Einu sinni einu sinni enn

Flugvöllinn burt!, hafa verið einkunnarorð mín um alllangt skeið. Ég á heima í næsta nágrenni vallarins þar sem einhverskonar olíusót setst á allt sem utandyra er, og hávaðamengunin er slík  að það heyrist ekki mannsins mál, þegar vélarnar fljúga yfir, og á ég þá við að það heyrist ekkert,  í orðsins fyllstu merkingu. 

Víst er nauðsynlegt að hafa samgöngur milli landshluta, en ég sé ekki hvernig utanbæjarmenn eiga að hafa öll völd í þeim málum. Hólmsheiði var fyrir nokkru inni í myndinni sem tilvonandi flugvallarstæði og stutt þangað að fara frá Reykjavík og ætti að duga. Við sem þurfum að búa við völlinn ættum líka að vega þungt í málinu, en svo virðist bara alls ekki vera. Þetta er óþolandi ástand.


mbl.is Ræddu um Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

ég væri nú hrifnari af því að hluti Heiðmerkur væri notuð

Kristbjörn Árnason, 12.11.2010 kl. 17:44

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Flugvöllurinn er búinn að vera þarna ansi lengi, trúleg var hann kominn áður en þú fluttist þangað.  Ef fólk setur sig niður við umferðaræð og/eða flugvöll má eiga von á einhverju ónæði.  Flugvöllurinn er lokaður næturlangt fyrir flugtök annarra en sjúkra og neyðarfluga. 

Benedikt V. Warén, 12.11.2010 kl. 18:02

3 identicon

Ég vill ekki búa nálægt stórri umferðargötu.  Þess vegna vel ég mér húsnæði sem er ekki við umferðargötu frekar en að fá mér íbúð við umferðargötu og fara svo fram á að gatan sé færð.  Ef ég myndi ekki vilja búa nálægt flugvelli myndi ég ekki kaupa mér húsnæði við flugvöll.  Just my 0.02.

Kalli (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 18:06

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

er fæddur á þessu svæði í stríðslokin

Ég sopið drjúgt af flugvélabensíni úr andrúmsloftinu

Kristbjörn Árnason, 12.11.2010 kl. 18:12

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Kristbjörn.  Hvernig velur þú að anda að þér flugvélabensini úr andrúmsloftinu fram yfir bílabensín?

Benedikt V. Warén, 12.11.2010 kl. 18:34

6 identicon

Olíusót og mengun er aðallega tilkomin þarna af bílaumferð en ekki flugumferð sem er nú ekki það mikil þarna. Annað mál er að ef fólki vill ekki búa nálægt flugvelli á það ekki að flytja þangað eða versla sér húsnæði þar. Finnst alltaf svo fyndið þegar fólk flytur á svona stað, svo bara allt í einu..   hey ég vil ekki þennan hávaða burt með þetta. Öll ljós kveikt og enginn heima bara...   ekkert nema eiginhagsmunaseggir og ekkert annað.

Landsbyggðin á ekkert að stjórna því nei og enginn hefur talað um það, en það er nú í lagi að landsbyggðafólk hafi að minnsta kosti eitthvað um þetta að segja sem notar þetta hvað mest. Annað og eitt stærsta málið er sjúkraflugið sem er bráðnauðsynlegt. Svo ég spyr, hvað ef einhver þér nákominn slasast hættulega úti á landi og þarf þyrlu eða sjúkraflugvél einsog skot...   og hvað ef þyrfti að fara til Keflavíkur til að keyra svo í 40-50 mínútur þegar mínútur skipta öllu máli um líf eða dauða?? Fólk ætti aðeins að hugsa sig betur um áðuren það setur svona fram

Davíð (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 19:37

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það vill svo til Benedikt að ég hef mestan hluta ævi minnar búið í nánasta umhverfi flugvallarins. Ein af mínum fyrstu bernskuminningum er um flugvél sem kom brennandi inn til lendingar í stríðinu.

Ég ólst upp í Smáragötunni sem er hérna rétt við völlinn, en hef búið neðst í Njarðargötu undanfarin 35 ár, sem er alveg jafn nálægt. Eitthvert smá ónæði er bara hreinlega hlægileg skýring á ónæðinu og að flugvöllurinn sé lokaður á nóttinni er nú bara svona og svona, eftir því hver á í hlut.

Að vísu hef ég verið búsett meirihluta ársins erlendis sl. 4 ár, þannig að það kann að hafa verið tekið á þeim málum. En þegar einkaþotuæði útrásarvíkinganna og fl.var í gangi var mjög algengt að þær lentu og tækju upp hvenær sólarhringsins sem var.

Ég sé bara ekki hvers vegna ekki má byggja nýjan völl, hvar sem hentar réttfyrir utan borgina, ekki er hún það stór. Eru  landsmenn virkilega í svona mikilli tímaþröng og taugaveiklun að einhverjar 20 til 30 mín skipti máli.

Kalli, flugvöllur er ekki gata ef þér skyldi hafa dottið það í hug og ég er ekki að tala um að flytja flugvöllinn sem slíkan ef þú heldur það líka, heldur að byggja nýjan og flytja svo starfsemina, þú velur þér ekkert hvað þú býrð eftir að þú hefur fundið þér framtíðarhúsnæði áður en allt verður vitlaust og þú ert kominn á efri ár.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.11.2010 kl. 19:39

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Davíð það er flugvöllur á Sandskeiði sem má örugglega gera að sjúkrafluvelli með litlum tilkostnaði. Það kann að vera að olíusót eigi á einhvern hátt uppruna sinn í bílaútblæstri hér, en hvers vegna er þá ástandið ekki svona slæmt um alla borgina?

Ég hef haft nægan tíma til að hugsa mig vel um, takk. Hvers vegna þessi læti ef flugumferð er ekki svona mikil þarna ?

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.11.2010 kl. 19:46

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Bý á Sóleyjargötu.  Get staðfest, að flug er ekki hætt eftir kl 23.30 eins og um var talað.  Þotur leda og taka af á öllum tímum sólarhringsins, hef kvartað afar oft en fæ ekkert nema þjóst og hroka.

 Ekkert að marka hvað Flugstoðir segja, það er bull og vitleysa.  Hef hljoðupptölur og myndskeið af bortum en svarið er ætið það sama, að ekki séu flughreyfingar eftir miðnætti.

Bjarni Kjartansson, 12.11.2010 kl. 20:47

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Bergljót
Mér finnst þú vera ansi lengi að átta þig á hávaðanum frá flugvellinum.  Hvers vegna fluttir þú ekki lengra í burtu frá honum úr því að þú varst að flytja á annað borð.  Máltækið segir "Brennt barn forðast eldinn",.... eða á það ef til vill betur við þig?.... "Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur" 

Svona rétt til að upplýsa aðra möguleika á flugstarfsemi í nágrenni Reykjavíkur, þá hafa stjórnendur flugfélaga, ISAVIA, flugmenn og veðurfræðingar komist að þeirri niðurstöðu, að kostirnir sé einungis tveir.  Halda áfram að nota Reykjavíkurflugvöll með örlítið breyttu sniði, eða leggja allt atvinnuflug þar niður og færa það til Keflavíkur með tilheyrandi samdrætti í þeim geira.  

Það eru ekki allir sem vita það, en um eitt þúsund manns hefur framfæri sitt á því að flugvöllurinn verði þar áfram.  Sú tala mundi lækka verulega við alla röskun á starfseminni.


Benedikt V. Warén, 12.11.2010 kl. 21:20

11 identicon

Hvað varðar staðsetningu á flugvelli fyrir innanlandsflug að þá er ekki hægt að bara setja það hvar sem einhverjum dettur í hug, það er margt sem þarf að hugsa fyrir einsog veðuraðstæður, hálendi og margt fleira. Fyrir utan hvað það kostar mikla peninga sem við einfaldlega eigum ekki. Sandskeið er ekki heppilegur staður hvað það varðar nei, sérstaklega á veturna. Og hvað varðar sjúkraflugið varðandi þyrlurnar til dæmis að þá er það þannig að ef það er lágskýjað og lítið skyggni geta þyrlurnar gert aðflug að Reykjavíkurflugvelli með þeim blindflugsbúnaði sem þarf sem þar er og þá lent þar ef hún kemst ekki að Borgarspítalanum beint, þess vegna er hann svo mikilvægur fyrir sjúkraflugið þar sem allt snýst um tíma. Og hvað tímann einmitt varðar væri alveg eins hægt að lenda í Keflavík einsog Sandskeiði ef út í það er farið.

Þetta hefur bara gerst svo oft áður úti í heimi, það er byggður flugvöllur nálægt einhverri borg eða bæ. Svo smám saman rísa fleiri og fleiri hús í kring og byggð þéttist oft í kring sífellt meira. Svo líða ár og allt í einu vill fólkið sem þar býr flugvöllinn í burtu?

Einsog ástandið er í þjóðfélaginu í dag eru engir peningar til til að færa flugvöllinn út á Löngusker, Sandskeið eða hvert það og þó það fyndist heppilegri staður. Væri nær að nota peningana í annað í augnablikinu einsog að tryggja fólki vinnu og að það geti haldi þaki yfir höfuðið.

Davíð (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 21:29

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Heyrðu nú Benedikt minn, ef við eigum að lifa samkvæmt einhverjum máltækjum myndi ég segja að þér hentaði vel, Betur má ef duga skal!

 Ég bý ekki í neinni kvöl, þrátt fyrir mikið ónæði, en ég skil ekki kvöl þeirra klára, sem hvergi búa nærri vellinum, að nenna að láta svona. Það eru til þyrlur og allskyns verkfæri til að hjálpa sjúkum að komast leiðar sinnar, en ég mun aldrei taka undir með þeim sem nenna ekki að hugsa, um  annað en að að heimta eitthvert besta svæðið í borginni til framtíðar litið undir mengunarvaldandi fulgvöll, með öllum hávaðanum sem honum fylgir. Mér finnst að þú og fl. sem eruð svona meðmælt ættuð að prófa að dvelja hérna um tíma, hann yrði örugglega ekki langur, hérna í olíusótinu og hávaðanum. 

En af því að þú ert svo klár í málsháttunum kannastu þá við þennan? HEIMA ER BEST, og jafnvel þó Reykjavíkurflugvöllur sé í nánasta nágrenni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.11.2010 kl. 21:49

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Davíð, ég sé því miður ekki fram á að völlurinn verði fluttur á meðan ég lifi. Ég get unaðvið sama ástand á meðan þjóðin er að rétta úr kútnum, en auðvitað er það mál málanna. En ekki hef ég trá á að ástandið í fluvallarmálunum eigi eftir að batna og ekkert er verið að gera nema að ýta þesu á undan sér.

Það getur engum heilvita manni dottið í hug að þetta sé framtíðarlausnin, framtíðarlausnin til allrar framtíðar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.11.2010 kl. 21:57

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

"Ekki hef ég trú á að ástandið í flugvallarmálum eigi eftir.." Biðst afsökunar, en ég átti ekki von á að ritvillupúkinn gengi svona laus, þó mér hitnaði í hamsi. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.11.2010 kl. 22:10

15 identicon

Í flest öllum borgum erlendis eru flugvellir af þessari stærð innan borgarinnar, það er hægt að sjá það og staðfesta með því að skoða á netinu myndir og kort af borgum.  Ég var um stutta stund í Miami á Florida og skammt frá heimilinu var sambærilegur flugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur.  Stóru millilandaflugvellirnir eru hins vegar fyrir utan borgarmörkin.

Jóhannes (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 22:24

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Veit ég Sveinki,  en væri ekki ráð að ath. alla möguleika vel áður en eitthvað er fastnjörfað til framtíðar? Við erum auk flugvallarins að tala um framtíðar miðborgarsvæði Reykvíkinga, þó það hafi ekki verið mér efst í huga hingað til.

Fyrir utan að finna lausn á sjúkraflugi, sé ég enga ástæðu til annars en landsbyggðarfólk geti eytt smátíma í að komast til borgarinnar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.11.2010 kl. 22:51

17 Smámynd: Benedikt V. Warén

Bergljót
Bjó við Laugaveginn í gömlu hljóðbæru timburhúsi á námsárum mínum í borginni.  Hávaðinn þar gat orðið ansi mikill á rúntinum á laugardagskvöldum.  Svaf samt vært og rótt.  Ekki plagaði það mig hætis hót, þó vanur væri kyrrðinni úr sveitasælunni.  Ég gat valið að búa þar áfram, en valdi sveitasæluna. 

Hefur þú hins vegar hugsað dæmið öfugt.  Getur þú séð það fyrir þér að vera flutt fársjúk frá heimili þínu og ekið í kalsa veðri suður á Keflavíkurflugvöll þar sem flugvél biði þín til að flytja þig til á u.m.þ.b. einni klst. til Egilsstaða.  Þar biði annar sjúkrabíll og a.m.k. önnur klst. að flytja þig á sjúkrahúsið á Norðfirði.  Ég er ekki svo illgjarn að vilja sjá þig í þeirri stöðu, en þetta hafa margir mátt þola til frá Norðfirði til Reykjavíkur.  Það er ekki verjandi að bæta tæpri klst. við að beina því flugi um Keflavíkurflugvöll á fársjúkan einstakling.

Benedikt V. Warén, 12.11.2010 kl. 23:13

18 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Flugvöllinn til Keflavíkur..eða réttara sagt Sandgerðis-;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.11.2010 kl. 23:48

19 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Heyrðu nú vinurinn kær. Ég bý í timburhúsi, en  hávaðinn og mengunin hefur nú versnað allmikið svo ekki sé meira sagt síðan á námsárum þínum í borginni.

Ég er ekki svo alvitlaus að ég sjái ekki vandamál landsbyggðarinnar, en mér finnst bara vandamál borgarinnar stærra ef þetta flugvallar fyrirbæri á að daga endanlega uppi hérna miðsvæðis í borginni.

Silla! alla putta upp fyrir þér!   

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.11.2010 kl. 00:04

20 Smámynd: Stefán Kristján Símonarson

Hættu að væla þú býrð í nútíma þóðfélagi,þetta er sem fylgir því.Ég bý út á landi og fugvélin fer yfir húsið hjá mér  2 til 3 á dag hef enga ath um það.

Stefán Kristján Símonarson, 13.11.2010 kl. 00:34

21 identicon

Bergljót sagði: "...en mér finnst bara vandamál borgarinnar stærra ef þetta flugvallar fyrirbæri á að daga endanlega uppi hérna miðsvæðis í borginni."

 Það er útbreiddur misskilningur að Reykjavíkurflugvöllur sé miðsvæðis í Reykjavík.  

Eins og sjá má á þessari mynd er það ekki raunin: http://maps.google.com/?ie=UTF8&ll=64.110902,-21.895409&spn=0.129668,0.528374&z=12

 Ég trúi því ekki sem haldið er fram af þeim sem vilja braska með flugvallarlandið að umferð myndi snarminnka í Reykjavík ef hann færi t.d. á Hólmsheiði.  Hann er nú þegar í jaðri borgarinnar.

Bergljót talar líka um að nota þyrlur í almenn sjúkraflug.  Ef íslendingar hafa ekki efni á að reka þyrlur til leitar og björgunar, ætli þeir hafi þá efni á að fljúga til 400 sjúkraflug til viðbótar á ári, með öllum þeim vanköntum sem því fylgja, t.d. þegar flogið er við ísingarskilyrði, sem geta skapast allt árið um kring á Íslandi?

Kalli (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 01:02

22 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Flugvélin, en ekki flugvélarnar frá morgni til kvölds alla daga vikunnar, mikið áttu gott vinur, til hamingju!

Væla, hver var að væla, ef ekki má kvarta án þess að vera ásakaður um að væla, er orðið ansi vandlifað í henni Reykjavík, sem þið landsbyggðarmenn margir, virðist svo takmarkalaust "abbó" út í. Fyrr má nú vera faðir minn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.11.2010 kl. 01:03

23 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Kalli, af hverju treystirðu þér ekki til að skrifa undir nafni? Ef þú gerir það skal ég svara þér, en mér leiðist svo endalaust fólk sem þorir ekki að standa við sjálft sig.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.11.2010 kl. 01:08

24 identicon

Ég get alveg komið fram undir nafni.  Ef ég myndi ekki þora að standa við sjálfan mig hefði ég ekki heldur gefið upp email-ið mitt (sem ég gerði amk í mínum fyrri pósti).

Karl Eiríksson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 19:27

25 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég talaði um að hafa þyrlur á væntanlegum framtíðar Rvíkurflugvelli, hvar svo sem hann verður, til taks að flytja fólk með snathasti á viðk. sjúkrahús. kannski var það ekki nógu skýrt hjá henni, en meiningin engu að síður.  

Því miður, ef svo fer fram sem horfir, verða allir fluttir til borgarinnar, úr því á að leggja á niður alla almennilega sjúkraþjónustu utan hennar, sem er ekkert annað en vanhugsaður rándýr stórskandall, og á örugglega eftir að leggja mörg mannslíf í hættu.

En sjúkraflutningar eiga ekki að vera verkefni Reykjavíkurflugvallar nr. 1 og þess vegna þarf að huga að honum sem slíkum á góðum stað til framtíðar, þar sem hann eða fylgifiskar hans, flugvélarnar, spúa ekki mengun yfir Reykvíkinga í formi olíusóts og hávaða. Þetta er bara ekki mál landsbyggðarinnar, og hún á að vera þiggjandi í þessu máli en ekki fyrirskipandi.

Karl Eiríksson. Hvort sem einhverjir sveitamenn sem kunna ekkert á borgina vilja segja að flugvöllurinn sé í jaðrinum, skiptir það engu máli, hann er í miðbænum og það er höfuðmálið. Finndu honum pláss í einhverju úthverfanna og þá skal ég viðurkenna að svo sé.

Annars finnst mér þetta orðið ansi langt mál um hlut sem engin niðurstaða virðist ætla að fást í, sérstaklega vegna þess að þeir sem kemur málið ekki við, fá að ráða, og það er afleitt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.11.2010 kl. 21:27

26 Smámynd: Benedikt V. Warén

Bergljót.  Er þetta ekki óþarfa hroki gagnvart landsbyggðarfólki?  "Þetta er bara ekki mál landsbyggðarinnar, og hún á að vera þiggjandi í þessu máli en ekki fyrirskipandi."

Ykkur er guðvelkomið að ráða ykkar málum í skipulaginu.  Það er þó óþarfi að ryðjast inn á lóð ríkisins með hugmyndir sem koma landsbyggðinni illa, þegar nýbúið er að endurbyggja allar flugbrautir með ærnum kosntnaði. 

Landið sem er undir flugvellinum er að bróðurparti í eigu ríkisins.  Veit ekki alveg hvernig á að ná því.  Með eignarnámi?  Þar þarf ríka almannahagsmuni til að það gangi fram.

Benedikt V. Warén, 13.11.2010 kl. 23:05

27 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Flugbrautirnar voru eðlilega endurbyggðar með hagsmuni allra farþega í huga, enda orðnar stórhættulegar.

Ég var ekki ennþá búin að ræða þann möguleika að við fengjum flugvélarnar bara hreinlega yfir okkur þegar þeim tekst ekki að lenda á þessari ríkisjörð landsbyggðarinnar, en þar hefur oft munað mjóu. Elsku taktu þetta bara eignarnámi, sama er mér, og best væri að þú tækir  bara allt klabbið með þér heim!

Þetta mál er útrætt af minni hálfu, enda engin skynsamleg lausn í sjónmáli. 

Talandi um hroka, þá er þér er velkomið að eiga síðasta orðið.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.11.2010 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband