Andhverfa jólanna

 

Mikið hlýtur barn konu sem hefur verið beitt ofbeldi til langs tíma að kvíða fyrir jólunum. Þessi svín sem berja konuna sína hljóta að sama skapi að hlakka til þeirra. Líklega undirbúa þeir vel og vandlega að drekka sig fulla, æsa sig, og stofna til andmæla konunnar. Við það eru öll grið rofin og nú er hægt að berja hana hressilega  fyrir framan börnin, af því þetta er allt  henni að kenna. Það er alveg öruggt að þetta hefur gerst á fleiri en þrem heimilum, þó ekki sé það kært.

Vinafólk mitt upplifði það fyrir nokkrum árum að bankað var uppá kl. 6 á aðfangadag. Fyrir utan stóð 12 ára drengur, vinur sonar þeirra. Hann spurði kurteysislega hvort hann mætti koma inn og bíða. Eftir að gengið hafði verið á hann um eftir hverju þessi bið væri sagði hann á sinn rólega hátt, ég er að bíða eftir að pabbi verði búinn að brjóta alla diskana og síðan að berja mömmu, þetta gerist alltaf á jólunum.

Fyrst ætluðu þau ekki að trúa þessu, en af hverju kemur lítill drengur og leitar skjóls á sjálfum jólunum, hátíð gleðinnar? Þegar drengurinn hafði snætt með þeim sagðist hann vilja fara heim. Honum var fylgt þangað, en við blasti tvö yngri börn hágrátandi, móðirin sem stórsá á, að reyna að taka það mesta til, jólamatinn  brotna diska og pottaflóðið út um alla íbúð.

Hún vildi enga aðstoð þiggja, sagði manninn mundu bara ráðast á sig aftur þegar hann kæmi heim ef hann sæi að einhver hefði komið. Hann hafði fengið sér göngutúr til að jafna sig á þessari hryllilegu fjölskyldu sem hann ætti.

Drengurinn kvaddi feðgana sem höfðu fylgt honum heim með þeim orðum að á næstu jólum yrði hann vonandi orðinn svo stór að hann gæti stöðvað ofbeldið. Þetta eru jólin sem börn svona manna þurfa að upplifa árlega á meðan við hin sitjum við jólaborðhaldið með okkar nánustu og njótum jóla helginnar og friðsins sem henni fylgir.

Hvað er hægt að gera til að stöðva þetta?

 

 


mbl.is Nauðganir og heimilisofbeldi um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Konur beita líka ofbeldi, konur eru líka menn. Ekki gleyma því.

doctore (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 15:30

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Því miður er það rétt hjá þér. Karlmenn hafa þó meiri líkamsburði og því verður ofbeldið oft grófara. Ofbeldi er smánarblettur á hverjum þeim sem fremur það, sama hvers kyns gerandinn er.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.12.2010 kl. 15:41

3 Smámynd: Björn Birgisson

Þetta er hrollvekjandi færsla.

Björn Birgisson, 29.12.2010 kl. 15:53

4 identicon

Það gefur dýpri mynd af atburði sem þessum ef við munum að gerandinn er einnig manneskja. Það frítekur hann ekki frá ábyrgð gerða sinna en hjálpar okkur að skilja hvers vegna menn (og konur) bregðast við erfiðum aðstæðum með ofbeldi.

 Ef við ávalt pólariserum atburði í kringum okkur og lítum á "glæpamenn" sem annann kynþátt sem eru fæddir vondir og sífellt brugga launráð til að stela, nauðga og limlesta, þá búum við til heim þar sem engin fyrirgefning eða betrun getur átt sér stað. Slíkann heim held ég að engann langi í.

Þess vegna hvet ég til að við rýnum aðeins dýpra, bæði í okkur sjálf og þá atburði sem við metum og leggjum dóm okkar á.

Frater Dov (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 19:27

5 identicon

Hvað er hægt að gera? Ef þú veist af svona aðstæðum á heimili þar sem börn eru þá lætur þú félagsmálayfirvöld vita. Bergljót, þetta er svakaleg frásögn af hræðilegum jólum þessarar fjölskyldu. Ég vona að þú hafir látið barnaverndaryfirvöld vita af þessu. Það eru rétt viðbrögð. Reyndar er það þannig að ef maður veit af einhverju svona, eða ef mann grunar eitthvað misjafnt þá ber manni, samkvæmt lögum, að láta vita.

Bryndís Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 20:14

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ef gerandinn marg ítrekar árásir á maka sinn, þannig að stór sér á honum, og það fyrir framan ung börn án þess að leita sér hjálpar er hann illa sjúkur. Það gengur fjöldi fólks um og stundar þessa iðju innan veggja heimilanna, í viðurvist barnanna, og brýtur þau niður andlega sem og makann.

Það að við sem upplifum slíka hluti eða lesum jafnvel bara um þá eigum að rýna betur í eigin barm er bara bull, við erum í raun aðeins áhorfendur. Ef við leggjum engan dóm á og látum þetta gerast aftur og aftur án afskipta er ég líka ansi hrædd um að engan langi í þann heim. Það er svo rosalega auðvelt að slá um sig með einhverjum góðmennsku commentum. Fyrirgefning er bara aumingjaskapur ef gerandinn hefur ekki látið af ofbeldinu og er algerlega meiningarlaus, af því hún er gefin af hræðslu og það nýtir "kraftajötuninn" sér. 

Að fyrirgefa kvalara þínum áður en hann hefur fundið lausn á sínum eigin málum er bara til þess að framlengja kvölina. Við getum fyrirgefið þeim sem gerir eitthvað í sínum málum, ekki fyrr, og eigum ekki að gera að mínu mati.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.12.2010 kl. 20:17

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Bryndís, það var vinafólk mitt sem upplifði þetta, og að sjálfsögðu tilkynntu þau atburðinn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.12.2010 kl. 20:31

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sorglegt að lesa blessuð börnin.  Ég held að það sé hægt að leita sér hjálpar við þessu. Ef til vill hefur gerandinn sjálfur lent í þessu, svo þetta er sennilega vítahringur sem erfitt er að komast út úr.  En það er ekki hægt að líða svona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2010 kl. 20:54

9 identicon

Sorgleg saga, sem ég efast ekki um að er sönn, vegna þess að það er mikið meira um þetta en almenning grunar.

Ég vildi EKKI vera lögreglumaður á vakt á jólanótt !!!!!!!!

Kristinn (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 21:03

10 identicon

Þú ert greinilega ekki að skilja hvað ég er að meina. Ég er ekki að tala um að við eigum að láta ofbeldi eða aðra glæpi líðast án þess að gera eitthvað við því. En það er munur á að taka fast og vel á hutunum og að útskúfa fólk sem illmenni eða þaðan af verra. Eins og þú bendir á viljum við gjarnan að gerandinn láti af ofbeldinu.

Að halda að við séum einungis þáttakendur sýnir hversu grunnt er horft, við erum öll með til að skapa það þjóðfélag sem við lifum í; þjóðfélagið er afleiðing þegna þess (það erum við). Ef þér finnst fyirgefning vera aumingjaskapur þá held ég að þú hafir ekki uppgötvað hvað fyrirgefning er, þar sem í mínum augum er sönn fyrgefning ákaflega hugrakkur gjörningur.

Fyrirgefning er aldrei gefin af hræðslu; ef viðkomandi er hræddur er honum/henni ekki kleift að fyrirgefa. Fyrirgefning er að breyta hugarfari manns, að neita að láta eitthvað sem var gert á manns hlut fylgja manni eins og draugur og eyðileggja líf manns.  Að gera ekkert, er ekki að fyrirgefa, að fyrirgefa er miklu dýpra en það, þess vegna kalla ég eftir sjálfsskoðun áður en við úhlutum dómum og tortrímingu á meðmanneskjum okkar.

 Ástæða innleggs míns hér á blogginn þinn er að mér fannst ég finna mikla heift í skrifum þínum; það er tjáning á því ofbeldi sem þú hefur tekið á þig og sligast með í þínu lífi. þó að ég þekki ekki ástæðu reiði þinnar þá tel ég að hún sé með til að eitra þitt líf. Við getum valið að hneikslast og fordæma allt sem miður fer, en sú reiði sem við upplifum er með til að eitra okkar eigð líf. Við tileinkum okkur hluta af ofbeldinu eða óréttlætinu sem við erum reið útaf, hluti af því gæti verið skrif sem blogg þitt hérna.

Mundu að ég er ekki að mæla með aðgerðarleysi, það væri óábyrgt, en ég er að mæla með meira innsæi en fordæmingu.

Frater Dov (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 00:47

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég er ekki vön að svara fólki sem þorir ekki að skrifa undir nafn, og þar með er þetta lokasvar til þín.

 Ég lít að sjálfsögðu á  fólk sem illmenni ef það býður börnunum sínum upp á jól af þassu tagi, ár eftir ár. Ef barn getur ekki beðið eftir að stækka, svo það geti bjargað móður sinni og systkynum frá svona föður er eitthvað mikið að. Að heimfæra það upp á einhverja sálræna erfiðleika hjá mér er gjörsamlega út í hött, og ég vísa því heim til föðurhúsanna.

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.12.2010 kl. 13:31

12 identicon

Takk fyrir að svara mér þó ég velji að skrifa nafnlaust. Því miður er það oft svo að hlustendur rýna meira í boðberann og hvað þeir geta fundið að honum, en skilaboðin sem hann flytur, þess vegna vel ég að skrifa nafnlaust, það hefur ekkert með þor að gera. En þú eða aðrir þekkið mig ekki þar sem ég hef búið erlendis mest allt mitt líf.

 Ég held að við getum verið hjartanlega sammála um að sú lífsreynsla sem þú lýsir er afar skemmandi og sorgleg, sérstaklega fyrir börn sem alast upp við slíkar aðstæður. Við erum vafalaust einnig sammála um að slíkt eigi ekki að líðast í okkar þjóðfélagi og að við sem þáttakendur í þjóðfélaginu eigum að vera virk í að koma í veg fyrir slíkt.

 Ég tel að slíku verði best áorkað með því að líta á hegðun gerandanns og skoða hvað það er sem veldur slíkri hegðun. Þá væri hægt að taka fyrstu skrefin til þess að koma í veg fyrir framhaldandi ofbeldi. Það er mín skoðun að oft er gerandinn í stórum persónulegum vandamálum t.d. áfengisneyslu, sem koma út á ófbeldisfullann hátt. Þetta frítekur gerandann ekki ábyrgð gjörða sinna, en skapar möguleika fyrir hann til að feta nýjar og jákvæðari slóðir. Það getur einungis verið jákvætt að sjá ofbeldismann bæta sig og hverfa frá ofbeldi. Börnum hanns er betur borgið með föður sem hefur séð að sér, en með föður á hrauninu.

 Ég er ekki að bera sálræna erfiðleika á þig, einungis að ég myndi mæla með opnara og jákvæðara hugarfari til málefnissinns en þú sýnir í upphafsinnleggi þínu. Ef ég það er hægt að skilja annað í máli mínu biðst ég velvirðingar. Ætlun mín er einungis að benda á að það er hægt að tækkla málin á jákvæðari hátt fyrir alla aðila, okkur sjálf meðtalin, og þú hefur gefið mér möguleika á að tjá það. Takk fyrir það :)

Frater Dov (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 16:58

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veit alveg hvað hér um ræðir, var sjálf lamin og barin í 27 ár, hvort sem það var á jólum eða í allan annan tíma, ástæðuna vissi ég aldrei um, en nota bene þar sem ég gerði ekkert í málum þá var þetta mér að kenna.

Fólk má alveg gera sér grein fyrir því að óttinn er stór þáttur í því að ekkert er gert, óttinn við að maðurinn/konan framkvæmi það sem hótað er.

Illmönnum/konum  er aldrei viðbjargandi, sá sem einu sinni lemur, lemur ætíð aftur.

Ætlast ekki til að einhver svari mér, takk fyrir þennan pistil Bergljót hann er sorglegur samt afar þarfur.

Langar til að taka það fram að þeir sem eigi hafa vit á málum sem þessum ættu að kynna sér áður en að úttala sig þar um

Takk fyrir mig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2010 kl. 18:22

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Elsku Milla! Takk fyrir heiðarleikann og kjarkinn.   

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.12.2010 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband