31.1.2011 | 19:09
Búrkubann!
Ég er algerlega sammála þessum tveim þingkonum um að banna búrkurnar. Fólk sem flytur milli landa verður að vera fært um að lifa samkvæmt þeim venjum sem viðgangast í nýja landinu, annars fer alltof margt úrskeiðis. Konur sem vilja einarðlega ganga í þessum fatnaði verða bara að búa þar sem hann viðgengst.
Þó ég sé mjög fylgjandi að fá innflytjendur og nýbúa og blandast þeim, ef við getum hjálpað fólki á leið þess til betra lífs en það hefur búið við, er þetta að mínu mati kolröng leið til að taka á móti nýbúum. En hér á landi er svo stutt í jafnrétti kynjanna að það yrði óbærilegt eftir stuttan tíma fyrir þessar konur að ganga í búrku og merkja sig þarmeð sem undirokaðar, þar sem þeim myndi örugglega ekki líða vel innan búrsins þegar þær sjá allar aðrar konur óhnepptar í þetta gamla helsi karlrembunnar í Arabalöndunum.
Íslenskar konur vilja ekki fara mörg ár aftur í tímann og við sættum okkur ekki við að einhverjir vilji halda nýjum þegnum þar. Búrkan í hinum Vestræna heimi á bara ekki við, og það vegna þess að samfélagsleg gildi þessara tveggja hugsunarhátta þe. í eða án búrku stangast algerlega á. Þetta sá Frakklandsforseti og lét banna búrkuna.
Vill ekki banna búrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála og engar moskur á Íslandi!
Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 19:52
Sammála þér Bergljót. Konur eiga að ráða því sjálfar hvernig þær klæðast og hvenær. Skíðagalli eða hettuúlpa hentar í vetrarveðrum, regnstakkur á meðan vor- og haustrigningarnar hrella en bolur og stuttbuxur í sumarhitanum. Að ógleymdum sparikjólnum við hátíðleg tækifæri :)
Búrkum er ofaukið í klæðaskápnum okkar!
Kolbrún Hilmars, 31.1.2011 kl. 19:59
Algerlega sammála þér Bergljót. Þegar við flytjum til annarra landa dettur okkur ekki annað í hug, en að aðlaga okkur þeim aðstæðum sem ríkja í viðkomandi landi.
Í Arabalöndunum er ekkert gefið eftir með þeirra siði, lög og reglur og er það algerlega í lagi og það vita þeir sem þangað flytja og laga sig að því.
Sömu kröfu verður að gera til þeirra sem flytjast til Íslands og annarra vesturlanda.
Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2011 kl. 20:10
Takk fyrir innlitið öll.
Það er eiginlega verst að það mótmælir mér enginn, nema á síðunni hans Axels, eins og ég hef mikla þörf fyrir að svara fólki sem styður kvennakúgun og vill viðhalda henni í lýðfrjálsu landi. Mér finnst höfuðsyndin vera að kúga fólk og ráðskast með það. Ég er líka sannfærð um að þær milljónir kvennasem eru neyddar til að ganga í þessum búningi, myndu taka fegins hendi við því frelsi að fá að kasta honum, um aldur og ævi og ganga um stræti og torg, frjálsar og fallegar, en ekki huldar einhverjum línpoka sem gerir þær ósýnilegar. Ég sæi karlana í anda fást til að klæðast þessu. En það er ekki á dagskrá. Karlremban í þessu máli á engan rétt á sér að mínu viti, því maður kemur ekki fram við maka sinn eins og skepna við skepnu. Þess vegna vil ég banna búrkuna og forðast öll þau vandræði sem hún myndi skapa í íslensku samfélagi.
Bergljót Gunnarsdóttir, 31.1.2011 kl. 22:55
Ég skal mótmæla þér Bergljót. Það að banna búrkur gerir nákvæmlega ekkert til að koma í veg fyrir kúgun kvenna, hvorki hér heima né annarsstaðar. Ef fólk (karlmenn) koma úr menningu þar sem þeim er kennt að kúga konur, og þeir vilja það, þá munu þeir bara finna aðrar leiðir til þess. Þetta er eins og að ætla að lækna kvef með því að banna fólki að snýta sér. Þú læknar ekki sjúkdóminn með því að banna einkennin.
Þar til viðbótar þá byggir okkar menning á persónufrelsi. Frelsi til að segja það sem við viljum, gera það sem við viljum, eiga það sem við viljum og líta út eins og við viljum, svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Þar með talið hvernig fólk klæðir sig. Ef við byrjum á svona, hvar eigum við þá að stoppa? Hvað með konur sem kannski vilja klæðast búrku? Þó þú skiljir ekki hvers vegna, og ég svosem ekki heldur, þá er það engin sönnun fyrir því að slíkt fyrirfinnist ekki. Hvað er líka búrka? Eigum við að banna allt sem veldur því að fólk er ekki persónugreinanlegt? Hvað með skíðagrímur?
Ég skil af hverju fólk vill banna búrkur, en sbr. málsgreinina að ofan, þá er það að mínu mati einfaldlega vanhugsað bragð gegn kvennakúgun. Það er auðvelt að segja sjálfum sér að maður sé að búa til betri heim með svona aðgerðum, meðan sannleikurinn er að sá að þær hjálpa engum, og allra síst þeim konum sem eru kúgaðar. Reynum frekar að finna lausnir á sjálfu vandamálinu.
Ef þú telur þetta vera karlrembusjónarmið þá er engin ástæða til að rökræða hlutina við þig.
Arnar (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 01:38
Umræða um þetta kemur hvorki karl eða kvenrembu okkar við. Ég er bara alfarið á móti því að við tökum á móti fólki sem er klætt í kúgunarbúning, það skapar að mínu mati bara vandamál. Við breytum ekki þeim sem kúga eða láta kúgast og sitjum bara uppi með konur sem verða fyrir aðkasti vegna búningsins. Fólk sem getur ekki samið sig að siðum Vesturlanda á bara að halda sig á heimaslóðum að mínu mati.
Ég er ansi hrædd um að það yrði lágt á okkur íslenskum konum risið ef við neituðum að bera höfuðklút og blæju í Arabalöndunum og fengjum viðbrögðin við því. Menningarmunurinn er einfaldlega svo mikill að hann verður ekki leystur í bloggfærslum af fákunnandi fólki á Íslandi, jafnvel þó ég sé búin að þenja mig á þrem bloggsíðum í kvöld. Þetta er einlæg skoðun mín,og ég hef ákaflega lítið meira um málið að segja.
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.2.2011 kl. 02:03
Þú stendur þig afar vel á síðunni hans Axels. Málið er ansi flókið ef að Búrkur eru leyfðar því að þá verðum við að leyfa þessum afmarkaða hópi að hafa sín eigin lög, sem eru langt frá því að falla að okkar lögum.
Jafnrétti og mannréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur og það er okkar að viðhalda þeim árangri sem að náðst hefur, sem og standa vel vörð um frelsi kvenna hér á landi. Við getum engan vegið liðið það að hluti kvenna á Íslandi sé undir Shahira lögum! Byrgjum brunninn, og bönnum alfarið búrkuklæðnað hér á landi.
Guðrún Sæmundsdóttir, 4.2.2011 kl. 17:45
Takk fyrir það. Mér er þetta mikið hitamál, því kúgun og ójafnrétti ætti hvergi að þrífast.
Bergljót Gunnarsdóttir, 4.2.2011 kl. 19:15
Sammála!
Láttu það bara ekki á þig fá þó að fólk níði þig og allt sem þú stendur fyrir, ég þekki það af eigin raun, eftir að hafa barist gegn fíkniefnum með skrifum á mínu bloggi. Það var stofnuð níðsíða gegn mér á facebook þar sem lagt var til að ég yrði svipt málfrelsi, reyndar var þar að verki ein af þínum andmælendum. Nú ég hef fengið ógeðsleg símtöl, og ýmist fleira. En ég gefst aldrei upp, maður bognar en brotnar ei þegar í húfi eru mikilvægir hagsmunir.
Gangi þér vel.
Guðrún Sæmundsdóttir, 4.2.2011 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.