Hugleiðing um kynhneigð og samkennd.

Ég þekkti einu sinni gamla konu sem bjó í Flatey á Breiðafirði. Þar hafði hún dvalið lungann úr ævi sinni án allra þeirra þæginda sem við eigum að venjast, eins og dagblaða og sjónvarps en útvarpið lokaði hún fyrir, fyrir fullt og allt þegar verið var að murka lífið úr stríðshrjáðu fólkinu í Biafra og börnin stráféllu úr hungri.

Þetta var svo ljótt að hún treysti sér ekki til að fylgjast með fréttum af því og þess vegna hætti hún alfarið að hlusta á útvarpið ef ské kynni að frétt af þessu hryllilega ástandi slæddist með.

Afturámóti varð hún alveg öldungis hlessa og glöð þegar við máluðum húsið okkar svart með hvítum gluggum, sló sér á lær og sagði, "mér hafa alltaf fundist kolsvartir menn með snjóhvítar tennur svo furðulegir og fallegir."

Aðspurð sagðist hún aldrei hafa séð neinn slíkan, en þekkti þá af afspurn.

Af hverju mér datt þessi saga í hug núna veit ég ekki almennilega, en hún sýnir vissulega jafnréttiskennd og samúð með náunganum.

Annars varð bloggið hennar Ásdísar um þetta sama efni kveikjan að skrifum mínum. Gott blogg og áhugavert.

Mér finnst nú eiginlega, að það að vilja bera sig hressilega í hinsegin göngunni sé líklega til að vera hinsegin, þó ekki sjái ég neinn frumleika í þannig athyglissöfnungjörningi sem er að mínu mati fremur óspennandi, en gleymum því ekki að sumir hafa þörf fyrir þetta, hvort sem þeir eru gulir grænir eða bláir, hvers kyns sem er, sam eða gagnkynhneigðir.

Ef til vill var þessi athyglissöfnun og brútalitetið sem fylgdi því í upphafi til að ná óskertri athygli og vekja hneikslun. Var það ekki aðferðin sem Rauðsokkurnar notuðu til að ná eyrum þjóðarinnar og flýttu þar líklega jafnréttisbaráttunni um áratugi.

Ég held að við sem ætlum að búa í samfélagi nútímans verðum að gera okkur grein fyrir því að samkynhneigð hefur alltaf verið til og verður alltaf til. Á meðan flestir þurftu ap vera inni í skápnum gátum við pempíurnar látið okkur líða vel í okkar Andorra, þar sem allt var slétt og fellt á yfirborðinu, en óhamingja þeirra sem voru neyddir til að vera í skápnum mátti ekki sjást, ekki trufla okkur í að ráðskast með líf annarra.

Það þarf enga sérstaka hópa samkynhneigðra til að sýna bert hold eða "show off". Við erum fullfær um það þessi "réttkynhneigðu", þetta er allt í kringum okkur og verður svo áfram, hvort sem okkur líkar betur eða verr.


mbl.is Er samkynhneigð feimnismál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð og trúarbrögðin eru á leið í skápana sem samkynhneigðir voru þvingaðir í...

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 09:55

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Skápasalan auglýsir

Trúarbragðaskápar í úrvali, notaðir og nýir. Hafa verið sótthreinsaðir af kynvillu, og eru því í góðu standi fyrir trúvillu!

Ertu að meina eitthvað svona Doctore?

Ég næstum skammast mín fyrir að setja þessi tvö orð á prent, en þetta er þó, að ég hygg, alveg nákvæmlega það sem ofstækislegar hugmyndir kalla fram. Ég álít að við verðum að halla okkur að umburðarlyndi gagnvart náunganum og aðhyllast frelsi honum til handa, hvort sem átt er við trúmál eða kynhneigð og venjast því að hafa bara venjulegan brúksvarning og óþarfa í skápunum okkar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.5.2012 kl. 13:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott innlegg í þessa umræðu Bergljót mín og sönn.  Ég er reyndar sammála gömlu konunni með fréttirnar, ég hef stundum þurft að taka fyrir eyrun þegar fréttir eru af morðum og drápum hér og þar um heiminn, þegar ég er ein heima þá slekk ég á útvarpinu eða sjónvarpinu, það þarf sjálfsagt að flytja þessar fréttir, en ég bara vil ekki viðbjóðin inn í stofuna til mín. 

Hitt er svo auðvitað þegar guðsmennirnir geta ekki tekið hverjum manni eins og hann er skapaður.  Það er einhver pempíuháttur hjá fólki sem talar manna hæst um fyrirgefningu og umburðarlyndi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2012 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband