5.5.2012 | 22:28
Lóan
Heyrði í lóunni hérna í leifunum af Vatnsmýrinni í morgun og satt best að segja fór sæluhrollur um mig, því nú er ég búin að heyra í vorinu hérna í mínum malbikshlaðvarpa. Ég óttaðist að lóan væri hætt að koma hérna á þennan smáskika sem eftir er af mýrinni, en ég bý í næsta nágrenni við hana, en sem betur fer gefst hún ekki upp.
Þar sem veðurblíðan er með eindæmum, eins og allir vita, sat ég bara úti á verönd í allan dag og lét fara vel um mig, á meðan fólk spókaði sig í sólinni og maður heyrði ánægjuraddir vegfarenda fyrir húshornið.
Svona á tilveran að vera, ekkert nema sól og sæla.
Athugasemdir
Einmitt alveg rétt.Dýrðin Dýrðin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2012 kl. 11:04
Sumir eru litlir og aðrir stórir. Þú ert í alveg sérstakri og fágætri yfirstærð Ásthildur mín. Það er svo uppörvandi og gott að vita af þér.
Bergljót Gunnarsdóttir, 6.5.2012 kl. 19:05
Takk elsku Bergljót mín þetta var fallega sagt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2012 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.