Dásamlegt

Flugferðir  en sérstaklega það sem tekst vel í neyðartilvikum gleður alltaf mitt geð. Ég samgleðst öllum sem eiga hlut að máli innilega.

Fyrir 40 árum fórst maðurinn minn þrítugur að aldri, í flugslysi í Dacca í Bangladesh, sem þá hét Austur Pakistan, svona rétt fyrir jólin, frá þrem ungum börnum.

Þess vegna get ég ekki að því gert að það grípur mig óumræðilegur fögnuður við hversu giftusamlega tókst til.


mbl.is Nauðlending tókst vel í Varsjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil þig Bergljót mín þetta hefur verið erfið reynsla.  En það er gott að allt fór vel þarna í Varsjá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 20:23

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert stórkostleg stelpa mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.11.2011 kl. 20:48

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Knús héðan

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.11.2011 kl. 20:51

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk stelpur mínar

Víst var reynslan erfið, en þegar frá leið lærdómsrík. Þetta er ekkert skrifað af neinni sjálfsvorkunn, enda langt um liðið, heldur bara óumræðanlegri gleði að svona vel fór.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.11.2011 kl. 20:54

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Knús á móti Axel

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.11.2011 kl. 21:10

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Fyrir gefðu Bergljót var það Birgir ?

Kv Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 1.11.2011 kl. 22:14

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Nei hann hét StefánÍlafsson og var flugvélstjóri. Konan hans Birgis hét Svala. Ekkert að fyrirgefa.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.11.2011 kl. 22:23

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Stefán Ólafsson átti það að vera.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.11.2011 kl. 22:23

9 identicon

Sendi þér hlýju og góða strauma kæra Beggó. 

Stella

Stella Aðalsteins (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 23:24

10 Smámynd: Rauða Ljónið

Takk. Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 2.11.2011 kl. 00:20

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Elsku Stella mín, alltaf hlýja og góðir straumar til þín. Hvernig væri annars, að  hittast yfir góðum kaffisopa? Ertu ekki á lausu einhvern daginn?  Mikið þætti mér það gaman.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.11.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband