19.10.2011 | 19:31
Af hverju?
Hvers vegna er svona erfitt að greiða þessari stétt almennileg laun. Þetta er svo miklu meira en að standa bara og brosa framan í farþegana.
Alveg frá því ég man eftir mér, og þó orðin sjötug, hafa þær þurft að sækja eðlilegar launahækkanir á þennan hátt. Ég man þá tíð , þegar Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir samningnefnd þeirra af miklum dugnaði og fylgni, að launin fóru fyrst að skána.
Líklega er það eina góða við þetta argaþras, að eilífu, að það getur mögulega skapað frábæra stjórnmálamenn og hver veit nema það færi okkur nýjan forsætisráðherra að lokum.
En grínlaust, flugfreyjur og þjónar eru flest einstaklega vel þjálfaðir starfskraftar, og þægilegir í starfi, sérstaklega þau sem hafa elst í starfinu og kunna það til hlítar. Þær og þeir yngri, hugsa sum meir um útlitið, e.t.v. vegna áhrifanna sem nýr einkenningsbúningur hefur. Þar með er ekkert hallað á útlit hinna.
Miðað við öll jafnréttindamál starfshópa, sýnist mér samt, að það halli hlutfallslega töluvert á samkynhneigðar konur í þessu starfi.
Nýr fundur í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst þetta alveg með ólíkindum
Ásdís Sigurðardóttir, 20.10.2011 kl. 11:33
Mér líka
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.10.2011 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.