Baunagrasið á Bíldudal

 315414_10151042227109812_1873045334_n[1]

Er búin að eiga dásamlegar tvær vikur vestur á Bíldudal í glampandi sól og hita, en í för með mér var barnabarnið mitt 7 ára strákur sem lærði að byggja spilaborgir af ógnarhraða. Foreldrar hans komu fimm dögum seinna.

 Það sem stóð þó uppúr af mörgu ánægjulegau var Baunagrasið, þjólagahátíð. Þarna mættust hinir ýmsu trúbadorar og smágrúppur, bæði heimamenn og aðkomnir, og fluttu okkur hinum tónlist á háu gæðastigi, við góðar móttökur og almenna ánægju áheyrenda, aðkominna jafnt sem heimamanna. Síðan hef ég sterkan grun um að tónlistarmennirnir hafi ekki síður notið þess að vera þarna.

Birti hérna nokkrar myndir, en hátíðin var sett á pramma í höfninni og þaðan hljómaði tónlistin fyrsta kvöldið í blanka logni, en áheyrendur gátu hreiðrað um sig á hafnarbakkanum. Þarna var seldur afar ljúffengur þorskur beint af grillinu og gátu þeir sem vildu fengið sig sadda að því góðmeti.

Á öðrum degi var m.a. haldið námskeið í gerð hljóðfæra fyrir börn, þ.e. að gera hristur og rainsticks en það hljóðfæri kemur frá Afríku og sé því hallað kemur hljóð sem minnir mjög á rigningu, sé því hallað rétt.

Skal viðurkennt að ég tók þátt í að leibeina á námskeiðinu, sem var mjög vel sótt og almenn ánægja meðal barnanna. 

DSC01092

Áhugasöm börn ásamt Þresti Leó Gunnarssyni sem aðstoðaði með ráðum og dáð.

DSC01094

 Tvær ánægðar systur með hljóðfærin sín.

DSC01098DSC01099

Þá kemur hann Sindri Hrafn með spilaborgina sem óx svona hratt.

DSC01024

DSC01029

Bíldudalskvöldblíðan séð út um stofugluggann okkar.

DSC01020


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa frásögn og myndirnar, virkilega gaman að skoða, sá stutti er afar laginn með spilaborgirnar.   Og ekki skemmir útsýnið út í sumarnóttina vestfirsku.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 01:27

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Glæsilegt! Takk fyrir þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.8.2012 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband