Færsluflokkur: Bloggar

Lærdómur fyrir íslenska ráðherra

Íslenskir ráðherrar mættu draga lærdóm af utanríkisráðherra Frakka sem sagði af sér eftir mikla óánægju með störf hennar. Ég legg til að íslenskir ráðherrar fari að fordæmi franska ráðherrans, allir sem einn, því enginn þeirra hefur sloppið undan harðvítugri og að mínu mati réttlátri gagnrýni landsmanna.

Því miður virðast ráðamenn upp til hópa, ekki skilja þegar þeir eru gagnrýndir og því síður þegar þeirra tími er kominn, að hætta. Vonandi að úr rætist, ef ekki þyrfti að halda námskeið fyrir stjórnmálamenn, svona rétt til að skerpa á hvenær þeir eru komnir út yfir allan þjófabálk og tími til að linni.


mbl.is Utanríkisráðherra Frakklands segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnutörn

P2252727

Þetta er nýjasta afurðin, spegill 190 x 90 cm. Hálfsmánaðar þrotlaus vinna, en ég er bara nokkkuð ánægð með árangurinn.

Hef varla litið upp undanfarið, enda flýgur tíminn áfram, og eins gott að eiga eitthvað til að hylja bera veggina á sýningarsalnum, en sýningin opnar þ. 28 apríl nk.


Sannleikurinn eða hvað?

 

Óskar Arnórsson, bloggvinur minn, setti þetta sem "comment" inn á bloggsíðu Sigurbjargar  Eiríksdóttur, þar sem hún talaði um að við þyrftum að fá ítarlegar útskýringar á Icesave samningnum, á mannamáli sem sem við skildum, og af heiðarlegu fólki sem segði hlutlaust frá. Ég er  sammála henni, svo líka þessu svari Óskars, því læt ég vaða. Hann hefur bara svo töff frásagnarmáta að ég kæmi þessu aldrei til skila á sama hátt og hann. Gerið svo vel.

"Á mannamáli er Icesave skuldin tilkomin vegna bankaráns. Búið er að kenna því fólki sem hefur allskonar völd að allt í lagi sé að láta skrílinn borga sjálft tjónið af svona bankaránum.

Heilaþvegnir alþingismenn selja síðan atkvæði sín hver öðrum í býtti fyrir allskonar stuðnig í öðrum hagsmunamálum og svo er skrílnum bara sagt að éta það sem úti frýs.

Fjárhagslegir terroristar er ekkert nýirði nema á Íslandi. Fólk er ekki að kyngja því að svona skuldatilbúningur gengur bara upp hjá bönkum. Þetta er skipulagðir glæpir sem standa á bakvið þetta og lögfræðileikfimi er aðalvopnið til að villa fólki sýn.

Bankar á Íslandi eru eins og heilögu kýrnar í Indlandi. Eru hluti af gamalli trú og ekki má stugga við þeim þegar þær ráfa um skítandi í postulínsbúðum af því að allir eru búnir að læra að þær séu heilagar.

Bankar eru ekki heilagar stofnanir. Bankar hirða allan gróða þegar vel árar, enn ef tap verður þá getur skríllinn borgað. Þó svo að bankin sé rændur í leiðinni.

Það þarf ekki neina hagfræðinga til að skilja svona þvælu. Flestir lærðu í barnaskóla að þetta passar hvergi í löndum sem gera tilkall að vera kölluð "siðmenntuð." "

 


Jóhanna þó

Jóhanna telur ekki þörf á neinu öðru en að auka skuldavanda íslenskra heimila, með því að kýla Icesave í gegn. Ég held hún ætti að segja af sér strax, og láta allt liðið gera það líka. Það væri þjóþrifamál.
mbl.is Telur ekki þörf á afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás?

Skokkarinn sem skrifað var um í Mbl.is, að hefði ráðist á 12 ára dreng í Hveragerði, sendi athugasemd inn á bloggið mitt og ég vil hvetja fólk til að lesa hans hlið á málinu. Blaðafréttir eru svo oft í æsifréttastíl, og oftast  gleypum við þetta  hrátt og soðið. Færsla mín er frá því í gær og ber nafnið Árás.


Árás

Ljótt ef satt er. En það gertur verið erfitt að skokka og fá ekki frið fyrir einhverjum leiðindakrökkum sem sjá mann ekki í friði. Skokkarar ættu að halda sig utan svæða þar sem börn kunna að vera að leik.

Krakkar ættu líka að halda sig frá skokkurum og sýna þeim kurteysi, sem og í allri i í umgengni við fólk, svona almennt. Það er aldrei að vita hverjum er verið að gera at í. Það veit enginn fyrirfram og þetta geta verið snarvitlausir menn og þá fer sem fór.

 


mbl.is Skokkari réðist á 12 ára dreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónusta, "þjónusta" og þjónusta

Uppgötvaði í gærmorgun þegar ég ætlaði að starta bílnum mínum, eftir að hafa hreinsað af honum snjóskaflana, hið undarlegasta hljóð sem ég hef aldrei heyrt áður í neinni af þeim bíldruslum sem ég hef átt um ævina, hvað þá nýlegum bílum. Það var ekkert í áttina að þessu gamla góða hih, hih, hih hljóði, þangað til allt rafmagn er búið, heldur kom eitt allsherjar skrækt brrrr,brrr, brrr, og það með málmhljóði, en það  var greinilega ekkert rafmagn að koma inn á gripinn þó nóg virtist af því, bæði sterk ljós o.s.videre.

Hringdi því í Ingvar Helgason í morgun til að spyrja hvort þeir gætu leiðbeint mér eitthvað um hvað skyldi nú bjargar verða mínum sóma. Maðurinn sem svaraði sagði strax og ég hafði sagt honum frá brrrinu, að rafgeymirinn væri að gefa sig og ég skyldi fá einhvern með startkapla til að koma honum í gang og fara síðan á  næsta stað sem seldi rafgeyma.

Ég hafði nú ekki mikla trú á þessu, en hann sagðist myndu taka bílinn eins og skot ef svo ólíklega til að þetta væri ekki meinið. Fékk því tengdasoninn, vopnaðan köplum, og viti menn bíllinn rauk í gang. Næsta skref var að gera tilraun til að finna einhverja rafgeymaþjónustu. Það var alltaf ein á bakvið Shell á Suðurlandsbraut, en þegar ég kom þangað var búið að fjarlægja húsið og þjónustan því eðlilega horfin.

Ég fór inn á bensínafgreiðsluna og eftir langa mæðu kom ung kona fram og spurði hvort hún gæti aðstaoðað. Já takk varð mér að svari, geturðu sagt mér hvað varð um rafgeymaþjónustuna sem var hér á bakvið húsið. Það er ekkert á bakvið húsið sagði þessi fróma kona, eins og það væri ekki auðsætt. Veistu hvort hún er ennþá starfandi og hvar?
Mennirnir eru allir farnir af planinu var svarið. Ég sagðist ekki hafa komið til að hitta þá, heldur væri ég að leita að rafgeymaþjónustunni. Mennirnir á planinu eru allir farnir heim, var svarið í annað sinn.

Ég var orðin hálf pirruð, enda klukkan að verða sex og þá lokar allt svona, svo mér varð á að spyrja hvort hún væri með rafgeyma til sölu. Hvernig á ég að vita það var svarið. Ég gafst upp og ók sem leið lá inn í Álfheimastöð OLÍS. Spurði mann sem þar var á planinu, og hefur greinilega lengri vinnudag heldur en þeir hjá Skeljungi, hvort þeir seldu rafgeyma. Eitthvað er nú til að þeim sagði hann mjög viðmótsþýður, opnaði húddið og leit á geyminn sem var sem ekki var til, uppseldur í þessari stærð.

Þessi maður sem var ennþá í vinnunni sagði því næst, flýttu þér upp í Vegmúla, það er ennþá opið á smurverkstæðinu og þeir eru með allt sem vantar í bíla og er ekki sérhæft fyrir einhverjar sérstakar tegundir. Hann kvaddi með virktum, þakkaði mér fyrir komuna og vonaðist til að ég fengi úrlausn mála. Það lá við að ég gleymdi að gæta varúðar því mér lá svo á að ná fyrir sex, en stóðst þó mátið, æfði mig í staðinn á leiðinni að setja upp bænarsvip, ef ég skyldi koma svo sem mínútu of seint.

Tvær mín fyrir sex, renndi mín í hlað stökk út við smurþjónustuna og spurði um þennan nauðsynlega hlut, sem verður bara að vera í lagi á morgnana. Svarið var jú, jú, eigum við ekki að skella honum í.  Mér fannst maðurinn engli líkastur. Geyminum var skellt í, vatn sett á rúðuspreyið og ég var komin út efitr 10 mín. Kvödd með takk sömuleiðis og fallegu brosi, eftir ég þakkaði fyrir og spurði manninn hvort ég gæti ekki bara sótt um vinnu hjá honum, því ég var skítugri en hann á höndunum eftir allt stússið.

Eitt gott hafði þetta allt í för með sér. Ég þarf ekkert að pæla í hvert ég fer næst þegar mig vantar bensín eða aðra þjónustu. Olís í Álfheimum og Vegmúla.  En Skeljungur má vara sig. Það væri e.t.v. ráð að hafa svona einn mann eða svo á planinu, ef þetta á að ganga samkvæmt plani hjá þeim.


Kvennablómi

Er þetta það sem koma skal?

 

Ljótar og litlausar,

með lærin helst í skónum.

Væmnar og vitlausar,

með vit sem hæfir flónum.


mbl.is Konur gera stjórnina fallegri og litríkari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofið á verðinum

"Lögreglan hafði afskipti af tveimur mönnum sem höfðu bundið snjóþotu aftan í fólksbifreið og voru að draga fólk á henni við Fiskislóð í Reykjavík."

Síðan koma nokkuð ítarlegar lýsingar á því og að málið var kært. Þar á eftir nokkuð svipaður kafli um innbrot á Skólavörðustíg sýðan  lýsing á aðstæðum, og að litlu var stolið.

Töluverður ölvunarakstur var og fjórar líkamsárásir. Það var allt púðrið sem eytt var í aðalfréttina,  þ.e. líkamsárásirnar og ölvunaraksturinn. Það þykir greinilega ekki fréttnæmt lengur að fólk sé barið niður á götum borgarinnar, eða einhversstaðar annarsstaðar. Þetta er orðið svo algengt að það er öllum sama.

Hvar er löggæslan? Það gengur bara ekki, ár eftir ár að fólk sé barið eða keyrt niður, vogi það sér út á götu að kvöld eða næturlagi.  Það gerist svo oft að það þykir ekki fréttnæmt lengur og öllum árásamönnunum sé nánast fyrirgefið af húðlötum blaðamönnum, sem kunna varla móðurmálið, og er bara skítsama. Það verður að efla löggæslu og blað allra landsmanna Morgunblaðið má ekki sofa á verðinum. Blöðin verða að taka þátt í að fyrirbyggja þetta, hér dugir engin þögn og þolinmæði.


mbl.is Hættulegt athæfi við Fiskislóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin heim nýja fjölskylda

Mínar hjartanlegustu hamingjuóskir til handa Helgu og Einari með litla drenginn sinn. Þetta er gleðiviðburður í huga allra þeirra Íslendinga sem fylgst hafa með málinu og jafnvel beðið fyrir að málið fengi farsælan endi. Nú eru þau komin heim öll saman. Ég býð litla drenginn velkominn í heiminn og heim, og vona að allar góðar vættir fylgi honum og foreldrum hans um ókomin ár.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband