15.5.2011 | 21:11
Geðveik hugmynd
Mikið held ég að Pétur Blöndal sé góður maður. Hann hefði viljað fangelsi við höfnina svo gæpamenn þjóðarinnar hefðu sem best úsýni og gætu horft á fólk á næturröltinu bítast og slást, brjóta flöskur og hafa allskyns misjafna starfsemi í gangi.
Þetta myndi eflaust lyfta föngunum á hærra plan, því þeir hefðu fyrir framan sig væntanlegan starfsvettvang, og gætu skipulagt allt út í ystu æsar.
Ekki væri heldur verra hversu stutt væri á veitingastaðina þegar þeir gera stuttar strokutilraunir, þá gætu þeir hellt í sig nokkrum glösum og keypt sér dópbirgðir, gaman, gaman, því enginn tími færi í að koma sér í sollinn.
Já góður maður Pétur!
Þeir tala oft svona sem eru blindir á menningu og listir, sama af hvaða tagi það er.
Já góður maður Pétur Blöndal, en heldur leiðinlegur. Ég finn verulega til með honum..
Hefðum átt að breyta holunni í fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pjúra humanisti og menningarsinni.....
hilmar jónsson, 15.5.2011 kl. 21:57
Hann Pétur altso..
hilmar jónsson, 15.5.2011 kl. 22:07
Já góður maður , en leiðinlegur!
Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 22:22
Ég held að hann Pétur segi bara blákaldan sannleikann eins og hann er, við höfum ekki efni á þessu húsi og það hefði verið allt í lagi að klára vissan grunn og geyma svo áframhald á framkvæmdum í 2 ár eða svo á meðan við Íslendingar erum að komast yfir það versta, en þessi Norræna velferðarstjórn lifir enn þá í útrásinni það er alveg augljóst...
Veit annars einhver hver heildarkostnaður er orðin það sem af er þessu ári á þessu húsi...
Það er verið að skera niður allstaðar í samfélaginu vegna þess að við höfum ekki efni á Því að reka það...
Á sama tíma horfum við á að það er BRUÐLAÐ með þá litlu peninga sem til eru í þetta hús og ESB aðlögun...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.5.2011 kl. 23:42
Þegar hann sagði að það væru ekki til fátæklingar á íslandi bara afætur, þá hætti ég að hlusta á þennan mann, svo er mér sagt að hann sé svo blóðnískur að hann tími varla að fá sér að éta. Ef það eru ekki rimlar hugarfarsins veit ég ekki hvað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2011 kl. 23:53
Fátækt gamals fólks á Íslandi er tilkomin af því að það stundar drykkjskap og óreglu sagði hann fyrir nokkrum árum í sjónvarpinu. En hann útskýrði ekki hvar blessað fólkið fengi peninga fyrir öllu brennivíninu?
Bergljót Gunnarsdóttir, 16.5.2011 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.