Að hugsa sér

Þetta er stórkostlegt. Komin röð og regla á hlutina. Ferjan siglir í skjóli myrkurs inn í höfnina svo enginn sjái ef ekki gengur alveg að óskum. Þó skal allur vari hafður á og haft samband við útgerðina, ef ekki hefur tekist að dýpka nóg yfir daginn, eða vindátt breyst..

Þetta virðist ágætis fyrirkomulag, þó dýrt sé, ef ég skil rétt. Moka og moka alla daga, þegar gefur til þess,  renna sér svo inn fyrir nóttina, og auðvitað út aftur, svo ekki sitji fleyið fast að morgni.


mbl.is Herjólfur siglir í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 30.10.2011 kl. 13:13

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Siglingar um Landeyjarhöfn er orðin ein aðal fréttin í mogganum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2011 kl. 17:13

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta Landeyjahafnarmál er farið að minna á grínsögu af kleppurunum sem mokuðu alltaf sama sandinum.

Þeir mokuðu sandi í fötur úti undir húsvegg, báru þær upp á háaloft og losuðu úr þeim í ákveðnu herbergi þar. Sandurinn rann svo sjálfvirkt  þaðan niður í hauginn við húsvegginn.

Þegar kleppararnir föttuðu trixið, að þeir væru alltaf að bera sama sandinn, töldust þeir útskriftarhæfir. 

Það virðist hinsvegar nokkuð í land með að þeir sem stjórna og standa fyrir stöðugri tilfærslu á sama sandinum úr Landeyjahöfn útskrifist.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2011 kl. 17:36

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Satt best að segja fyndist mér þetta alveg sprenghlægilegt, ef það væri ekki svona tragikómískt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.10.2011 kl. 17:51

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

...."og andsk. dýrt", eins og karlinn minn er að tuða hérna við hliðina á mér.

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.10.2011 kl. 17:54

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alt bara af því að sérfræðingar geta ekki viðurkennt mistök og í stað þess að hætta við þetta allt saman eða fá nýja ferju er þráast við og öllu öðru kennt um en vitlausri hönnun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband