Tjjáningarfrelsi?

Tjáningarfrelsi, hvaða tjáningarfrelsi. Það er ekkert tjáningarfrelsi í heimalandi þeirra, eins og allir vita sem vilja.
mbl.is Eiginkonu Xiaobo haldið fastri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ótrúlegt. Þú býrð í Kína..Eru einhverjar umræður um þennan atburð? Þorir almenningur ekki að ræða um svona..

Bestu kveðjur.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.10.2010 kl. 08:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hér á landi er þessu alveg öfugt farið.  Stjórnvöld á Íslandi láta henda fólki út af heimilum sínum, ef það er svo ósvífið að standa ekki skil á lánum sínum og sérstaklega ef það er í skuld við opinbera aðila vegna skatta, þá er engin miskunn sýnd.  Mörgu af þessu fólki þætti betra að vera bannað að yfirgefa heimilin.

Munurinn er þó sá, að hér á landi má fólk alveg kvarta yfir hlutskipti sínu, en það er bara ekki tekið neitt mark á því og því er hent út af heimilunum.  Í Kína virðist vera tekið mark á fólki, en því bannað að kvarta og margt lokað inni á heimilum sínum til að koma í veg fyrir svoleiðis ósvífni.

Axel Jóhann Axelsson, 11.10.2010 kl. 08:46

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Við skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga. Hver veit nema ég verði bara rekin heim fyrir þessa dirfsku mína, ég get bara ekki þagað. Nei fólk talar ekki um svona hluti nema fyrir luktum dyrum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.10.2010 kl. 09:07

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hvað er klukkan hjá þér núna?:) Við meigum örugglega tala um það?:)

En mjög gaman að fá innsýn inn í þennan heim!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.10.2010 kl. 09:09

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Megum:))))

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.10.2010 kl. 09:09

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Rúml. níu að morgni.

Hæg sunnan gola og hiti 27°

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.10.2010 kl. 09:14

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Farðu inn á tenglar, Kínaablogg á síðunni minni og blaðaðu í gamla blogginu, þá færðu heilmikinn fróðleik um lífið og fólkið hérna. 2007 - 2008  held ég að séu bara nokkuð upplýsandi, því þá var ég ennþá með augun opin og full af forvitni. Svo sljóvgast maður með tímanum þegar þetta er allt orðið venjulegt og maður meira segja hættur að sjá að Kínverjar eru Kínverjar. Þeir gætu alveg verið venjulegir mörlandar í mínum augum í dag.

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.10.2010 kl. 09:21

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Leit á vitlausa klukku, er með ísl. tíma líka, auðvitað er hún að verða hálf sex um eftirmiðdag. Fyrirgefðu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.10.2010 kl. 09:23

9 identicon

Menn eru ritskoðaðir í ýmsum löndum; Td ritskoðaði sjálfstæðisflokkurinn mig og bannaði mig frá blog.is; Fyrir það eitt að segja sannleikan um geðsjúkan miðil.

Vara sig á sjálfstæðisflokk, þeir eru með kínverskar hugmyndir með tjáningarfrelsið

doctore (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband