Ferðin til Mars?

Ef ég væri ein á ferð einhversstaðar úti á landi, fjarri byggð reikna ég með að ég myndi hreinlega leggja upp laupana af hræðslu. Áður en ljósið hyrfi aftur væri ég búin að ímynda mér hersingu af litlum grænum körlum sem myndu bara söðva bílinn með augnaráðinu úr þessu eina auga sem ég held að svoleiðis kallar hafi.

Síðan myndu allir lásar á hurðunum spretta upp af sjálfu sér, Kallagreiin sem hefðu ekkert fundið annað en aleitt kerlingarhró að villast úti í sveit, yrðu að vonum örlítið spældir, en heiðurs síns vegna tækju þeir mig með, upp í silfurlitað geimfarið og síðan væri tekin bein stefna út í geiminn. Af því að ég er svo mikil gunga, myndi ég sennilega ekki lifa þetta af. Eina vonin er sú að það liði bara hreinlega yfir mig, en þá yrði ég fyrsti jarðarbúinn til að stíga mínum netta fæti á Mars.

 

 


mbl.is Sáu ljósbjarma á himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Reyndar skrapp ég til Marz í fyrradag Og ekki að skrökva tók meira að segja mynd.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2011 kl. 08:20

2 Smámynd: corvus corax

Ég fékk Mars í gær ...og Snickers.

corvus corax, 22.1.2011 kl. 08:45

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ásthildur mín! Þú stelur bara af mér glæpnum, kinnroðalaust og hefur svo sannanir á takteinum. Ja hérna hér.

Gaman að sjá hvernig þú nýtur þín í útlandinu, haltu því áfram, þetta er svo falleg fjölskylda sem þú átt þarna.

Corvus coax,  Ég held að ég dræpist nú ekkert úr hræðslu þó svo einhver stingi Mars upp í mig. Gæti þó liðið yfir mig af einskærri ánægju.

Bergljót Gunnarsdóttir, 22.1.2011 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband