26.6.2012 | 23:55
Óhreinar sundlaugar?
Skilaboðin eru þau að völlurinn skuli eingöngu opinn fyrir keppnisgreinar, en ekki almenningi. Honum, almenningi, mun þó vonandi ætlað að fá leyfi háttvirtra yfirvalda vallarins til að kaupa sig inn og berja dýrðina augum, þegar keppni fer fram.
Ég sé að vísu litla ástæðu til að fetta fingur út í þetta, nema þá helst til að fetta fingur út í allt sem borgin gerir, eins og ansi margir aðrir hafa tamið sér, sérstaklega þeir sem leggja óhefta fæð á borgarstjórann okkar, á meðan nægar eru hlaupabrautirnar út frá allflestum sundlaugum. En verða ekki laugarnar óhreinar og óheilnæmar ef sífellt er verið að troða í þær upplýsingum um þessar brautir. Upplýsingarnar hljóta að blotna og eyðileggjast jafnóðum ef þessi frumlega aðferð er notuð, til að koma þeim á framfæri, ikke? Við erum svo rosalega spes Íslendingar.
Laugardalsvöllur ekki fyrir almenning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Bergljót,
ég bý í Hafnarfirði og hef í gegnum árin fengið að njóta þess að hlaupa á fínni hlaupabraut - alla vega síðan fína hlaupabrautin var lögð - í Kaplakrika. Það fer mun betur með líkaman að hlaupa á tartan en gangstéttinni.
Ég verð var við að fleiri nýta sér sama rétt, en oftast er hlaupið á kvöldin eða stundum um helgar. Það fer eftir því hvenær æfingar eru eða keppnir.
Þess vegna átta ég mig ekki á því hvers vegna ekki er hægt að leyfa Reykvíkingum að hlaupa á Laugardalsvelli utan þess tíma að sjálfsögðu sem æfingar eða keppni fer fram.
Þetta er mikil þröngsýni og eflaust óttast borgaryfirvöld að menn stelist til að spila fótbolta á grasinu. Það er jú fótboltinn sem tröllríður öllu í þessu samfélagi. Og skiptir þó engu að borgarstjórinn sé anti-sportisti.
Baldur Óskarsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 02:23
Frumleg nálgun. Ef fram koma hugmyndir um hlaupaleiðir, eða hlaupamöguleika er full ástæða til þess að skoða þá, því þessi mannvirki eru jú almenningseign. Annars eru brautir með tartanefni á Valbjarnarvelli. Ef hægt er að opna Laugardalsvöll líka og það er ekki að valda miklum usla sé ég ekki mikið að því.
Það er full ástæða fyrir borgarana að veita stjórnmálamönnunum aðhald, gagnrýnin hugsun. Hins vegar þegar fjölmiðlarnir, fjórða valdið, telja það sitt hlutverk að ákvaða hvaða stjórnmálamenn eiga að vera við völd, eða forseti, þá eru þeir á villigötum.
Sigurður Þorsteinsson, 27.6.2012 kl. 07:20
Eina ástæðan fyri því að ég fetti ekki fingur út í þetta er sú að ég hleyp ekki lengur, þó stundum bregði ég undir mig stuttu skokki.
Mér finnst aftur á móti alveg sjálfsagt að leyfa þeim sem hafa áhuga, að nýta sér bestu aðstöðuna þegar hún er laus, enda Laugardagsvöllur eign almennings. En það er nú einu sinni svo á þessu blessaða landi okkar að það virðist svo óendanlegur vilji til að banna. Hvort þetta eru einhverjir sem hafa öðlast smá forráð umfram aðra, sem þurfa að sýna vald sitt skal ekki segja, en mikið er þreytandi þegar það er verið að banna sjálfsagða hluti með þessum hætti.
Það getur ekki kostað stórfé að hafa einhvern til að fylgjast með að grasið sé ekki skemmt.
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.6.2012 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.