1.11.2011 | 15:19
Mest jafnrétti?
Mest jafnrétti er ekki til. Jafnrétti er jafnt og þegar allir geta staðið á líunni, en enginn fer yfir hana er jafnréttinu fyrst náð.
Mest jafnrétti hljómar eins og mest eða minnst dauður, eða eitthvað álika gáfulegt.
Mest jafnrétti á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er svo margt athugvert við réttritun og orðanotkun í fréttum.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.11.2011 kl. 15:20
Algjörlega sammála þér Bergljót, en það er eins og fólki finnist þetta ekki vera svoleiðis. Þessi frétt sýnir það vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2011 kl. 15:39
Hnaut um þetta orðalag líka. Áhugaverð skýrslan um samhengið milli hlutfalls kvenna í efhagstjórnun landa og árangri á því sviði.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.11.2011 kl. 15:44
Það er eins og flestar konur hnjóti um að taka ábyrgð á þeim viðkvæmu málum sem efnahagsstjórnun er, enda yfirleitt nánast lagðar í einelti ef þær voga sér í "viðurkennd karlastörf".
Að ætla sér að taka að sér efnahags- eða aðra stjórn ríkja án þess að hafa til þess tilskylda menntun er nánast eins og tillræði í mínum huga.
Forsætisráðherrann okkar er að mínu viti að sigla þjóðarskútunni okkar í varanlegt strand innan landamæra ESB, þess vegna vil ég ganga á rétt hennar til að sinna þessu máli, og troða jafnframt á jafnréttinu.
Láttu kjarneðlisfræðing vinna við að botoxa óánægð smástirni í Hollywood eða eitthvað álíka, sem auðvitað minnir mig á að Jóhanna er flugfreyja og er ekkert að þjóna neinum farþegum, og það sem forsætisráðherra, úr þinginu, en ætti að halda í háloftunum með bros á vör, þar svo ekki verði meiri stórskandall úr.
Þetta er að verða allundarleg langloka, en lokaniðursraðan er líklega sú að enginn sem ekki hefur þekkingu eða menntun til þeirra starfa sem hann ræður sig til, ætti að gera það og skiptir þá engu máli hvers kyns fólk er.
Það má því segja að samfélag sem hefur "the fittest people for their jobs" verðu líklega best stjórnað.,
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.11.2011 kl. 16:26
Biðst afsökunar á öllum ritvillunum hér að ofan, en ég varð fyrir allmörgum truflunum á meðan ég skrifaði þetta, aðallega þó frá tövudruslunni minni, sem mér sýnist við að gefast upp.
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.11.2011 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.