Á felgunni - á felgunni

120 km. á felgunni. Var ekki ökumaðurinn á henni líka?

Er ekki óþarfi að stöðva bíla með því að aka á þá þegar svona er komið. Ég trúi því bara ekki, að það sé hægt að halda þessum hraða lengi á felgunni, og þá er sjálfhætt. Er ekki nóg að láta þennan sem hlýtur að vera á felgunni eyðileggja sinn bíl, sem er á felgunni, og sleppa við að eyðileggja lögreglubílinn líka, með því að hætta eltingarleiknum? Þá hlýtur sá á felgunni að róast aðeins og hægt að draga þann á felgunni burt, eða jafnvel báða.


mbl.is Ók á 120 km hraða á felgunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hægt að keyra töluverðan spöl þó sprungið sé á einu enn það er mikil hætta að ökumaðurinn missi stjórn á skrjóðnum og þá getur orðið mikið slys svo skítt með það þó lögreglan þurfi að skemma lögreglubílinn smávegis til að stöðva þennan brjálæðing

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 09:10

2 identicon

mikið er gott að engin slasaðist! já einn bíll eða tveir skipta þá ekki miklu máli  við svona

aðstæður lögreglan er að vinna gott starf að vernda okkur hin, takk fyrir það ..

Ásthildur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 09:37

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég var nú eiginlega að spá í að lögreglan þyrfti ekki  að stórslasa sig í eltingarleik við brjálæðinga, hvort þeir yrðu ekki rólegri óeltir?

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.11.2010 kl. 09:48

4 identicon

Sæl Bergljót

Það kemur fyrir að við drögum úr eftirförinni metum við svo að ekki sé hætta á að aðilinn ógni öðrum í umferðinni & vegfarendum.

Í þessu tilviki var séð fram á það að hann ógnaði almenningi enda ekki eðlilegt að aka á slíkan vítahátt og hann gerði. Því var ákveðið að keyra hann út af til þess að fyrirbyggja einhvern verri skaða.

Allt gert til að tryggja öryggi almennings :)

Ónefndur (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 10:21

5 identicon

Lögreglan veit nákvæmlega hvað þarf að gera við svona brjálæðinga.Þeir eru ekki að stöðva ökuníðinga með ákeyrslu bara af gamni sínu.Eina glóran er að stöðva svona fábjána sem allra fyrst því með eitt dekk á felgunni er mikil hætta á stórslysi

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 12:14

6 Smámynd: Vendetta

Það kom fram í annarri frétt um þetta atvik, að eftir áreksturinn hefði vart sézt skráma á bílunum, enda ekki head-on collision og sennilega farið þá að hægja á ferð ökufantsins.

Annars má þakka fyrir, að enginn hafi slasazt við þennan ofsaakstur á Lækjargötunni á leiðinni að Sæbraut.

Vendetta, 14.11.2010 kl. 14:39

7 identicon

Ónefndur er líklega lögreglumaður og gott er að heyra loksins frá aðilum sem tengjast málinu. Mætti gera meira af þessu af hálfu lögreglunnar. Þeir vinna erfitt og illa launað starf en ég held að langflest séum við þeim þakklát.

Ps. fyrst Ónefndur er á línunni hérna, þá er á hverju einasta kvöldi stundaður ofsaakstur á Hringbrautinni, vestan Eggertsgötu inn í íbúðahverfi heim að JL-húsinu. Kappakstur Impreza bíla er þarna á ferðinni með hrikalegum hávaða. Ökumennirnir eiga ekki möguleika á að bremsa ef vegfarandi hættir sér út á götuna. Þetta þarf að uppræta og ég set málið í þínar traustu hendur. Kveðja til þín og félaga þinna. J.

Jón (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband