Þrot/seinna Blogg

Bloggheimurinn hérna á moggablobbinu er ákaflega skrítið fyrirbrigði, en oft þó alveg stórmerkilegur að mínu mati.

Allir geta komið skoðunum sínum á framfæri, góðum, vondum, sprenghlægilegum,  réttlétum, óréttlétum, stundum heiftúðugum mjög, svo mjög að manni krossbregður. Sem betur fer eru flestir málefnalegir og þess vegna fyrirgefur maður þeim fljótt að leyfa sér að vera á annarri skoðun en maður sjálfur, svarar þeim jafnvel og reynir stundum að æsa þá svolítið upp.

Þarna eru líka þeir sem vilja fræða fólk, sbr séra Þórhallur Heimisson,og Ómar Ragnarsson sem er bloggari af guðs náð   Það getur verið dægilega góð upplyfting í að lesa ýmsa fróðleiksmola sem þeir o.fl. skrifa.

Síðan koma þessir reiðu, en flestir eru það einhverntímann, ásamt þeim sem eru bara alltaf öskuvondir út í allt og alla, en  þeir verða ekki mjög sennandi til langs tíma, sérstaklega ef þeir þrástagast aftur og aftur á sömu hlutunum. Allt kann sá sem hófið kann. 

Allar stéttir manna og kvenna komast að á bloggsíðunni og geta haft samband sín á milli, ýmist til að lýsa yfir ánægju með frammistöðu bloggarans eða þveröfugt. Þarna eru líka vinaleg blogg, fólk sem bloggar um daglegt fremur innihaldslaust líf sitt og tilveru, eða þeir sem lifa litríkara lífi og vilja leyfa okkur hinum að taka þátt í því, ásamt nokkrum" besservissurum" sem skipta sér af öllu sem þeir mögulega geta, til að leiðrétta og sýna fram á yfirburði sína, jafnvel þó enginn sjái nokkra yfirburði eða vit í því sem þeir fjalla svo fjálglega um.

Svo eru svarendur sem þrástagast á sömu hlutunum dag eftir dag, senda þessa litlu pistla sína inn á eins mörg blogg og þeir hafa tíma til, án þess að þeir komi málefninu sem er til umræðu hverju sinni nokkurn skapaðan hlut við, sbr. pistlana um frjálsar handfæraveiðar. Ekki gefast upp þar, etv. verður hlustað á þig að lokum, hver veit. Sagði Cato gamli ekki "Að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði" eftir allar ræður sínar. Svo lengi má brýna að það bíti.

Að lokum verð ég að nefna bloggvin minn Axel J. Axelsson. Við Axel eru í svona 99% tilvika á sitt hvorri skoðun og kítum oft. Ég er búin að leyfa mér að vera allt að því dónaleg við hann þegar mér hitnar í hamsi, en honum tekst alloft að hita þetta blessaða hams mitt. En Axel er góður drengur og var ekki lengi að kenna mér hvernig ég ætti að snúa mér til að eignast bloggvini og varð þar af leiðandi minn fyrsti.

Mér finnst ótrúlega gaman og upplýsandi að lesa marga pistlana, þar sem lærðir menn fara með góð mál, og það öfgalaust.

Til að byrja ameð fannst mér þetta fáránlegt, en núna bara fróðlegt og skemmtilegt. Þökk sé ykkur þarna í bloggheimum.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Fyrirsögni hér á ekkert skylt við efni bloggsins. Ástæðan er sú að ég ætlaði að fara rífast um pólitík, en allt í einu hætti ég við og áður en ég vissi var þetta raus mitt komið á blaðið. Ég gleymdi bara að taka hana út áður en ég vistaði.

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.10.2010 kl. 15:54

2 identicon

Hvernig er ad vera í Kína?  Mér kemur thad náttúrulega ekkert vid og ef thú nennir ekki ad svara thá er thad í hinu besta lagi.

Kína? (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 16:42

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður pistill.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2010 kl. 01:32

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk Axel!

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.10.2010 kl. 07:04

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Segi eins og Axel. Góður pistill. Þetta er einmitt það sem við þurfum á að halda að fólki komi hér með flest sem því liggur á hjarta og tjái sig. Af því verðum við víðsýnni. Auðvitað ekki alltaf sammála..Það verður seint :)

Bestu kveðjur yfir í hinn heimshlutann.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.10.2010 kl. 10:30

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk sömuleiðis!

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.10.2010 kl. 14:26

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sæl Bergljót.  Eftir lestur þessa góða pistils get ég nú ekki sagt annað en það sem alltaf er sagt þegar fólk vill vera hátíðlegt:  "Ég þakka hlý orð í minn garð og mun halda áfram að gera það sem í mínu valdi stendur til að vera góður bloggvinur áfram".

Það er mjög skemmtilegt að skiptast á skoðunum við þá sem eru ósammála manni á blogginu, ef athugasemdirnar snúast um málið sem er til umfjöllunar, en ekki ef svarið snýst eingöngu um að úthúða skrifaranum og lýsa hann alslæman, heimskan og allt annað illt, sem viðkomandi dettur í hug að sletta í kringum sig.  Slíkt lýsir yfirleitt ekki innri manni neins, nema þess sem slíkt lætur frá sér fara, enda eyði ég slíkum athugasemdum oftast þegar ég sé þær.

Frá þér hafa oft komið öndverðar skoðanir við mínar og hefur maður þá bara reynt að svara því og svo kemur stundum fyrir að við séum alveg sammála og þannig er þetta nú bara í lífinu, maður þrasar stundum við vini sína um ólíklegustu mál, en allt er það í góðu og skyggir ekkert á vinskapinn og þannig ætti þetta líka að geta verið í bloggheimum.

Axel Jóhann Axelsson, 18.10.2010 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband