31.10.2011 | 07:02
Náttúruflutningar?
Við erum þannig stödd í okkar gegnspillta og ósanngjarna samfélagi að við erum meira að segja farin að geta séð hvernig leðjan bullsýður í kötlum andskotans, en þeir komust á þurrt eftir hrunið. Hrunið sem var svo stórkostlegt að sjálft Kleifarvatn hvarf bara með kurt og pí.
Hvað gerum við ef náttúruperlurnar okkar taka nú allar upp á því að hverfa, hver af annarri, ja svona rétt eins og þjóðarauðurinn? Ef til vill dúkkar Kleifarvatn bara upp á Cayman Islands, eða annarri viðlíka Paradís íslenskra misindisauðmanna. Þeir geta aldeilis notið lífsins, og mörlandinn er ekkert að þvælast fyrir þeim við vatnið, hvorki á bökkunum, né í bönkunum.
Hverasvæðið við Kleifarvatn vinsælt meðal ferðamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2011 | 12:42
Að hugsa sér
Þetta er stórkostlegt. Komin röð og regla á hlutina. Ferjan siglir í skjóli myrkurs inn í höfnina svo enginn sjái ef ekki gengur alveg að óskum. Þó skal allur vari hafður á og haft samband við útgerðina, ef ekki hefur tekist að dýpka nóg yfir daginn, eða vindátt breyst..
Þetta virðist ágætis fyrirkomulag, þó dýrt sé, ef ég skil rétt. Moka og moka alla daga, þegar gefur til þess, renna sér svo inn fyrir nóttina, og auðvitað út aftur, svo ekki sitji fleyið fast að morgni.
Herjólfur siglir í Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.10.2011 | 19:52
Björk
Fann þessa mynd í pússi mínu, en hana tók ég í Flórens fyrir nokkrum árum. Myndefnið vakti athygli mína því þarna átti Björk hlut að máli og ég var endalaust stolt af því að það var uppselt hjá henni, en ekki Pavarotti. Samt var það nú svo að það var mánuði styttra í hans tónleika.
Björku þekki ég ekkert, en hef hitt hana tvisvar á ævinni, en það var fyrir ansi mörgum árum og hún líklega verið fimmtán ára eða svo.
Málavextir voru þeir að ég var framkvæmdastjóri Hlaðvarpans heitins, en við leigðum út mismunandi stóra sali fyrir ýmisskonar viðburði.
Þar sem ég sat við vinnu mína að berjast við að láta bókhaldið ganga upp, var bankað létt á dyrnar og inn gekk þessi óvenjulega unga stúlka, skal getið að ártalið var ca. 1984-5.
Hún heilsaði kurteysislega, og mér varð örugglega starsýnt á, því hún var vægast sagt óvenjulega klædd fyrir þennan tíma. Æpandi ljósgrasgrænt pils úr tjulli sást undan hálfsíðum leðurjakka, brúnum. Skórnir voru óreimaðir brúnir reimaklossar, nokkuð vel við vöxt, að mig minnir, og þykkir sokkar héngu á leggjunum, a la Lína Langsokkur.
Þessi furðulegi en fallegi unglingur spurði hvort hægt væri að leigja sal fyrir myndlistarsýningu. Jú jú, ég sagði svo vera og sýndi henni hvað í boði væri, eftir að hún hafði sagt mér að amma sín sem væri myndlistarmaður, ætti afmæli á næstunni, og hana langaði til að gefa henni salinn, í mánuð fyrir sýningu á verkum hennar. Þetta var allt frágengið og bókað og þegar stelpan gekk út fylgdi henni einhver ára sjálfstrausts og ánægju með lífið, allavega þá stundina.
Í seinna skiptið sem ég sá hana, var hún ekki eins ánægð, því amma var eitthvað feimin og treysti sér ekki í þetta. Hún kom til að segja mér þetta og biðjast afsökunar á því að hafa tekið upp tíma minn.
Eftir þetta hef ég alltaf fylgst með Björku. Mig minnir að hún hafi verið í Tappa Tíkarrassi eða kannski Purkinum, á þessum tíma, en ekkert sem hún hefur gert síðan hefur farið framhjá mér.
Stúlkan sú er sigurvegari, algerlega af eigin verðleikum og líklega þekktust allra Íslendinga fyrr og síðar.
Þegar ég sat á frumsýningu Töfraflautunnar um daginn og sýndist hárkollumeistarinn hafa stolið hárkollu Bjarkar og skellt henni á Næturdrottninguna, óskaði ég þess innilega að Björk hefði uppgötvað þetta, kæmi askvaðandi með sinni rögg, og þrifi hárið af henni, og ég fengi að sjá hana svona rétt í svip, því Björk var með tónleika í Hörpunni á sama tíma.
E.t.v. auðnast mér að sjá hana á sviði, einhvern tímann á næstunni, hver veit?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2011 | 14:45
Sá er góður....
með sig, og ruddalegur. Ég ætla bara að vona að enginn taki undir með honum og láti ESB gleypa okkur með húð og hári. Hann virkar eins og sölumaður, sem er að akitera fyrir lélegri vöru.
Sameiginleg sturlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2011 | 10:50
Skemmtileg tónlist
Dúettinn Heima, en hann skipa Elín og Rúnar. Lagið er tekið upp live á tónleikum núna nýlega
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.10.2011 | 08:24
Áfram, enn og aftur, alveg endalaust
Hvernig ætti þeim að detta í hug, að hætta að leika leikinn sem gefur svo mikið í aðra hönd, þegar ekkert er gert til að stöðva þetta, og allir sitja á sínum sæta rassi og bíða eftir að allt fari til andskotans.
Ríkisstjórnin fórnar öllu til að komast inn í ESB og hefur ekki séð neitt annað hingað til, þannig að þaðan er engra úrræða að vænta gagnvart okkar margslungna svikarapakki, sem kemst upp með allt sem það vill.
Það verður ekkert gaman hjá þessum mönnum þegar heimskreppan, sem þeir leggjast allir á eitt með að valda, skellur á og þeir eiga ekki fyrir mat til að borða í fínu verðlausu húsunum sínum, og bílarnir standa ónotaðir af því það vantar aur fyrir bensíni. Enginn hefur ráð á að kaupa af þeim svikamilluna og þeir sitja uppi með verðlaust drasl, en það breytast eignirnar í. Það borðar enginn með silfurskeið þegar ekkert er á diskunum og garnirnar gaula, það eitt er víst
E.t.v. væri helst til bjargar, að kenna þessu dóti öllu almenna siðfræði, og hamra hana þannig inn að hugarfarsbreyting verði á. Nei, nei það er víst fyrir löngu allt of seint. Púff!
Veitti Astraeus hluthafalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2011 | 09:48
Eins dauði annars brauð
Þetta er harður heimur, og þegar einhver ætlar að byggja á rústum þess sem ekki hefur ennþá tekið síðasta andvarpið, er ekki von á góðu. Fólk vill fá að hafa sína dauðakippi í friði.
Um trúverðugleika Matth. Imsland verða verða dómsvöld að skera.
Megi sá betri vinna, þó svo ég hafi litla trú á að Pálmi Haraldsson sé fær um að gera neitt með góðmennsku og réttlæti að vopni.
Krefst lögbanns á starfsemi fyrrum forstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2011 | 00:46
Iðrun?
Mikið vildi ég óska að þetta hefði verið afsögn ríkisstjórnarinnar.
Harmar afsögn stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.10.2011 | 14:12
Þetta slær næstum öllu við
En þó ekki Guðmundar og Geirfinnsmálunum. Þetta sýnir hreinan sofandahátt og stórkostlega vanrækslu í starfi, en G og G málin virðast afturámóti sýna hvernig farið var offari til að knýja fram, að því virðist kolranga niðurstöðu, og þar með að valda óendanlegri hjartasorg þeirra sem áttu hlut að máli, og allra aðstandenda þeirra.
179 stungur sagðar vera sjálfsmorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2011 | 10:35
Flott flugvöllur
Þak fauk af flugvelli í Algarve | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)