24.3.2011 | 18:25
Bréf til guðs.
Var að færa til stóran skáp í borðstofunni og þá kom í ljós þessi mynd sem dóttir mín gerði, þá nýlega sex ára gömul.
Ég sat í rólegheitunum inni í stofu um hávertur, en úti var snjókoma og fjúk. Ég tók þá eftir að stelpan var eitthvað að bauka í opnum stofuglugganum, en mér líkaði ekki að fá ískaldan gustinn inn.
Hvað ertu eiginlega að gera spurði ég og svarið kom um hæl, "ég er að senda bréf til guðs." Skilningslaus og leiðinleg, sagði ég henni að fara strax út og sækja þetta, því ég vildi ekki hafa að hún væri að henda rusli út um gluggana og svona væru bréf ekki send. Þegar hún kom inn aftur og rétti mér þetta sagði hún, "ég er viss um að þetta hefði fokið upp í loft og þá hefði guð bara gripið það.
Ég hef alltaf haldið mikið upp á þetta plagg og hélt að það hefði glatast þegar það kom í ljós áðan.
"
Athugasemdir
Æ hvað þetta er fallegt og sagan yndisleg takk Bergljót mín fyrir svona sólargeisla
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2011 kl. 18:56
Hjartnæmt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.3.2011 kl. 20:02
Takk bæði. Maður er orðinn svo vanur því að ergja sig, að það er einstaklega skemmtilegt að geta sagt frá einhverju sem gleður mann.
Bergljót Gunnarsdóttir, 24.3.2011 kl. 20:37
Æ, en yndislegt
Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2011 kl. 21:34
Takk, þetta er dásamlegt.
Hörður Þórðarson, 24.3.2011 kl. 21:57
Yndislegt Beggó mín, takk fyrir að deila.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.3.2011 kl. 06:36
Voðalega sætt af barninu að útbúa þetta; Þó verður að segjast að Guddi nýtur ekki sannmælis þarna, eins og svo oft áður; Sem kemur til vegna ónægra upplýsinga til barna um meint ágæti meints Gudda.
Hver sá sem hefur lesið sér til um guð, guð biblíu og kórans, sá hinn sami sér mjög fljótlega að þar á ferð er ekkert annað en Guddafi fornaldar
Peace
doctore (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 10:34
Doctore! Ég skrifaði smá frásögn um löngu liðinn atburð sem kemur þessum meinta Gudda þínum ekkert við.
Ég aðhyllist siðfræði Nýja testamentisins og hef alið börnin mín upp í henni. Hún hefur reynst okkur öllum vel og sumum haldreipi á tíðum. Ef þú hefur farið á mis við barnatrúna, vona ég að þú hafir átt góða að og lífið leikið þig vel, því börn geta fengið ljót ör á sálina og hatast við allt og alla, ef þau geta ekki talað við einhvern í næði og trúnaði þegar þess er þörf.
Helgislepja eða ofsatrú er ekki samboðin manninum, heldur ekki árásir á trú annarra ef hún snertir ekki þann sem á deilir. Ég held að almættið sé það sama í öllum trúarbrögðum, en við mennirnir erum alveg ótrúlega "góð" í að skrumskæla hlutina og því fer sem fer.
Bergljót Gunnarsdóttir, 25.3.2011 kl. 11:13
Yndislegt Beggó!
Kveðja úr Heiðarbæ.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.3.2011 kl. 13:18
Skemmtilegt bréf, á eitt svipað í mínum fórum til "tannálfsins", með útskýringum á klaufaskap mínum að hafa misst tönn barnsins oní vaskinn.
Og finnst mér doctorinn vera grjótharður nagli ef svona bréf nær ekki að snerta eins og eina taug.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.3.2011 kl. 17:42
Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.3.2011 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.