Tilhlökkun eða kvíði

Ég hef dvalið, með stuttum hléum, í Kína sl. 4 ár, við leik og störf. Ég er glelistam. að atvinnu, sjálfstætt starfandi, og hef því átt auðvelt með að sinna hvorutveggja í þessu stórkostlega landi. Þó setja megi æði margt út á stjórnarfarið, er  það  þó ekki mitt mál, þeir hafa 1.5 milljarð manna til að sinna því verkefni. Kína er þó ekki umræðuefnið hérna, heldur væntanleg heimkoma mín til Íslands, nú í lok mánaðarins.

Er búin að hlakka mikið til að flytja aftur heim og hitta fjölskylduna, sem er stór, svo og alla vini og vandamenn. En allt í einu er þessi tilhlökkun farin að breytast í kvíða, svo mikinn að nálgast skelfingu. Ég er búin að fylgjast með framrás stjórnmála, eða eigum við að segja stjórnleysis undanfarið, hvernig fólk er bara ískalt sett út á klakann, ásamt því að þurfa að standa í niðurlægjandi fátæktarbiðröð eftir mat, aftur og aftur, og sér ekkert fyrir endann á vandræðunum.

Ég er með hnút í maganum yfir öllu ráðleysinu, enginn virðist ætla að rétta samherjum sínum í ríkisstjórninni höndina, með beiðni um styrk og samstöðu til að finna lausn á vandanum. Nei, nei , þarna er hver höndin upp á móti annarri. Innbyrðis flokkadeilur, og þær ekkert smávægilegar, tröllríða öllu, meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bíða átektar með bros á vör, í fullvissu um að nú sé þeirra tími að komnn. Kominn til að endurreysa frjálshyggjuna, endurlífga gullkálfinn svo darraðadansinn geti hafist aftur?

Eru engin ráð til að stoppa þetta? Mér sýnist ekki annað en að stofna verði til þjóðfundar til að ræða málin, og reyna svo að fara eftir niðurstöðunni, hver sem hún verður. Nýtt, nýtt, nýtt, það er eina vonin. Fólk verður að taka höndum saman. Hvað gamla flokkakerfið varðar, er það gengið úr sér fyrir löngu og mér sýnist einskis að vænta þaðan. Ég vil sérfróða menn á hverju sviði í ríkisstjórn, og til setu í þinginu. Til setu, meina ég að þeir séu til staðar á vinnustaðnum og sinni þessu eins og vitiborið fólk í vinnu fyrir þjóðina alla. Sé unnið af einurð skiptir litlu hvaða flokk þeir hafa kosið áður ef þeir bara sinna starfinu af alúð, eindrægni og ekki síst einlægni.

Það þýðir bara því miður ekkert að óskapast út í það sem hefur gerst, það er liðið og verður ekki aftur tekið. Við verðum að snúa vörn í sókn og horfa til þess sem mögulega er hægt að gera, landi og þjóð til velsældar.

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband