15.11.2011 | 22:45
Hvað??????
Hverslags perraviðbjóð menn komast upp með á þessu skipi með er mér hulin ráðgáta. Er ekki skipstjóri um borð, og ef svo undarlega vill til samkvæmt lýsingunum, hvað var hann þá að gera. Er ekki skipstjórinn yfirvald sem ber að hlýða, og hvers vegna tók hann þá ekki í taumana.
Mér er spurn, hvernig koma þessir menn fram heima hjá sér, fá þeir félagana til að koma og ganga svona að börnunum sínum og konunni jafnvel, í 10 faga samfleytt, sjálfum sér til skemmtunar. Ef þetta er einhver lenska á skipaflotanum er kominn tími til að hreinsa til, nógir eru um stöðurnar.
Þó þetta hefði ekki verið nema ein klst. af þessum hryllingi er það óafsakanlegt, og dómurinn yfir þeim ekkert annað en hlægilegur, þó ekki sé mér hlátur í hug.
Eru einhverjir perrar sem skipa dómsvaldið í Héraðsdómi Reykjaness. Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug að dæma, þetta arma úrhrak manna í áhöfninni í nokkurra daga skilorðsbundið fangelsi, sem þýðir að þeir ganga um frjálsir menn.
Ég segi og skrifa SKAMMIST ÞIÐ YKKAR, BÆÐI ÚRHRÖK OG DÓMARI!
Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Máttvana Dómarar, það verður að taka fastar á þessum sora sem virðist vaða uppi í þjóðfélaginu bæði til Lands og Sjáfar.Viðbjóður sem Dómarar taka vægt á..
Vilhjálmur Stefánsson, 15.11.2011 kl. 23:40
Mest er ég nú hissa á föður drengsins, að því að hann var hræddur um vinnuna sína þá gerði hann ekkert til að vernda son sinn, hann hlýtur að vera úrhrak no.1
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.11.2011 kl. 09:42
Mér finnst full ástæða til að fjölmiðlar okkar fjalli af vandvirkni um hinar ýmsu hliðar þessa skelfilega máls.
Hugsanlega myndi það leiða til umræðu sem gæti dregið úr líkum þess að annað varnarlaust barn yrði beitt hliðstæðu ofbeldi.
Ég efast um að áhafnarmeðlimir, skipstjóri eða eigendur þessa ónefnda skips skammist sín. Þetta var jú "bara grín"!!!
Við hin ættum hinsvegar að skammast okkar fyrir okkar "samvirkni" ef við reynum ekki að vernda a.m.k. börn fyrir svona ódáðum.
Agla (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 10:33
Takk fyrir þessa færslu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.11.2011 kl. 19:15
Þarna erum við innilega sammála Bergljót og ég er sammála öllum sem sett hafa inn athugasemdir varðandi þetta hræðilega mál.
Þetta eru barnaníðingar og eiga fá fangelsisdóm sem slíkir.
Ef einhver trúir því að þetta sé mórallinn á sjónum, þá er það misskilningur, ég hef verið mjög lengi til sjós og þetta er í fyrsta skiptið sem ég heyri um svona hrylling og vonandi heyri ég aldrei um svona atburð um borð í fiskiskipi aftur.
Eitt tilfelli er einum of mikið, það á aldrei að níðast á unglingum á þennan hátt, við eigum að sýna börnum og unglingum vinsemd og hlýju, það er okkar skylda, hvort sem við erum sjómenn eða tilheyrum öðrum stéttum.
Jón Ríkharðsson, 17.11.2011 kl. 00:51
Þarna hafa fáir menn, en heimskir og illa þenkjandi orðið til þess að koma óorði á heila stétt.
Auðvitað dettur engum lifandi manni í hug að allur þorri sjómanna sé sadistar og perrar, en eins og við erum sammála um, er eitt skipti einum of oft. Enginn maður sem hegðar sér svona ætti að halda vinnunni um borð. Ég er ansi hrædd um að flestum yrði sagt upp á vinnustöðum í landi, ef upp kæmist um svona hegðun.
Manni verður óglatt við tilhugsunina um að svona fólk sé til.
Bergljót Gunnarsdóttir, 17.11.2011 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.