henni fiinnast um alla þessa vitleysu?

Undarlegt að setja hundinn fyrst á hótel og ætla síðan að kála honum. Þetta minnir mest á þá Al Capone og félaga


mbl.is Tíkin fundin en ekki afhent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af sýningu

Beggó+008..[1]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Beggó+001..[1] 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir frá sýningaropnuninni, teknar af Sigurbjörgu Eiríksdóttur (Sillu) bloggvinkonu minni sem kom ásamt eiginmanni sínum og þau tóku fullt af myndum. Efri myndin er af okkur Sillu, tekin nokkrum mín. eftir að við hittumst í fyrsta skipti, en það urðu miklir fagnaðarfundir. Það verður að viðurkennast að við erum alveg fjallmyndarlegar hvor í sínu lagi og ekki verri saman.

Hin myndin er af íbyggnum sýningargesti, sem skoðaði allt vandlega áður en hann festi kaup á einu verkanna á sýningunni. 


Neyðarblys og forseti ASÍ

Fyrir utan að vera friðsamleg aðgerð getur eitt lítið neyðarblys sagt svo miklu meira en mörg stór orð. Vonandi skilja þeir sem skilaboðin voru send til hvað þetta þýddi og vonandi sér forseti ASÍ með sínum hálfblindu augum hvað svona skilaboð innihalda til hans.

Mér finnst hann og, taka frídag verkalýðsins of hátíðlega. Fer bara í frí líka, og finnst eflaust að öllum hljóti að vera skemmt. Að mínu viti er hann bara gunga.


mbl.is Kveikti á neyðarblysi við ræðupallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband