Absúrdismi

Þetta minnir mig mjög á stutt leikrit eftir Samuel Beckett, en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Annars stal ég þessu af síðunni hans Axels Jóhanns HALLGRÍMSSONAR

Blogg dagsins

!


«Síðasta færsla|Næsta færsla»

Athugasemdir

Augnablik...Vakta athugasemdir Þú ert að vakta athugasemdir við þessa færslu. Hætta að vakta
1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

?

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.6.2012 kl. 00:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.6.2012 kl. 06:27

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Já.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.6.2012 kl. 15:26

  [Innskr


SUMAR OG SÓL - REIÐI OG MYRKUR

En hvað tilveran var björt í dag. Það  hljóp í mig einhver fídonskraftur, mér liggur við að segja til orðs og æðis. Ég var búin að stinga upp og flytja til  jarðveg í lóðinni, jarðveg sem ég hélt að ég réði bara ekkert við, þyngslanna vegna. En þegar sólin brosti og fuglarnir sungu sitt dirrindí, gerðist þetta bara svona eins og af sjálfu sér. Ég hljóp, hummandi allskyns tónlist fyrir sjálfa mig, með moldina um víðan völl og allt í einu var verkinu lokið. Það er með ólíkindum hvað ég get raulað mikið  þegar svona vel liggur á mér.

Allt í einu heyrði ég hávær óp og vein, eins sog niðurbæd, og nokkuð í burtu. Þetta var kvenmannsrödd sem argaði á hæsta. Eftir smástund fór ég á stjá, því hljóðin hækkuðu og hækkuðu og mér var ekki orðið um sel. Innan stundar gat ég staðsett þau í húsi hérna í næsta nágrenni. Ég stóð úti í gangstétt og sá þá að þetta var ung kona sem gekk um gólf innan við stóran glugga og öskraði eins og hún ætti lífið að leysa.

Skyndilega heyrði ég einhvern dynk og hún snarþagnaði. Eftir smástund sá ég hana koma út í glugga, með þvílíkan tryllingssvipsvip á andlitinu að seint gleymist. Þegar það gerðist var ég komin með símann í hendurnar, til að hringja á lögregluna. Konugarmurinn dró gardínurnar niður í snatri, en mér leið eins og ég hefði staðið á hleri. Síðan ekki söguna meir.

Þegar ég gekk inn aftur fattaði ég að ég var hágrátandi og gersamlega miður mín. Allt í einu sá ég ekki sólina lengur, né heyrði í fuglunum, eða gladdist yfir vel unnu dagsverki.

Ég vona að konan sé búin að jafna sig á þessari trylltu reiði sem hún var að fá útrás fyrir, ekki heyrðist  í neinum öðrum, enda ekki á margra færi að garga svona hátt. Það hlýtur að vera skelfilegt að líða svona, en ég get varla vikið þessu burt úr huganum og er ennþá í hálfgerðu sjokki.


Sjálfsánægja

DSC00856

Bara svona smá mont, var að enda við að hlaða þetta grill, með smáaðstoð frá tveim sterkum barnabarnsstrákum. Vegginn skreytti ég síðan til að fá smá suðrænan fíling í þetta.


Hvað er í gangi?

Hvað er eiginlega í gangi. Er samfélagið orðið svo gegnsýrt af frekju, yfirgangi og stjórnleysi að rugluðu fólki finnist bara sjálfsagt að rústa bíl sem stendur og bíður eiganda síns, eða unglingur gengur berseksgang vegna þess að honum mislíkar kona föður síns. Auðvitað þarf ungi maðurinn á hjálp að halda og vonandi að hún komi fljótt og virki vel.

Að lesa um þetta fær kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds á manni. Hverju er næst von á, og hver verða fórnarlömbin.

Mér er líka lífsins ómögulegt að skilja þann skort á sjálfsvirðingu að taka þátt í í skipulagðri glæpastarfsemi. Það virðist vera viðtekin staðreynd, virkilegur raunveruleiki að menn sitji bara og ráði ráðum sínum í mestu rólegheitum, hvernig hlunnfara megi náungann, með eða án líkamsmeiðinga eða annars ofbeldis og framkvæmi það síðan ískalt, án nokkurrar vægðar.

Það hrista eflaust margir hausinn og hugsa, hvað er manneskjan að rausa, en það breytir því ekki að það setur orðið svo miklu oftar að manni óhug, en maður kærir sig um og eðlilegt er. Og orsökin er frekja, græðgi og yfirgangur.


mbl.is Rústuðu bíl grunnskólakennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing um kynhneigð og samkennd.

Ég þekkti einu sinni gamla konu sem bjó í Flatey á Breiðafirði. Þar hafði hún dvalið lungann úr ævi sinni án allra þeirra þæginda sem við eigum að venjast, eins og dagblaða og sjónvarps en útvarpið lokaði hún fyrir, fyrir fullt og allt þegar verið var að murka lífið úr stríðshrjáðu fólkinu í Biafra og börnin stráféllu úr hungri.

Þetta var svo ljótt að hún treysti sér ekki til að fylgjast með fréttum af því og þess vegna hætti hún alfarið að hlusta á útvarpið ef ské kynni að frétt af þessu hryllilega ástandi slæddist með.

Afturámóti varð hún alveg öldungis hlessa og glöð þegar við máluðum húsið okkar svart með hvítum gluggum, sló sér á lær og sagði, "mér hafa alltaf fundist kolsvartir menn með snjóhvítar tennur svo furðulegir og fallegir."

Aðspurð sagðist hún aldrei hafa séð neinn slíkan, en þekkti þá af afspurn.

Af hverju mér datt þessi saga í hug núna veit ég ekki almennilega, en hún sýnir vissulega jafnréttiskennd og samúð með náunganum.

Annars varð bloggið hennar Ásdísar um þetta sama efni kveikjan að skrifum mínum. Gott blogg og áhugavert.

Mér finnst nú eiginlega, að það að vilja bera sig hressilega í hinsegin göngunni sé líklega til að vera hinsegin, þó ekki sjái ég neinn frumleika í þannig athyglissöfnungjörningi sem er að mínu mati fremur óspennandi, en gleymum því ekki að sumir hafa þörf fyrir þetta, hvort sem þeir eru gulir grænir eða bláir, hvers kyns sem er, sam eða gagnkynhneigðir.

Ef til vill var þessi athyglissöfnun og brútalitetið sem fylgdi því í upphafi til að ná óskertri athygli og vekja hneikslun. Var það ekki aðferðin sem Rauðsokkurnar notuðu til að ná eyrum þjóðarinnar og flýttu þar líklega jafnréttisbaráttunni um áratugi.

Ég held að við sem ætlum að búa í samfélagi nútímans verðum að gera okkur grein fyrir því að samkynhneigð hefur alltaf verið til og verður alltaf til. Á meðan flestir þurftu ap vera inni í skápnum gátum við pempíurnar látið okkur líða vel í okkar Andorra, þar sem allt var slétt og fellt á yfirborðinu, en óhamingja þeirra sem voru neyddir til að vera í skápnum mátti ekki sjást, ekki trufla okkur í að ráðskast með líf annarra.

Það þarf enga sérstaka hópa samkynhneigðra til að sýna bert hold eða "show off". Við erum fullfær um það þessi "réttkynhneigðu", þetta er allt í kringum okkur og verður svo áfram, hvort sem okkur líkar betur eða verr.


mbl.is Er samkynhneigð feimnismál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lóan

2631718081_c8d8efba95

Heyrði í lóunni hérna í leifunum af Vatnsmýrinni í morgun og satt best að segja fór sæluhrollur um mig, því nú er ég búin að heyra í vorinu hérna í mínum malbikshlaðvarpa. Ég óttaðist að lóan væri hætt að koma hérna á þennan smáskika sem eftir er af mýrinni, en ég bý í næsta nágrenni við hana, en sem betur fer gefst hún ekki upp.

Þar sem veðurblíðan er með eindæmum, eins og allir vita, sat ég bara úti á verönd í allan dag og lét fara vel um mig, á meðan fólk spókaði sig í sólinni og maður heyrði ánægjuraddir vegfarenda fyrir húshornið.

Svona á tilveran að vera, ekkert nema sól og sæla.


Barátta og baráttuleti

Það var eitthvað sorglegt við að sjá svör fólks við spurningunni um hvort ætti að hafa verslanir opnar 1. maí. Það var fréttamaður sjónvarps á annarri hvorri stöðinni sem spurði, og þeir sem svöruðu virðist hann hafa hitt á förnum vegi, þ.e. úrtak af hinum almenna borgara.

Auðvitað var þarna fólk, allt í eldri kantinum, sem var skýlaust meðmælt lokun, til þess að afgreiðslufólk verslana fengi frí á sjálfum baráttudegi verkalýðsins. Það skilur hvað málið snýst um og stendur með þeim sem í hlut eiga.

En eftir því sem liðið yngdist sem spurt var, var eins og enginn skilningur væri á hvers vegna til stóð að loka, og ung kona setti upp ákaflega innantóman svip yfir þessari fáránlegu spurningu og opineygð með heimskusvip svaraði hún að henni fyndist sjálfsagt að hafa opið.

Verkalýðsbaráttan virðist bara hreinlega ekki vera í tísku, samkvæmt þessari könnun og það sjokkerar mig líklega meir en ég vil viðurkenna. Er unga kynslóðin virkilega svo sjálfhverf að hún geti ekki lifað af einn dag, þó búðir loki vegna baráttu þeirra sem þar vinna fyrir betri kjörum.

Svo er annað mál hvort unga fólkið sem fær frí á þessum baráttudegi fyrir betra lífi nennir að fara í kröfugöngu og láta að sér kveða. Það er stundum eins og unga kynslóðin ætlist til þess að þeir sem á undan ganga, foreldrar og vinnufélagar, geri allt fyrir hana, þetta sé bara ekki hennar mál.

Hvernig geta lífskjörin batnað ef fólkinu sem er ungt og sprækt er alveg sama og nennir ekkert að gera í málunum.

Sem betur fer er líka ungt fólk með skoðanir og framtak, en ég ætla að leyfa mér að alhæfa að það sé í miklum minnihluta.

Þetta er verðugt umhugsunarefni á 1. maí.

Um framtak og efndir þeirra sem herjað er á um betri lífskjör vil ég sem minnst segja, ég gæti orðið ótæpilega orðljót við að gefa þeim hugsunum mínum pláss hér á síðunni.

Upp með réttlæti, skynsemi og hærri laun. Launakjör hins almenna launamanns og ellilífeyrisþega eru þvílíkt hneyksli að maður roðnar við tilhugsunina.

Til hamingju með daginn launafólk!

 


Rómeo og Júlía Vesturports

Besta leikhússupplifun mín til þessa, og hef ég verið dyggur áhorfandi og aðdáandi þess sem vel hefur verið gert í íslensku leikhúsunum, allt frá því Þjóðleikhúsið var opnað,  síðan kom tími  frjálsu leikhópanna og auðvitað er gamla Iðnó og Borgarleikhúsið  meðtalið, er sýning Vesturports á Rómeo og Júlíu, sem ég sá í kvöld.

Leikhúsið hefur alltaf höfðað til mín með öllum þeim töfrum sem því geta fylgt. Stundum tekst sérlega vel til, stundum bærilega, en því miður fylgja líka nokkrar virkilega vondar sýningar sem fá mann til að finna svo til með leikhúsinu að maður fer heim með kökk í hálsinum.

En stundum gerist það líka, og það gerðist í kvöld, að það er eins og léttur blær skjótist undir leikhússvængina. Sá blær sefar alla sorg og sút og gefur manni nýja sýn á tilveruna.

Þetta á ekkert skylt við efni leikverksins, sem er harmleikur, en fluttur á mjög svo gamansaman hátt, en þó svo táknrænan, að bláköld alvaran og sorgin kemur alltaf fram á svo  fallegum nótum að maður grét innra með sér á meðan maður hló og skemmti sér eins og allir í salnum.

Takk Vesturport þetta var eins og að finna fjársjóð.   


Sumardagurinn fyrsti

Vorið er komið og grundirnar gróa söng Hallbjörg forðum og gerði það með þvílíkum stæl að flestir trúðu henni, að ég held, jafnvel þó að um haust væri. Sumardagurinn fyrsti rann upp bjartur og fagur og það hélst merkilegt nokk til kvölds. Við skulum vona að þetta sé byrjunin á fallegu og löngu sumri með hæfilegu veðri fyrir alla, bæði sóldýrkendur og svo bændur sem þurfa svo nauðsynlega á rigningu að halda, öðru hverju, eigi afkoman að vera sæmileg.

Ég er sem betur fer ekki með nein smábörn lengur og þarf því ekki að mæta skyldunnar vegna í skrúfgöngur, eins og ein dóttir mín nefndi þær í den. Skrúðgöngur eru al leiðinlegasta fyrirbrigði sem ég hef þurft að láta ganga yfir mig um dagana og það svona 50 - 100 sinnum of oft. Kröfugöngur eru miklu betri, enda helgar tilgangurinn meðalið, þó svo að þær ættu að vera óþarfar í landi þar sem ríkisstjórnin álítur sig standa sig með afbrigðum vel. Því miður eru þær oftast jafn gagnslausar og þær fyrrnefndu, en kæri stjórnvöld og atvinnurekendur sig um, sem þau gera oftast ekki, ættu þau þó að fá skýr skilaboð um hvað bjátar á hjá verkalýðnum og öðrum launamönnum.

Það er ekki langt í fyrsta maí og og vonandi slysast einhver af ráðamönnum þjóðarinnar til að hlusta á ákall almennings og koma því til skila, því allt þetta fólk marserar til að reyna að ná eyrum þeirra. Ef ráðamenn létu ekki eins og kröfugangan 1. maí væri ekki til, þeir virðast bæði blindir og heyrnalausir þann dag, væri e.t.v. smásjens að verkalýðurinn fengi  frí á þessum hátíðisdegi sínum og fengi notið hans með fjölskyldu og vinum í staðinn fyrir að standa sífellt í þessu vonlausa þrammi, áratug eftir áratug, án árangurs.

Að svo mæltu óska ég landsmönnum öllum gleðilegs sumars.

.


La Boheme

Hvað fólk var að gera með húlagjarðir, sem ég held að hafi bara alls ekki verið búið að finna upp á seinni hluta 19. aldar, í listamanna og fátækrahverfum Parísar , er mér hulin ráðgáta. Það er þó svo sem í anda alls þess kraðaks sem fer fram á sviðinu, og utan,  í flutningi Íslensku óperunnar á La Boheme, sem verið er að flytja í Hörpu þessa dagana.

Sýningin fær rífandi góða dóma hjá þeim sem ég hef heyrt eða séð fjalla um, alveg öndvert við mitt álit á þessum gjörningi. Húsið, það er sviðið, tekur engan veginn allt þetta  haf leikara og kórfélaga, sem er svo sem skiljanlegt að þurfi að vera þarna, en það bókstaflega þvælist hvert fyrir öðru, uppi á sviðinu eða niðri í sal. Maður bíður bara spenntur eftir að eihver detti kylliflatur eða þaðan af verra.

Þetta var þess utan í fyrsta sinn sem mér fannst ég ekkert vera á óperusýningu, hljómburðurinn þar sem ég sat var afleitur, á 23. bekk í sal, fyrir sönginn, betri fyrir tónlistina og með öllu yfirskrautinu og þessu eilíft villuráfandi fólki sem átti þó að vera þáttakendur í sýningunni var bara hreinlega pínlegt að horfa upp á aðstöðuleysi Óperunnar í þessum flotta hljómleikasal Hörpu, sem er aðeins eitt lítið skref í rétta átt fyrir óperusýningar miðað við Gamla bíó, en langt frá öllu sem kallast getur fullnægjandi óperuhús.

Satt best að segja botna ég ekkert í þessum rífandi dómum, mér fannst þessu svo rosalega ábótavant. Það er asskoti skítt þegar maður verður bara hálffegin þegar Mímí  Huldu Bjarkar geyspar loksins golunni, þó hún syngi töfrandi vel, og maður kemst út úr húsinu.  Hljómsveitin var góð, söngurinn, það sem ekki barst hálfkafnað  á 23. bekk líka, en þetta bara gekk engan veginn   upp sem heild.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband