15.10.2011 | 23:40
Ó borg mín borg
Það er svo margt að gerast í kringum mann án þess að maður geri sér grein fyrir því, þ.e.a.s. ef maður treystir náunganum og næstu nágrönnum.
Dóttir mín, og fjölskylda semhafa búið við algert afskiptaleysi annars fólks í húisinu, og eiginlega verið nokkuð ánægð með það, fundu alveg ótrúlega sterka, súra og vonda lykt í ganginum hjá sér. Þegar þetta var búið að vara í einhverja tvo , til þrjá daga, bönkuðu þau upp hjá nágrönnunum, en ekkert svar, og lyktin hélt áfram að teygja sig út með hurðinni, einhverja daga í viðbót.
Nú vildi það íbúum hússis til happs, nema þeim sem áttu lyktina, að maður á efri hæðinn þurfti að endurnýja eitthvað í sambandi við sjónvarpið, en rafmagnstaflan fyrir það, er inni í íbúðinni með vondu lyktinni .
Það var hringt í eiganda íbúðarinnar, en hún var eða er í útleigu, sem sagði íbúana erlendis, en gaf leyfi til að farið væri inn. Það sem blasti við var vatn út um öll gólf, sem voru uppbólgin og gjörónýt, en þessi hræðilega lykt ætlaði allt að drepa. Þar sem mennirnir, sem fóru inn, höfðu greinilega bein í nefinu, var hringt í lögregluna, sem kom að bragði. Það sem var borið út var gríðarstór hassverksmiðja, og framleiðslan úr henni. Allir veggir voru klæddir af þannig að myndaðist skilrúm á milli, en íbúðin minnkaði bara ansi mikið,en þegar komið var inn sást ekki neitt, en ræktin fór öll fram með lýsingu á bak við þessar nýju þiljur.
Ef ræktandinn hefði ekki verið svona gráðugur, hefði hann ekki útbúið sér úðunar, eða vökvunarkerfi og grafið niður um eina hæð fyrir affallinu, sem virðist hafa stíflast, allt flætt.
Síðan kom nágranninn sem vantaði að láta fara inn, og allt komst upp, en þetta var svo vel falið, að þeir sem þurftu í töfluna hefðu ekki orðið varið við neitt, hefði ekki allt verið á floti.
Ég er afskaplega fegin að vita af því að þetta var upprætt, og má helst ekki hugsa um að svona getur gerst í mjög huggulegu húsi, í góðu hverfi, og ósköp venjulegu fólki, og engan grunaði neitt.
Athugasemdir
Oboy O boy...
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 00:06
Það var gott að lyktin var svona slæm annars hefði ekkert uppgötvast, ekki gott að búa við svona lagað.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.10.2011 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.