Skelfileg lífsreynsla

Að fá svona rafstraum hlýtur að vera skelfileg  uppákoma fyrir þann sem fyrir verður, mér liggur við að segja fórnarlambið,  og gott að einhver var gerður ábyrgur fyrir mistökunum.  Slysið varð árið 1998, en lagt var fyrir þessu 1994. Þetta hefur beðið þarna eins og tifandi tímasprengja í fjögur ár.

En það sem vekur furðu mína er allur tíminn sem leið frá slysinu þar til dómur féll í málinu, eða 13 ár. Hverju ætli það sæti? Var kært svona seint, eða tekur mál svona langan tíma að ganga í gegnum kerfið, þetta er jú bara Héraðsdómur. Hversu langan tíma tekur þá að fá lokaniðurstöðu í málið, ef það á jafnvel eftir að fara fyrir Hæstarétt líka?


mbl.is Fékk raflost í baðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu þetta er alveg hræðilegt og allur þessi tími liðin síðan atburðurinn gerðist, það væri fróðlegt að vita hvað olli því...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.2.2011 kl. 00:52

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki gott að segja hvað veldur, en svona mál eru frekar hægfara í kerfinu, því miður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2011 kl. 07:15

3 Smámynd: Anna Guðný

Þekki mjög vel til þarna. Einföld ástæða fyrir seinagangi. Enginn vildi vera ábyrgur og því hægt að seinka öllu. Það eru nokkur ár síðan hún sagði mér að hún væri orðin ansi svartsýn á að þetta færi nokkuð í gegn. En það er farið ansi mildum orðum um afleiðingarnar af þessu slysi í fréttinni. Ekki einu orði ofaukið og afleiðingarnar eru jafnvel enn verri en sagt er frá þarna.

En þessi seinagangur er til háborinnar skammar.

Anna Guðný , 3.2.2011 kl. 08:38

4 Smámynd: corvus corax

"Enginn vildi vera ábyrgur" enda ekkert skrítið þar sem það er séríslenskt erfðaeinkenni að hlaupast undan ábyrgð. Og sérstaklega eru þeir fljótir að hlaupa sem hafa fengið greidd ofurlaun af því að þeir bera svo mikla ábyrgð. Sú felst svo eingöngu í því að taka á móti háum launum og arðgreiðslum, pening fyrir afmælisveislum, sundlaugum með öldugangi og nokkrum Range Roverum, einum í hverjum lit. En það er frábært að loksins skuli falla skaðabótadómur fyrir handvömm í byggingum, nokkuð sem hefur ekki gerst á Íslandi síðan sautjánhundruðogsúrkál.

corvus corax, 3.2.2011 kl. 09:11

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta er hið kostulegasta mál. Í fyrstalagi á þetta ekki að geta gerst, og ef þetta getur gerst af hverju var lekaliðinn ekki löngu búinn að leysa út á þeim árum sem þetta var svona? Hvernig í ósköpunum gat þetta farið framhjá skoðunnarmanni rafverktakans og síðan eftirlitsmanni? Dómurinn svarar þessu ekki.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.2.2011 kl. 12:00

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er þetta með ábyrgðina. Hún er orðin hugtak sem allir stagast á, en flestir virðast ekki hafa hugmynd um hvað felst í. Það er sama hvert litið er, allir hamast við að taka ábyrgð, stjórnmálamenn, ýmsir stjórnendur aðrir, að ógleymdum útrásarvíkingum á borð við t.d. Jón Ásgeir, sem ætlaði að hilla þjóðina eftir að hann setti hana á hausinn. En hann er bara svindlari og veit ekkert hvað það það þýðirí raun sem hann er að segja, í kapphlaupinu við að bjarga eigin skinni.

En dómsmál einstaklinga sem eru að sækja rétt sinn eftir hörmuleg vinnuslys, nauðganir og aðrar stórfelldar líkamsárásir virðast ekkert vinsæl í kerfinu. Þessi kona sem um er rætt hérna þurfti að bíða í 13 ár, (50% öryrki) og hefur beðið allan þann tíma eftir þessum,  í raun og veru,  smáaurum sem henni voru dæmdir í undirrétti.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.2.2011 kl. 13:02

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

14,5 mijjónir eru svipuð upphæð og fremur laualágir drengstaular, í ábyrgðarstöðu án ábyrgðar, fá í mánaðarlaun, fyrir að sitja á rassinum og hlunnfara náungann, en þessi kona er fötluð ævilangt af því einhver sýndi handvömm í starfi sínu og enginn málinu viðkomandi virðist hafa viljað taka ábyrgðina Ætli aðrar tengingar þessa fyrirtækis hafi verið af svipuðum toga á þessum tíma. Ef svo er eru þá mögulega fleiri tímasprengjur að tifa?

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.2.2011 kl. 13:29

8 Smámynd: Anna Guðný

Og takið eftir, það er bara verið að dæma í héraðsdómi. Ef rafvirkinn kærir til hæstaréttar getur það tekið mörg ár í viðbót.

Ég heyrði ekkert um nein mál þarna á sama tíma. Held þetta hafi bara verið hörmuleg mannleg mistök.

Kristján: Þetta var nýtt hús. Þau voru fyrstu íbúarnir sem fluttu í íbúðina. Þetta var í lagi í hinum þrem. Man ekki alveg hvað þau voru búin að búa þarna marga mánuði en minnir að það hafi ekki náð hálfu ári eða kannski rétt svo.

Anna Guðný , 3.2.2011 kl. 14:42

9 identicon

Þessi dómur er alveg ótrúlegur. Það er með ólíkindum að matsmennirnir hafi komist að þeirri niðurstöðu að raflostið hafi orðið með þeim hætti sem er lýst í dómnum. Þessi mistök sem voru gerð í tengingum duga ekki ein og sér til þess að manneskja geti fengið raflost með þeim hætti sem lýst er þarna. Til þess að það geti orðið verður að minnsta kosti að vera ein önnur bilun samtímis þessum tengimistökum. Það er ekki að sjá af dómnum að nein önnur bilun hafi fundist í rafkerfi hússins og þar af leiðandi mjög ólíklegt að svona raflost hafi getað orðið. Mér finnst dómarinn dæma ansi frjálslega þarna.

Gunnar Runólfsson (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband