Færsluflokkur: Bloggar
18.3.2011 | 23:45
Bætur til Breiðavíkur barnanna
Sanngirnisbætur nást aldrei í þessu máli, til þess var meðferðin of ósanngjörn. Að taka ómótuð börn og meðhöndla á þann hátt sem gert var er þvílíkur glæpur að engin leið er til að taka sanngjarnt á málinu.
Þessir drengir voru þarna flestir af því þeir áttu bágt og tilgangur dvalarinnar að gera þeim lífið bærilegra og hjálpa þeim til betra lífs , en starfsmenn voru þvílík illmenni að dvölin breyttist í helvíti. Þessir drengir áttu enga von um rettlæti og gátu ekkert snúið sér þegar þessi ruslaralýður misbeitti valdi sínu á hroðalegasta hátt.
Mér finnst alveg rétt sem kemur fram í féttinni að upphæð bótanna sem slík skipti etv. ekki mestu máli, heldur uppreisn æru þessara drengja sem komu allir skemmdir og mismikið niðurbrotnir út í lífið. Það sem þeir þurftu að þola var svo skelfilegt að jafnvel þeir sem urðu harðsvíraðir glæpamenn treystu sér ekki til að tala um það.
Fyrrverandi tengdasonur minn, greindur og góður maður, og hvers manns huglúfi var einn af þessum drengjum. Hann var ofvirkur sem barn og þegar foreldrarnir treystu sér ekki til að hafa hann heima var hann sendur á þetta svokallaða "heimili" Við skildum ekki hvað var sem þjakaði hann og leiddi að lokum til dauða, fyrr en upp kom að hann hafði verið í Breiðavík allangan tíma sem ungur drengur.
Sögurnar af staðarhöldurum voru ekki fagrar, en aldrei talaði hann þó um ofbeldið í öllum myndum sem við fréttum af seinna. Til þess var það of skelfilegt.
Hvar er þetta starfsfólk í dag og ef það er lifandi verður það þá ekki látið sæta ábyrgð. Það væri sanngirnin í málinu.
Sanngirnisbæturnar ræddar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.3.2011 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.3.2011 | 22:27
Mottudagurinn
Jæja stelpur, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur er eignað að hafa endað stórkostlega jafnréttirsræðu á orðunum " Upp með pilsin og niður með buxurnarr". Nú er kominn tími til að segja, allavega í einn dag, Niður með pilsin og upp með buxurnar.
Styðjum karlana og verum karlmannlegar í einn dag, við erum jú menn líka.
Boða karllægan klæðnað á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.3.2011 | 16:16
Gott hjá þér Geir
Geir Ólafs afhendir Steingrími óútfylltan víxil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2011 | 09:36
Ríkidæmi eða fátækt í Kína
Þeir eru skrýtnir í Kína. Ef forríkur maður lætur eyðileggja bílinn sinn í reiðiskasti fær hann rosalega athygli og samúð. En ef fátækur verkamaður missir hendina í vinnunni, er hann bara sendur heim og sagt að koma ekki aftur. Engin samúð hvað þá hjálp og ekki eru neinar slysatryggingar á vinnustöðum. Ef fólk á ekki peninga til að borga læknisþjónustu fyrirfram fær það hana ekki og þá er ekkert grín að vera stórslasaður eða fárveikur.
Við skulum vona að bíleigandinn eigi fyrir geðlækni.
Reiður eigandi eyðilagði sportbíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
11.3.2011 | 18:51
Lífshættuleg björgunaræfing?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2011 | 15:48
Borgarstjóri til Vínarborgar.
Lofar að verða Íslandi til sóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.3.2011 | 20:38
Enginn, neinn og buskinn
Þegar ekkert er að gerast eins og t.d. í málum almennings á Íslandi, í þinginu, og enginn ber ábyrgðina, þá er alveg greinilegt að ekki er neinn að vinna vinnuna sína af heilindum. Að bíða eftir að eitthvað gerist á þeim bæ er eins og að banka uppá hjá einhverjum og enginn kemur til dyra.
Þessir óskilgreindu tvíburar enginn og neinn eru álíka óútreiknanlegir og frændi þeirra buskinn. Buskinn er eins og þeir, fyrirbrigði sem ákaflega erfitt er að skilgreina. Hann er þarna einhversstaðar, og enginn veit um stærð hans eða staðsetningu, samt er þjóðareign Íslendinga stödd einhversstaðar í honum og enginn hefur aðgang að nema þeir sem námu hana á brott.
Hlutir og ýmislegt annað hefur fokið út í buskann alveg frá því ég man eftir mér og mikið var ég forvitin sem barn um það fyrirbrigði, en ég gekk að því sem vísu að hann væri fullur af gulli og gersemum eins og í ævintýrunum. Sonur minn, þá smástrákur spurði ömmu sína einu sinni, Hversu stór er buskinn amma? Þegar hún svaraði að hann væri býsna stór sagðist hann ætla að bjóða henni þangað þegar hann yrði stærri.
En í buskanum er enginn og og ekki neinn veit hvar hann er, nema etv. nokkrir útrásarvíkingar og bankaforkólfar sem eru auk þess svo heppnir að hafa staðsett buskann og hafa þar lyklavöld. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og ekki neinn þeirra þessara "fyrirmenna" fortíðarinnar, enginn þeirra, veit nema buskinn geti bara fokið, sprungið eða horfið, og hvar verða þeir þá staddir þegar fínu fötin þeirra fara að slitna. Það veit enginn, nei ekki neinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2011 | 19:39
Fótbolti, snjór og smá geðvonska
Þetta gerir að vísu ekki svo mikið til þessa dagana, því ég vinn frá morgni til síðkvölds við að ljúka því sem fer á sýninguna mína, en hún hefst 30. apríl og verður í Iðuhúsinu við Lækjargötu - 2. hæð. Þú lesandi minn ert velkominn á opnunina kl. 15.00, eða einhvern annan dag. Sýningin mun standa í mánuð og verður opin frá kl. 10 - 22.
Mikið er yndislegt að fá allan þennan snjó, allt verður svo bjart og hreint. Snjómoksturinn setur að vísu smástrik í reikninginn, en ég get vel mokað það mesta og þjappað svo innkeyrsluna með bílnum, þegar ekki hefur náð að blotna neitt í honum.
Þegar ég var krakki, var nánast engin bílaumferð og krakkarnir í hverfinu höfðu Njarðargötuna til leiks og það var nú heldur betur notað þegar snjóaði, allir á sleðum eða skíðum og renndu sér á fleygiferð. Ef hraðinn var nægur gátum við rennt okkur alla leið niður í Vatnsmýrina yfir Hringbraut. Ég sæi einhvern fyrir mér reyna það í dag í öllu umferðarkraðakinu. Maður slyppi varla skár en að lenda í 10 gíra spítthjólastól eins og Fatlafól Megasar og Bubba um árið.
Ekki sakaði þegar bandarískir hertrukkar óku niður götuna, lúshægt og fleygðu út einhverjum ókjörum af appelsínum og sælgæti, en ávextir voru ófáanlegair í þá daga og sælgæti fremur sjaldgæft.
Ég sakna þess að sjá ekki krakka að leik í snjónum inni í borginni. Stórar og litlar ýtur ryðja öllu upp fyrir bílaumferðina og skilja eftir háar hrúgur sem hefta mjög alla umferð gangandi fólks og krakka sem vildu njóta snjósins. Svo víla þeir sér ekki við að blokkera allar innkeyrslur og skilja eftir háa hryggi á götunum svo bílarnir sitja fastir í bílastæðunum.
Það er voða gott að moka svona vel og leyfa bílunum að hafa forgang, en því miður eru flestir slíkir lokaðir bak við moksturinn og komast ekki fet. Þegar maður er kominn yfir sjötugt er ekkert sérlega gaman að koma út þegar búið er að skafa allt í himinháa frosna hryggi fyrir framan innkeyrsluna. En þá er bara á bíta á jaxlinn og hábölva þeim í kjölfarið. Það er ekkert hljóðleysi á þeim bæ.
Leikurinn að byrja og ég ætla að snúa mér að honum áður en ég læt mig hverfa niður á vinnustofuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2011 | 12:44
Kettir
Þetta er hún Kisa sem ég átti í Kína, en nú hefur fengið nýja mömmu.
Hef tekið eftir því eftir að hafa verið lengi í burtu, með hléum þó, að það eru nánast engir kettir á ferli í hverfinu lengur. Að vissu leyti er ég ákaflega fegin, en samt er ég að hinu leytinu með töluverðan söknuð í huga. Ég hef oft átt ketti sjálf, sem hafa verið mikill ánægjuauki og gert tilveruna skemmtilegri.
Það sem ég ætla þó að tala um núna, eru kettirnir sem áttu leið um hverfið á sama tíma og ég, og heimsóttu mig jafnvel, en alltaf þó óboðnir. Þetta voru kisur af öllum toga, kurteisir og vel aldir heimiliskettir í öllum litum og af ýmsum skapgerðum, einnig villikettir sem skutust á milli húsa, og rétt litu á mann í forbífarten, svona rétt til að ath. hvort þeim stafaði hætta af þessari mannveru sem átti leið hjá. Innanum var einn og einn eðalköttur af ýmsu kyni, nokkrum sinnum Síamskettir, svo og skógarkettir greinlilegir, kafloðnir og minntu sumir á litla kjölturakka, sem mér finnst alltaf eins og einhver afstyrmi í hundaheimi.
Það fyrsta sem mér kemur í hug, er mikið krafs og mjálf við útihurðina einn veturinn, í 10° frosti og fjúki. Ég fór fram til að ath. hverju sætti, og viti menn á hurðarhúninum sat mjálmandi köttur. Greyið hálfhékk þarna hríðskjálfandi og greinilega töluvert af honum dregið. Honum var kippt inn og vafinn í stórt ullarteppi, síðan var hringt í Kattholt, sem svaraði ekki, þannig að leitin að eiganda varð að bíða.
Þessi köttur dvaldi hjá okkur í þrjá daga, vildi ekkert nema nautasteik og rækjur, leit hvorki við kattamat eða venjulegum heimilisfiski, en lét fara vel um sig. Hann kom okkur algerlega á óvart, að því leyti að ef hann var spurður, svaraði hann alveg greinilega hvort þetta var honum þóknanlegt, já var míá, en nei míjaaaíá með miklu þyngri tón, og það fór aldrei á milli mála. Hann vildi og helst sofa uppi í rúmi hjá mér, sem hann fékk ekki.
Þegar eigandinn loksins fannst, bjó hann í Hafnarfirði, og hafði gengið um allt til að leita að dýrinu sem hann var orðinn fullviss um að hefði frosið í hel. Við höfðum þá bæði náð sambandi við Kattholt sem leiddi okkur saman. Eigandinn trúði því ekki að hann gæti hafa komist til Reykjavíkur í þessum hörkugaddi og væri ennþá á lífi. Ég er sannfærð um að einhver hefur tekið hann upp í bíl og sleppt honum svo hér í bænum.
Jæja, eigandinn kom, leit á dýrið og sagði það líta alveg eins út og sinn köttur, en fannst einkennilegt að kisi virtist ekki þekkja hann, og sýndi engan vilja til að vera hjá honum. Við spjölluðum um þetta fram og aftur og þá spurði ég hvort hann hefði orðið var við að kötturinn svaraði spurningum. Ég hef sjaldan séð ánægðari mann, en þá. Auðvitað sagði hann, það á við um mat, og svo hvort hann vilji fara út til að gera þarfir sínar. Kötturinn fylgdist vel með, orðinn tvístígandi þó, og var greinilega að gera upp við sig hvort hann vildi fara heim í gamla góða farið, eða halda áfram að borða nautakjöt og rækjur í öll mál. Þegar eigandinn tók hann svo upp, strauk honum blíðlega og sagði, viltu koma heim og borða kvöldmatinn þinn sagði kvikindið míá.
Ýmsir villikettir hafa komið hér við sögu, aðallega þó til að stökkva upp á svalirnar og stela sér mat sem hefur verið settur út um stundarsakir, til að kæla, eða geyma yfir nótt þegar þröngt hefur verið í ísskápnum um jól og páska. Verði þeim að góðu, enda verða vondir einhversstaðar að fá mat eins og aðrir.
Einu sinni kom ég heim og þá lá alveg gullfallegur eðal Síamsköttur á stofusófanum og lét fara vel um sig. Hún lá þarna eins og drottning, minnti helst á Kleopötru, í litbrigðum frá ljósbeige, upp í svart, og ljósblá augun, með svartri umgerð, eins og hún væri nýbúin að mála sig, mændu á mig meðan hún var að ákveða að nú ætlaði hún að taka völdin. Hún var eins og hönnuð fyrir sófann, í sömu litum, en sófinn var ljósbeige með svörtum púðum.
Það er alveg undarlegt með þessa ketti sem hafa tekið sér bólfestu hjá mér um stundarsakir, að þeir vilja engan almennan- eða kattarmat, bara rækjur, og nautakjöt. Þessi neitaði alveg stíft að fara af sófanum og hvæsti ef einhver ætlaði að fá sér sæti hjá henni, og rækjurnar fékk hún upp í sófann. Ég sæi mig í anda í gamla daga, leyfa börnunum mínum að borða í stofusófanum. Seint um kvöldið, eftir ca. átta klst. dvöl stökk vinkonan bara út um gluggannn og lét sig hverfa.
Næsta morgun var hún aftur komin á sófann og vældi frekjulega á mat. Í því heyrði ég konu sem býr hérna allnærri kalla Kleó, Kleó. Kötturinn reysti eyrun smástund, en hélt síðan áfram að væla. Ég fór út í glugga og spurði hvort hún væri að leita að Síamsketti. Hún hvað já við og sagðist ekkert skilja í skepnunni, hún hefði komið heim, pissað í kassann sinn og stokkið út aftur. Hún sagði kisu ekki vana að leita út fyrir heimilið, og brást harla glöð við þegar ég bauð henni innfyrir til að taka köttinn. Kisa aftur á móti sýndi engin viðbrögð við þessu ofbeldi, önnur en að senda mér þóttasvip, þessari konu sem neitaði félagsskap sannkallaðrar eðal kattaprinsessu. Stórmóðguð fór hún með eiganda sínum og sást aldrei aftur.
Þetta er að verða nokkuð langt, en eins og ég sagði, þá sakna ég allra þessar vina minna úr hverfinu, hvort sem þeir hafa spjallað við mig úti á götu og leyft mér að strjúka feldinn sinn, eða komið í heimsón og jafnvel ákveðið að setjast bara upp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.2.2011 | 18:48
Er þetta rétt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)