Elsti Íslendingurinn látinn

 

Morgunblaðið slær nokkrum sinnum á ári upp "stórfrétt" um að elsti Íslendingurinn hafi látist. Ég skil ekki hvers vegna blaðið leggur svona mikla áherslu á þetta, því það er alltaf einhver elstur og ekkert eðlilegra en að fólk fari yfir móðuna miklu þegar það er orðið vel rúml. 100 ára.

Etv.ættu þeir á mbl.is  til að stofna veðmálabanka, fyrir spilafíkla, þar sem veðjað er á hvort einhverjir yngri  fari næst, eða hvort þeir eldri fari í réttri tímaröð, eða, ja, það eru margir möguleikar.

Fólk gæti orðið skítthrætt við að vera á lífi ef það stangast á við einhverjar spilaformúlur.

 


mbl.is Elsti Íslendingurinn látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Annað áhugamál sem heltekur Moggann er Hugo Chavez forseti Venezuela. Þeir fylgjast grannt með honum, hverri hans hreyfingu og athöfnum og svíkjast ekki um að miðla þeim áhuga sínum. Að þeim Mogga mönnum frátöldum held ég að ekki einn einasti íslendingur hafi hinn minnsta áhuga á þessari mannfýlu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2011 kl. 14:15

2 identicon

Láttu ekki svona Axel, Hugo er ein helsta fyrirmynd Steingríms og Jóhönnu!

Ágúst (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 14:51

3 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Mér fannst athyglivert að lesa þessa frétt um hana Torfhildi...fyrir utan að nafnið hennar er svolítið sérstakkt þá var ég að hugsa þegar ég las fréttina hversu mikill hörkunagli konan hefur verið að brotna á mjöðm og verið transportuð suður, síðan reyrð saman og svo drifið sig norður aftur 600-700km. Hörku nagli segi það aftur...í frammhaldi skoðaði ég Íslendingabók og sá þar að ég er ekki svo fjarskyldur henni sem ég gladdist yfir. Nei blöð eru nátturulega fyrir svo breiðan hóp af fólki og sem betur fer koma þau enþá út, sneiðum bara hjá því sem við höfum ekki áhuga á og hættum að agnúast út af svona nokkru...Með kveðju frá Indónesíu

Ólafur Ólafsson, 22.8.2011 kl. 15:31

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Torfhildur var hörkukona og afar hraust alla tíð.  Svolítið farin að gefa sig í minni, en að öðru leyti eins og unglamb.  Blessuð sé minning hennar, ég votta aðstandendum hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.8.2011 kl. 16:09

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Skal tekið fram að það er ekki meiningin að halla á nokkurn hátt á Torfhildi eða lífshlaup hennar. Megi hún fara í friði og allar góðar vættir vernda hana. Hún var greinilega hörkukona eins og þú segir Ásthildur. Né ætla ég að steja út á fólk almennt, sem verður það á að deyja.

Öðru máli gildir um þessa eilífu fyrirsögn mbl. is,  Elsti Íslendidngurinn látinn, en það gerist oft ansi títt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 22.8.2011 kl. 17:02

6 identicon

Að svona gamalli konu hafi verið tjaslað saman með hraði í Reykjavík og síðan send heim í sína sveit með sama hraði, vekur mann til umhugsunar um hvert stefnir í velferðarríkinu, nú þegar flokkar sem kenna sig við félagshyggju og þykjast bera velferð þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti sitja við stjórnvölinn. 

Ragnar Áki Jónsson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 18:49

7 identicon

Það mætti kannski benda Ágústi (og fleirum) á hver er ritstjóri Morgunblaðsins. Sækjast sér um líkir.

Steini spil (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 22:56

8 identicon

Hvenær dó elsti íslendingur á undan henni ?

Guðný Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 23:54

9 identicon

Þú ert nú meiri gæran

Svanur Pálsson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 11:25

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Guðný, Þuríður Samúelsdóttir lést 2. ágúst sl. 105 ára að aldri. þá elst allra Íslendinga.

Bergljót Gunnarsdóttir, 23.8.2011 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband