Hálka og smá hugvit

Það er e.t.v. hranalegt að skammast út í fólk sem er nýbúið að keyra bílinn sinn í klessu og slasa sig í leiðinni. En fólk ætti að hafa þá glóru í höfðinu, að sjá að hálkuslys verða, nærri án undantekninga, vegna þess að fólk sýnir ekki aðgát og heldur að því  sé allt fært. Það gerist ekkert svona, ef ekið er eftir aðstæðum hverju sinni, þ.e. bara lúshægt í hálkunni og hafa alla gát á.

Ef fólk vill endilega keyra eins og vitleysingar, hvort heldur er á sléttum dekkjum eða bara hreinlega of hratt, ætti það að sýna vinum og vandamönnum þá tillitssemi að vera ekki með þá í bílnum.

 


mbl.is Tvær bílveltur í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, og ég hér í hálkunni í Forchteinstein

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2011 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband