Færsluflokkur: Bloggar
1.5.2011 | 23:08
Skin og skúrir
Í gær var aftur á móti mikill gleðidagur þegar ég opnaði sýninguna mína á Mosaik í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Það var góð aðsókn og mikið gladdi það mig að sjá marga gamla vini og ættingja mætta á svæðið. Fólk gerði yfirleitt góðan róm að sýningunni og ég stóð þarna blóðrjóð af gleði.Tekið skal fram að sýningin mun standa til 25. maí.
Í dag var svo barnabarnið mitt hann Rúnar Breki fermdur í Hallgrímskirkju og síðan var kaffisamsæti par exelence á eftir.
Það er ótrúlega erfitt samt að vera glaður í kjölfarið á sorginni og svo aftur sorgmæddur þegar gleðin tekur völdin. Tilfinningarnar fara allar út og suður og maður fær eins og einhverskonar tilfinningu um að maður sé að bregðast einhverju eða einhverjum án þess að það hafi nokkurntímann verið markmiðið. Sorgarviðbrögðin skyggja á gleðina og gleðin einginlega líka aðeins á sorgina. Nóg um það.
Það er skrítið að vakna upp 1. maí með snjó og slabb á götunum á þessum hátíðisdegi verkalýðsins, eiginlega algerlega óverðskuldað. Fólki sem þarf að standa í eilífri baráttu fyrir mannsæmandi kjörum, svo maður tali ekki um atvinnu finnst mér að almættið eigi að senda uppörvandi veður, en ekki svona grámyglu hversdagsleikans, nógu er nú ástandið slæmt fyrir.
Ég sendi þeim sem í baráttunni standa baráttukveðjur og vona frá innstu hjartans rótum að ástandið fari að batna, því það þarf að vera lágmargskrafa að atvinnubært fólk fái vinnu við sitt hæfi, og geti lifað í reisn þó í guðsvoluðu, um þessar mundir, samfélagi sé.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2011 | 09:09
Loksins!
Í dag kl. 14.00 opnar sýningin mín Mosaik í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Duóið Heima, sem er nýjasti smellurinn, mun syngja og leika nokkur lög fyrir gesti upp úr kl. 15.00. Sýningin samanstendur af skálum sem geta líka verið veggplattar, speglum ýmiskonar og taflborðum, ásamt myndum. Efniviðurinn er steint gler, leirflísar og leirtau.
Allir sem þetta lesa eru velkomnir, en sýningin mun standa í mánuð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.4.2011 | 17:53
Fyrirmyndarmaður á balli?
Hann var sannarlega óheppinn að fá ekki skepnulegu eðli sínu betri útrás, með því að hamst við að berja ranga konu og draga á hárinu. E.t.v. gengur honum betur næst, úr því hann er ekki á bakvið lás og slá þar sem svona kújonar eru best geymdir.
Hver sem konan er, hans eigin eða aðrar, held ég að þetta sé enginn skemmtibónus venjulegu fólki sem fer á ball til að skemmta sér á eðlilegan íslenskan máta, sem þó getur endað með ósköpum af þessu tagi meðan svona menn ganga lausir.
Fór konuvillt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.4.2011 | 12:49
Föstudagurinn langi.
Ég man þá tíð þegar ég var lítil stelpa að varla mátti anda á þessum degi svo heilagur var hann. Ég var klár á að hann væri lengsti dagur ársins, enda benti nafnið til þess, og hann var svo endalaust leiðinlegur. Að vísu stalst maður afsíðis til að brosa væri þess þörf, en tilefnin voru nú aldeilis ekki mörg. Ég efast um að maður hefði haft það af hefði vitneskjan um tilvonandi páskaegg ekki verið fyrir hendi.
Í gömlu gufunni hljómaði yfirleitt þung klassisk sorgartónlist og ýmis meiriháttar stórvirki gömlu meistaranna á því sviði, en mikið rosalega kunni ég lítið að meta það í þá daga. Mér datt þetta svona í hug þar sem ég var að kveikja á útvarpinu og þar hljómar yndisleg Bach píanótónlist sem vekur með mér sannan gleðihroll. Eins gott að ég er ekki barn ennþá, því þá átti maður helst að vera sorgbitinn allan daginn og fátt til að gleðjast yfir.
Eins og allir vita tekur fólk, aðallega karlmenn í austrinu, upp á ýmsum furðulegum tiltækjum á þessum degi, eins og að láta krossfesta sig til að minnast pínu frelsarans. Sumir láta gera það ár eftir ár, en það imponerar mig ekkert, því það læðist næstum að mér sá grunur að þetta verði að einhverri "perralegri" áráttu, eða athyglissýki. E.t.v. eru þessir menn bara að reyna að sanna að Kristur hafi svo auðveldlega getað sloppið lifandi af krossinum, en ef svo er berast raddir þeirra ekki út um heim. Það væri þokkalegt ef þessar sjálfspyndingar yrðu til að umbylta kristnisögunni.
Það besta við þennan dag í nútímanum er einmitt tónlistarflutningur gömlu gufunnar sem mér leiddist svo endalaust áður en ég lærði að hlusta og gleðjast. Þar eru einmitt forsendurnar fyrir að setjast niður og hugleiða framgang mannkyns þá og nú.
Ég er heittrúuð á það góða í fari manna og aðhyllist krisna siðfræði, svo og alla aðra siðfræði sem boðar kærleika og frið meðal okkar jarðarbúa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.4.2011 | 12:56
Skandall
Í fréttum ríkisútvarpsins í gærkvöldi var sagt frá máli 12 ára stúlkubarns sem fregnir herma að hafi að öllum líkindum sætt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður sína, frá fjögurra ára aldri í hið minnsta, eða í átta ár.
Fyrsta kæran um meinta kynferðislega áreitni kom fram þegar stúlkan var fjögurra ára, en síðan hafa komið reglulega þrjár kærur til viðbótar, bæði um líkamlegar meiðingar og misnotkoun. Tekið var fram að oft stórsá á henni. Það var aldrei gert neitt í málinu barninu til bjargar og hún látin búa áfram á heimili sínu, ef heimili skyldi kalla, í öll þessi ár, þar til nú að hún er komin í tímabundið fóstur til föður síns.
Stúlkan er sögð illa farin eftir sitt stutta líf , en loksins nú voru mál mannsins dómtekin fyrir héraðsdómi og hann dæmdur fyrir "þessi níðingsverk drullusokks" (mín orð). Síðan gerist það að okkar "virðulegi hæstiréttur" sýknar manninn, vegna þess að þeir háu herrar segja vera skort á sönnunum.
Þessi frétt hafði þvílík áhrif á mig að ég get engan veginn verið. Hvar voru barnaverndayfirvöld í öll þessi ár og hvar voru lögreglan og dómsmálayfirvöld. Stúlkan er sögð trúverðug í framburði sínum, enda varla á færi 12 ára barns sem ekki hefur verið misþyrmt að ljúga upp svona ásökunum í smáatriðum.
Nú er hún eins og áður sagði undir tímabundinni vernd blóðföður síns, en hvað tekur svo við? Verður hún aftur sett í forsjá móður sem hefur látið þessa hrottalegu meðferð á barninu viðgangast í allan þennan tíma? Illvirkinn gengur laus og örugglega ekki með áform um að láta barnið "sleppa svona auðveldlega" án frekari perraskaps og barsmíða.
Það voru skólasystur hennar sem töluðu við hjúkrunarfræðing skólans og áttu upphaf að kærunni, eftir að hún hafði sagt einni þeirra sögu sína. Okkur er uppálagt, með réttu, að líta ekki fram hjá svona málum og tilkynna þau yfirvöldum. En hvað gera svo yfirvöld? Í þessu máli ekkert, fyrr en eftir átta ár og svo kemur hæstiréttur með sína "high brow" niðurstöðu.
Mér sýnist á öllu að það þurfi líka að koma móðurinni til hjálpar, engin almennileg manneskja lætur fara svona með barnið sitt, nema eitthvað mikið sé að henni. Hvað verður síðan um barnið þegar þessari tímabundnu vist hjá föður hennar lýkur. Á að senda hana heim til þessa viðbjóðs og greinilega sjúkrar móður?
Hvers vegna minnist mbl.is ekkert á þetta?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2011 | 02:37
Ja hérna hér
Ég fékk aldrei þessu vant alveg bráðsnjalla hugmynd að nýju bloggi, eða réttara sagt frásögn sem mér fannst svo upplagt að deila með öðrum, að ég settist við tölvuna, núna löngu eftir miðnætti til að koma þessum sannindum á prent.
Þegar ég opnaði síðuna, blasti við mér að að ég var búin að gleyma mínu nýja, langa og flotta lykilorði. Jú, jú þetta er auðvelt öllu venjulegu fólki, en ég var bæði búin að gleyma og týna því. Bað því um nýtt, sem stóð svo sem ekki á, svona með því veseni sem því fylgir. En eftir þessa röskun, alveg tilbúin að birta landslýð frábærar hugsanir mínar, var "issuið" bara týnt og kollurinn alveg gjörsamlega tómur, það er svo sem ekki við neinn að sakast, hann er það oftast.
En þetta minnir mig á þegar yngsta dóttir mín, barn að aldri, var svo södd að hún gat ekki með nokkru móti klárað matinn sinn. Ég spurði, nú, þú hefur þá enga lyst á ísnum sem er í eftirmat? Mamma mín var svarið, matarhólfið er fullt, en íshólfið alveg galtómt. Það er allavega gott að vita að krakkinn, sem nú er fliott kona, var og er bara ansi klár.
Nú líður að páskum, sem ég get upplýst um að eru fyrsta sunnudag, eftir fyrsta fullt tungl, eftir vorjafndægur. Hvernig ég öðlaðist þessa vitneskju er löngu gleymt, en þar sem það vefst fyrir mörgum hvers vegna páskana ber ekki alltaf upp á sama dag ársins gæti þessi skýring mín komið að haldi.
Svo er annað mál að ef þetta væri ekki hugsað svona, yrði skírdagur etv. á mánudegi, föstudagurinn langi á þriðjudegi o.s.frv. Hætt er við að mörgum fyndist undarlegt að hafa páskadag á fimmtudegi, þó auðvitað myndi það lengja páskafríð á stundumi. Þá kæmi annar í páskum á föstudegi og svo helgin í kjölfarið.
En þar myndu krosstré bregðast svo sem önnur tré, því þá kæmi það sama upp á og á jólum, að þeir yrðu annaðhvort allt of langir, eða alltof stuttir.
Ég man varla eftri þeim jólum sem allir hafa verið ánægðir með, ýmist alltof stutt eða alltof löng. Páskarnir, þessi flökkukind eru alltaf á sínum stað, eða réttara sagt dögum, þó dagsetningarnar breytist. Mér virðist það eina sem við gætum gert til að breyta þessu páskaflakki væri bara hreinlega að skjóta tunglið niður. Það á ekkert með að vera fullt á þeim tímum sem okkur henta ekki í kringum vorjafndægur. Að vísu byði ég ekki í afleiðingarnar.
Held ég hætti þessu bulli og komi mér í háttinn, en þessi frábæra hugmynd sem ég fékk, held ég að sé glötuð að eilífu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.4.2011 | 13:54
Jákvæðni eða neikvæðni
Sem betur fer hafa Íslendingar ekki tapað bjartsýninni þrátt fyrir bölmóð og svartsýni margra þeirra sem hæst hafa. Við mældumst jú hamingjusamasta þjóð í heimi, svo lengi að mörgum fannst nóg um.
Takist að koma efnahagskerfinu endurbættu á koppinn aftur, og fjórflokkakerfinu frá, er fátt sem getur komið í veg fyrir að sú hamingja stingi sér niður aftur og fólk gangi hér um "með bros á vör, en berjandi þó lóminn" svona einstöku sinnum.
Við eigum gnægð af hreinu vatni og landi, húsakostur er almennt mjög góður, heilsufar og hár aldur segir sitt, og hreina loftið er líklega eitt af því besta sem gerist á byggðu bóli.
Nú segir ánægjuvogin að 83% Íslendinga hafi upplifað góða hluti á árinu, svo nú er kominn tími til að fyrirgefa og sameinast, og endilega halda líka áfram þjóðaríþróttinni að karpa um allt og alla, annars yrði allt svo leiðinlegt í komandi góðæri. En það, góðærið, er algerlega undir okkur sjálfum komið.
Jákvæð upplifun á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2011 | 23:18
Og hvað svo?
Núna eftir úrslit kosninganna vrðist hver höndin upp á móti annarri á þingi, og nú ætllar blessaður drengurinn í Sjálfstæðisflokknum að reyna að koma Jóhönnu og co. frá, og Sigmundur Framsóknarmaður alveg æstur eins og allir Framsóknarmenn að komast að til að ota sínum tota. Meira að segja farið að tísta í Sif, en það er allt í lagi, hún hefur hvort eð er aldrei gert annað en að tísta, ef hún er þá ekki veifandi löppunum uppi á borði.
Að öllu jöfnu væri mér svo sem sama, en guð minn almáttugur, hvað er sjálfstæðis drengurinn að reyna, þetta eru einhverjir klaufalegustu tilburðir til að fela mistök sem ég hef séð í langan tíma.Ég held að hann ætti bara að skríða undir sæng og hugsa ráð sitt aðeins, áður en hann fer að agnúast út í einn eða neinn. Þetta er hallærislegra en tárum taki. Hefur einhver trú á þessum manni?
Nóg um það. Nú er bara að bíða og sjá hverju framvindur í samfélaginu, innanlands, sem og í samskiptum okkar við alla þessa Icesave kröfuhafa, sem virðast ekkert ætla að láta í minni pokann fyrir svona "stórþjóð" eins og Íslendingum. Gott mál að þjóðin hafi haft meirihluta í að láta ekki kúga sig.
Vorið er vonandi á næsta leiti með öllu sínu dirrindíi, grænum grösum og blómum í haga. Það er virkilegt tilhlökkunarefni öllum, eftir óvenjulega leiðinlegan vetur með myrkri stjórnmálanna svífandi yfir vötnunum. Mikið væri nú æðislegt ef það væri bara hægt að setja inn forrit sem leysti þetta allt og myndi svo stjóna landinu í framtíðinni. Ekkert rex og pex, ekkert svindl og svínarí. Útopía bara mætt á svæðið og við myndum líklega svífa um hálf náttúru- og verkefnalaus, líklega hundleið.
Ja, það er nú það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2011 | 20:54
Til Björns Birgissonar
Bíttu, og þá byrjar ballið...
Ég ætla að tileinka þessa mynd Birni Birgissyni, sem segist hættur að blogga, og mér finnst mikill missir að. Þakka þér fyrir bloggin þín Björn minn og vona ég að þú sjáir að þér fljótlega. Það vantar fleiri svona karla sem ískrar virkilega í hérna á moggabloggið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.4.2011 | 22:45
Jákvæðni er lausnin
Að afstöðnum kosningum um þetta hitamál, þar sem óyggjandi niðurstaða um vilja almennings í landinu er fengin, finnst mér kominn tími til að þjóðin sameinist í því að leysa vandann eins fljótt og skynsamlega og auðið er.
Bloggheimur mbl. logar í kjölfar þessa blaðamannafundar foreta lýðveldisins, og finnst hverjum sitt.
En eitt það ömurlegasta sem mér finnst koma þar fram eru árásir á forsetann, þar sem fólk er að blanda saman einkalífi forsetans og störfum hans sem slíks. Þetta eru hlutir sem eginn kærir sig um, hvort heldur þeir eru já eða nei sinnar, lágmarkskrafan hlýtur að vera sú að bæði við, og forsetinn fáum að hafa okkkar einkalíf í friði.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur reynst okkur dugmikill og farsæll í forstetatíð sinni.
Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)