Spítalalíf.

Er búin að sitja meira og minna allan sólarhringinn við sjúkrabeð mannsins míns, en hann fékk mjög alvarlegt heilablóðfall sl. laugardagskvöld og hékk líf hans á bláþræði til að byrja með, en þráðurinn sá er óðum að þykkna og smá von að kvikna hjá mér um einhvern bata.

Þar sem ég er oftast meir en fús að skrifa um það sem miður fer og mér blöskrar, er ég að hugsa um að venda mínu kvæði í kross og skrifa einu sinni um það sem mér líkar og hrífur mig.

Hérna starfar sægur af fólki, en eins og gefur að skilja eru störfin jafn misjöfn og þau eru mörg. Hér skokka um gangana léttfættar hjúkkur, sjúkraliðar, og allskyns annað fólk sem ég kann ekki að nefna starfsheitin á, og svo líka, þó ekki eins oft, læknar af ýmsum gráðum og á ég þá við unglækna, og líklega nokkra mismunandi sérfræðinga. Deildin heitir B2 og er taugadeild Landsspítalans í Fossvogi.

Eitt á þetta fólk, allt með tölu sameiginlegt, að það er að vinna vinnuna sína af vandvirkni og alúð. Öll umönnun er unnin af öryggi og allt viðmót er jákvætt ásamt því að ættingjarnir sem hér bíða milli vonar og ótta fá adeilis sinn skerf af hlýlegu andrúmsloftinu sem hér ríkir.

Á þessum síðustu og verstu tímum, þegar margt er í kaldrakoli, kemur fyrir að fólk er ekki alveg að standa sína pligt í vinnunni og gleymir sér í amstri og áhyggjum dagsins.

Þessi vinnustaður ætti að vera öðrum fordæmi um að láta ja, kúnnunum ef svo má segja, líða eins vel og kostur er, og fyrir það vil ég þakka af heilum hug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sannarlega vona ég að maðurinn þinn nái heilsu á ný, það er alltaf sárt þegar okkar nánustu aðstandendur veikjast.

Jón Ríkharðsson, 17.11.2011 kl. 00:52

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óska bóndanum góðs bata og gott að heyra að hann er í góðum höndum.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.11.2011 kl. 08:32

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Knús til ykkar kæru vinir.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.11.2011 kl. 08:48

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Óska manninum þínum góðs bata og vona að allt fari vel fyrir ykkur. Ég hef því miður þurft að eyða miklum tíma á sjúkrahúsum bæði með sjálfa mig og aðra og ég get ekki hugsað mér neitt yndislegra en það starfsfólk sem ég hef hitt á og þurft að leita hjálpar hjá, framúrskarandi fólk í heilbrigðisstétt landsins.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.11.2011 kl. 13:13

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Beggó mín, sendi ykkur báðum hjartans kveðjur um góðann bata.

Við eigum afbragðs fólk í heilbryggðisgeiranum, það verður aldrei fullþakkað, kann ég margar sögur um það.

Kærleik til þín flotta vinkona

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2011 kl. 21:02

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sendi mínar bestu hugsanir til ykkar beggja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.11.2011 kl. 21:16

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þakka innilega fyrir hlýjar kveðjur og góðar óskir okkur til handa.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.11.2011 kl. 22:13

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Bergljót mín ég sendi ykkur báðum innilegar kveðjur og bestu batakveðjur til eiginmannsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2011 kl. 16:27

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvernig gengur Beggó mín, sendi ykkur ljós og kærleik.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2011 kl. 10:02

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk fyrir kveðjuna Milla mín.

Honum er ekki hugað líf lengur, er meðvitundarlaus,  kominn í líknarmeðferð, og er því laus við þjáningarnar.  Vona að sá sem öllu ræður láti hann ekki bíða mikið lengur eftir að leggja í síðustu ferðina. Ég reyni að senda honum allt það góða sem ég á til í gegnum hugsanir og snertingu, meira get ég ekki gert..    

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.11.2011 kl. 11:51

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku stelpan mín.  Þetta er svo sárt, en svo lítið sem við getum gert nema að sætta okkur við orðin hlut.  Og vita að ástvinurinn fer aldrei neitt langt burtu frá okkur.  Sendi þér og þínum innilegustu kveðjur og góðar óskir.  Megi allar góðar vættir vaka með ykkur og vernda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2011 kl. 14:23

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku ljúfust mín, þetta er erfiður tími fyrir þig, en þú ert sterk kona, sendi þér alla þá orku sem ég á til og þið eruð í bænum mínum þú til að vera í ljósinu og hann til að komast sem fyrst áfram í þann heim sem við öll komum til með að tilheyra einhverntímann

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.11.2011 kl. 18:25

13 identicon

Elsku hjartans Beggó mín.

Ég sá andlátsfregnina hans Odds í Fréttablaðinu nú í kvöld.  Sendi þér allar mínar bestu og hlýjustu hugsanir, ljós og samúð á þessum erfiða tíma hjá þér.  Bið fyrir þér og vona að þú fáir æðri mátt og kraft til að standast þessa raun, sem og aðrar sem á þér hafa dunið í lífinu.

Hlýja og knús til þín

Þín Stella

Stella A. (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 21:20

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er búin að hugsa mikið til þín Bergljót mín.  Ég sendi þér og fjölskyldunni alla mína samúð og kærleika.  Blessuð sé minnin hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 22:44

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég sendi þér og þínum mínar bestu hugsanir og samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímamótum Bergljót mín.

Megi allar góðar vættir og vináttuhugsanir styðja þig og styrkja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.11.2011 kl. 23:01

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Beggó mín sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til þín á þessum sorgartíma megi góður guð létta af þér sorginni.

Ljós og kærleik til þín ljúfust

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.11.2011 kl. 22:52

17 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Kveðjurnar ykkar verma á erfiðum tíma. Takk fyrir það.

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.11.2011 kl. 06:23

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér allt í haginn ljúfust mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2011 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband