23.7.2011 | 21:26
Sorg
Var að koma frá því að leggja fallegan fjóluvöndvönd og kveikja á kerti við Norska sendiráðið. Þessi atburður hefur haft svo lamandi áhrif á mig að ég man varla eftir öðru eins. Ég var stödd úti á himneskri eyju sem liggur ekki langt frá Utöja fyrir einum mánuði síðan og hugsaði með mér að á svona stað gæti ekkert illt gerst, svo friðsælt og fallegt sem það er þarna í Oslóarfirðinum.
Sonur minn og systir búa í Osló ásamt fjölskyldum sínum og manni brá heldur betur, en þau eru öll við góða heilsu. En því miður er ekki langt í vinatengsl, þar sem fólk er ekki jafnheppið. Barnabarn systur minnar á fimm vini sem voru á eyjunni, fjórir náðu að forða sér, einn þeirra á sundi til lands langa vegu í ísköldum sjónum, einn var skotinn, brjálæðingurinn skaut alla tvisvar, en þessi drengur liggur helsærður á sjúkrahúsi, en líklega er hann einn af þessum heppnu og fær að lifa. Þetta eru fimmtán ára unglingar.
Hugur minn eins og svo margra annarra er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda, svo og Norðmönnum öllum.
Athugasemdir
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2011 kl. 21:32
Já þetta er sannarlega hræðilegur atburður. Ég bara skil ekki hvað getur komið yfir fólk að gera svona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2011 kl. 22:22
Guð veri með frændum okkar núna.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.7.2011 kl. 10:41
Takk fyrir innlitið öll þrjú
Bergljót Gunnarsdóttir, 24.7.2011 kl. 13:02
Skelfilegt og ekkert annað.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.7.2011 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.