Blogg er skrýtin skepna...

nýja+094[1]

 

..... Þú færð vissa útrás fyrir huganir þínar, svo ekki sé minnst á að taka þátt í þjóðmálaumræðunni, ja svona eins eins og þér er unnt, og í versta tilviki að þenja þig á fullu á móti þeim sem þú ert ósammála. Ég er búin að eiga endalausar ánægjustundir við að reyna að æsa upp fólk, bæði á minni síðu og þeirra, jafnvel þó svo að ég vilji engum illt í því tilliti.

En stundum fara hlutirnir aðeins úr böndunum og það tek ég nærri mér á tíðum, það er þó að ég held, vegna þess að fólk misskilur, gerir manni upp skoðanir og  hugsanir, sem mér hefur blásaklausri oft þótt afleitt og sumir, oftast þeir nafnlausu skáka í skjóli hinna og ausa yfir mann óhróðrinýja+096[1] (2)Við Gunni með taflið

Annað allmiklu skemmtilegra fylgir blogginu og það eru bloggvinirnir. Einn slíkur er Axel Jóhann Axelsson, sem var minn fyrsti og leiðbeindi mér í gegnum ferlð sem fylgir því að eignast bloggvin. Ég óð inn í bloggheima, reif kjaft sem mest ég mátti, en fékk engin svör, því enginn var að lesa það sem ég skrifaði.

 Ég var alltaf að bögga Axel af litlu viti, og töluverðri óbilgirni. Hann svaraði mér einarðlega út frá sínu sjónarmiði  en það varð til þess að ég spurði hann um kerfið  og hvort hann væri tilí að leiða mig í gegnum það. Augnabliki síðar var svarið komið, með öllum útlistingum um hvernig hlutirnir gengju fyrir sig á moggablogginu og vinarbeiðni.

Við Axel höfum eldað töluvert silfur saman, en aldrei virkilega grátt, því maðurinn er sjentilmaður og mér þykir virkilega vænt um hann þó hann sé alveg vonlaus íhaldsmaður :)

Síðan þetta var hef ég eignast marga bloggvini, rifið stólpakjaft á hinum ýmsu síðum, og haft bæði gagn og gaman af. Það þýðir ekkert að tjá sig nema á réttum forsendum sé um alvarlegri mál að ræða, en þar sem alltaf er stutt í bullið og einhverskonar grín hjá mér, finnst eflaust mörgum ég gjörsamlega vonlaus. Svona er ég bara , barnabörnin mín elska mig fyrir hversu skrítin ég er og það gerir maðurinn minn líka.

Besta afurðin af bloggvináttu eru samt Silla og Gunni. Við  Silla fundum einhverntímann rétta flötinn á hvor annarri hérna á blogginu og bloggvináttuferlið fór í gang.

Ég var að vinna á fullu við mósaikgerð, sem er ansans ári seinlegt listform þó þó ekki sé meira sagt, því  það stóð til að halda sýningu. Silla sýndi sýningunni  og mér mikinn áhuga, og sagðist strax myndu koma á hana.  Jú, jú það leið og beið og í fylligu tímans  sendi ég henni boðskort , ásamt öllum bloggvinum sem ég átti á þeim tíma.

Því miður var Silla sú eina sem sá sér fært að koma, en það gerði ekkert til því koma Sillu í salinn var eins og fallegt ljóð. Allt í einu stóð þessi glæsilega kona fyrir framan mig , með fallega blómaskreytingu í höndunum,  og sagði Beggó, og ég sagði Silla. Þar með féllumst við mjög dramatískt í faðma og höfum verið alvöru vinkonur síðan.

Silla tók líka upp á þeim fjára að vilja endilega eignast mynd eftir mig, og þá kemur Gunnars þáttur hins góða til sögunnar.  Silla átti afmæli einhverntímann í kjölfar sýningarinnar og gat bara ekki hugsað sér að fá neitt annað en mynd eftir mig í afmælisgjöf, en myndin sú er af Björgólfi Thor Björgólfssyni starandi á stórt gullepli, með taflborð í bakgrunni, staddan við skilnings jólatré góðs og ills, með kyrkislöngu um hálsinn, í fínu fötunum af pabba. Kyrkislangan hvíslar í eyrað á honum – Bíttu nú og þá byrjar ballið.

En bloggvinátta er ekki svona einföld, því Sillu fylgir Gunni.  Gunni er mikill áhugamaður um skák og líka stærðfræði. Hann eyddi löngum tíma í að reikna út hvernig Riddari á taflborði  gæti gengið sinn rétta manngang, komið við á hverjum einasta reit á borðinu,  en aðeins einu sinni og síðan ekki söguna meir. Þegar hann var búinn að leysa þetta kom út mynstur sem minnir á tvo riddara og inni í þeim stitja tveir menn að tafli.

Þegar ég var boðin heim til þeirra hjóna til að sjá hvernig Björgólfi liði, eins og mér væri ekki sama, en myndin var í góðum höndum, sýndi Gunni mér þetta afkvæmi sitt, sem hann langaði til að láta útfæra á einhvern hátt í gler, spurði hvort ég áliti að það væri hægt. Hann hafði þreifað fyrir sér með þetta, án árangurs og niðurstaðan var sú að það væri ekki hægt.

Ég ætla að stytta mál mitt, svo það sofni enginn yfir lesningunni. Ég leysti málið, gerði myndina fyrir Gunna, með tvennskonar tækni, og þar með eignuðumst við hvort annað að kærum vini líka, blogglaust, en samt allt Sillu að þakka. Gunni er þvílíkur orkubolti og heiðursmaður að hann er búinn að koma hingað og smíða fyrir okkur þröskuld, lána okkur lyftu til að mála undir húsmæninum, og þettikantarnir meðfram úthurðinni eru a la Gunni og svo hefur hann svo góða nærveru að fátítt er. Í kvöld buðu þessi yndislegu hjón okkur í leikhúsið í Gamla bíói, Laddi og Edda Börgvins.  Svona skemmtileg leiksýning með þessu frábæra fólki er eitthvað til að minnast lengi.

Takk fyrir okkur!

,


Vegamót

Umferðarmerkingar á þessum vegamótum eiga að verða skiljanlegri ökumönnum, þegar framkvæmdum lýkur, en það er næsta vor segja þeir sem verkinu stjórna.

Þar sem dimmasti árstíminn er framundan, og allra veðra von, verður fyrsta hugsun þess sem les þetta, ósjálfrátt, hversu margir skyldu verða að deyja, eða stórslasast  á þessum tíma.

Er ekki kominn tími til að skilja að slysin gerast ekki af sjálfu sér, þeim er valdið. Slys hefur aldrei nokkurn tímann gerst bara sí svona. Það er alltaf ástæða, og einhver ber ábyrgðina.

 Er þá ekki kominn tími til að skilja að götumerkingar sem eru á sínum sjálfsagða stað og  geta sparað mannslíf og e.t.v. mörg. Ef það á að reikna þetta úr í verðmætum getur hver heilvita maður séð að þarna er verið að spara smáaura miðað við mannslífin og annað tjón sem getur orðið við slys, líkamlegt og fjárhagslegt.


mbl.is Ruglingsleg vegamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næturdrottningin

Fann á netinu link sem heitir timarit.is og rakst þá á þessa grein frá 2001 í DV,  en hún er eftir dóttur mína Elínu J Óafsdóttur.

Þar sem ég hef tekið þátt í umræðum hérna á blogginu um hvort fólk eigi að vera feitt eða mjótt,  og er nýbúin að vitna í Einræður Starkaðar eftir Einar Ben. datt mér í hug að sameina þetta allt, og niðurstaðan er sú að fólk á auðvitað fullan rétt á að vera eins og það er, hafa sínar skoðanir, langanir og þrár,  feitt eða mjótt, gult, rautt, grænt eða blátt, kommar og hommar. Að vera manneskja skiptir öllu, ekki holdarfar. Hér kemur sem sagt hluti þessa frábæra ljóðs Einars, ásamt greininni Elínar.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.

Þel getur snúist við atorð eitt.
 
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.

Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Myrkur í ljósi

Laugardagur, pabbahelgi. Ég er að fara út í kvöld með vinkonum mínum, við ætlum að hittast og skemmta okkur. Ég byrja um hádegi að hugsa fyrir kvöldinu, ég er búin að hlakka til alla vikunna að fara og hi t ta vinkonur mínar. Eg fer í
ríkið og kaupi mér hvítvínsflösku, svo næst í apótekið að ná
f blöð í rakvélina, hárspennur og sokkabuxur, svo fer ég heim
og legg mig í tvo klukkutíma svo ég sé upplögð fyrir kvöldið.
Þegar ég vakna þá fer ég í bað og set jarðarberjaolíu í baðið og
freyðibað - ég þvæ mér allri og raka það sem þarf. Þegar ég
er búin í baði og búin að þurrka mér þá set ég á mig body
lotion með ofsagóðri lykt, næst klæði ég mig í sparifötin mín
sem ég er búin að strauja og þvo kvöldið áður. Svo skunda ég
út því ég á pantaðan tíma í hárgreiðslu klukkan 4 — ég fer og
læt setja upp á mér hárið og borga 2500 krónur fyrir það. Svo
fer ég aftur heim og set góða tónlist á, ég bæti nokkrum
spennum í hárið svo það verði nákvæmlega eins og ég vil
hafa það. Svo byrja ég að mála mig sem er nákvæmisvinna
og tekur um það bil klukkutíma.
Þegar ég er búin að því þá lít ég vel á mig í speglinum og
sný mér í hring, og vá, þarna er  h ún komin sjálf næturdrot tningin og akkúrat á því augnabliki gleymi ég öllum
áhyggjum hversdagsleikans, mér er alveg sama þótt ég sé
ekki búin að skila bókasafnsbókunum, mér er sama um
aukakílóin og rnér er líka sama þótt ég skuldi fullt af pening
í bankanum. Ég er fín og falleg kona og geisla af sjálfsöryggi.
Ég hlakka til að fara út að skemmta mér, vera glöð og hlæja.
Þarnæst hringi ég á leigubíl til að fara til vinkonu minnar að
hi t ta allar stelpurnar og þegar ég er að stíga inn í leigubílinn
þá fatta ég að ég hef gleymt að setja á mig ilmvatn svo ég
stekk inn í flýti og spreyja á mig óhóflegu magni af ilmvatni
svo það endist nú allt kvöldið.
Svo fer ég af stað og hitti stelpurnar og fæ mér nokkur glös
af hvítvíni. Síðan er stefnan tekin á skemmtistað í Reykjavík. Fiðringur í maganum, ég hlakka til að koma í sveitt andrúmsloftið á skemmtistaðnum og dansa, taka á móti spennandi augnaráði frá karlpeningnum og jafnvel daðra smá, við
förum út úr leigubílnum niðri í bæ og ætlum að labba á stað-
inn. Það er fallegt vetrarkvöld svo við löbbum upp Laugaveginn og erum að spjalla saman á leiðinni og hlæja, mér líður
vel. Þá koma tveir myndarlegir menn sem við þekkjum ekkert gangandi á móti okkur, og þegar við mætum þeim á
göngunni þá lítur annar á mig og segir  h á tt og skýrt „FEITA
BELJA". Við göngum áfram og það er þögn í svona 5 sekúndur. Svo segja stelpurnar „ojj, hvaða glataði bjáni var þetta".
Já, segi ég, ekkert smá mikill bjáni, þá segja þær:  „Hann er
bara sjálfur eins og remúlaði." Já, segi ég. En á þessu augnabliki þá áttaði ég mig á því að ég var engin næturdrot tning.
Ég var bara feit belja. Ég sá sjálfa mig speglast í búðarglugga
og hugsaði: hvern er ég að blekkja. Svo hér með vil ég koma
fram þökkum til þessa manns fyrir að segja mér að ég sé bara
feit belja en ekki næturdrot tning þessa laugardagskvölds ...


Gvöð!

Gvöð
mbl.is Kim Kardashian giftist af ást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt

Ég get ekki að því gert að ég brosti, svona aðeins, þó bara aðeins þegar höfundur "Gömlu kartöflugarðanna heima" tók til máls í þinginu um málkennd og málvernd. Ég er alveg til í að taka þetta bros til baka, eða allavega þann hluta þess sem sneri að litlu álitu mínu á Árna Johnsen. Tillagan er góð og ég styð hana heilshugar.

Annað mál er, að samfara aukinni málvitund mætti taka virkilegan skurk í siðferðisvitund unga fólksins, meðan það er enn í skóla. Það kann margt  ekki mannasiði, en veður áfram með þeirri frekju og yfirgangi sem sæmir engum nema einhverjum ruslaralýð. 


mbl.is Eitt ljóð vinur alla mannsævi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jaá hérna hér

Silkibrækur drottningarinnar fyrrverandi minna illilega á þjófanærbuxur. Rúmgóðar vel með nægu plássi til að láta hitt og þetta detta í. Ekki ætla ég þó hennar hátign að hafa verið þjófur, þó svo afkomandi hennar Margrét drottningarsystir hafi verið sögð þurfa eftirlitsmanneskju, til að fylgjast með þegar hún fer í verslanir. Prinsessan sú er sögð gjörn á að láta hitt og þetta hverfa af vettvangi. Þá gætu nærbuxur Viktoríu langömmu, eða hvað hún var nú, komið sér vel.

Kjaftasögustíllinn lengi lifi!  W00t


mbl.is Engin leynd yfir brók Viktoríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dans og dans

539834[1]

Myndin er tekin af mbl.is og allur höfundarréttur er þeirra.

Ég ætla að sleppa öllum yfirlýsingum um darraðadansinn í íslenskum stjórnmálum, og snúa mér að þessum undursamlega dansi sem átti sér stað í kvöld, frítt, fyrir þá sem voru svo heppnir að horfa upp í festinguna, jafnvel alveg óvart, enda alveg bannað að njóta nokkurrar fegurðar á menningarlausum degi.

Ég hef ekki séð svona falleg Norðurljós í áraraðir hérna í borginni. Síðast þegar ég naut Norðurljósanna á Íslandi, var það á skansinum við húsið mitt á Bíldudal, fyrir allmörgum árum.

Það var stjörnubjart, niðdimmt og ískalt um hávetur, en svo fallegt að ég gat ekki setið á mér að fara út, veklædd, með dýnu undir mig, og teppi ofaná, svona rétt til að njóta stjarnanna og alheimsins.

Það er þetta sem sumir kalla karma, aðrir segja "what comes around goes around" eða bara eins og ég kalla það, að hitta sjálfan sig fyrir. Ég lá þarna eins og vel löguð klessa og horfði upp í himininn, orðlaus af hrifningu, ekkert truflaði, þegar allt í einu skaust leiftur yfir himininn, eins og hendi væri veifað, á ógnarhraða.

Ég get ekki einu sinni verið svo ómerkileg að kalla það "ljósashow", svo stórkostlegt var það. Af meiri ógnarkrafti en ég hafði eiginlega skynjað fyrr á ævinni helltust ljósin inn í öllum þeim litum sem norðurljós gefa og voru eins og þeirra er von og vísa síbreytileg í, hvað á maður að segja, í bylgjum og rennibrautum.

Málið er nefnilega að Norðurljós og Norðurljós er ekki það sama. Við hérna í borginni sjáum þau sífellt verr vegna allra rafmagnsljósanna, og mikið af landsbyggðinni svo sem líka, en þetta var virkilega gaman í kvöld þó ekki kæmist það  í hálfkvisti við það besta.

Hvað er ég svo sem að segja landsmönnum mínum um þetta dásamlega fyrirbrigði. Maður gæti haldið að ég væri að tala við útlendinga, eins og þegar ég var að akitera fyrir landinu í Kína, en það hefur skilað sér í nokkrum þakklátum ferðamönnu, þó enginn þeirra hafi ennþá séð þessi ljós sem drógu þá þó hingað, enda allir of snemma á ferð.


mbl.is Norðurljósadans yfir Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dásamlegt

Flugferðir  en sérstaklega það sem tekst vel í neyðartilvikum gleður alltaf mitt geð. Ég samgleðst öllum sem eiga hlut að máli innilega.

Fyrir 40 árum fórst maðurinn minn þrítugur að aldri, í flugslysi í Dacca í Bangladesh, sem þá hét Austur Pakistan, svona rétt fyrir jólin, frá þrem ungum börnum.

Þess vegna get ég ekki að því gert að það grípur mig óumræðilegur fögnuður við hversu giftusamlega tókst til.


mbl.is Nauðlending tókst vel í Varsjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mest jafnrétti?

Mest jafnrétti er ekki til. Jafnrétti er jafnt og þegar allir geta staðið á líunni, en enginn fer yfir hana er jafnréttinu fyrst náð.

 Mest jafnrétti hljómar eins og mest eða minnst dauður, eða eitthvað álika gáfulegt.


mbl.is Mest jafnrétti á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langt minni

Stal þessum frá vini mínum á facebook.

Óli gamli á elliheimilinu dó drottni sínum einn daginn og Hulda gamla vinkona hans gekk um allt með nærurnar hans í handtöskunni.
Presturinn frétti af þessari hegðan Huldu og fannst þetta alls ekki geta gengið og sagði við þá gömlu að hún ætti frekar að hafa Biblíuna í veskinu og fara með hana hvert sem hún færi.
En Hulda gamla svaraði að bragði;
Nei, því sem stendur í Bibíunni gleymi ég strax, en því sem einu sinni stóð í þessum buxum gleymi ég ALDREI


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband