Skortur á siðferði?

Ef ég fengi að ráða yrði þessu liði öllu stungið inn, þar sem það eyðileggur ekki jólin fyrir neinum. Síðan mætti gjarnan spila fyrir þá stanslausa fyrirlestra um almennt gott siðferði. Ég er sannfærð um að öllum sem hafa, þó ekki sé nema smá snefil af því líður betur.

Mikið er voðalegt þegar svo er komið fyrir fólki að það getur ekki stillt sig um glæpaverk, innbrot, líkamsmeiðingar og hræðsluáróður í formi skotárása á heimili,  yfir hátíðarnar.


mbl.is Árásarmennirnir yfirheyrðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti að toga neglurnar af fingrum þeirra áður en þeim yrði stungið inn

Black

Krímer (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 16:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sorglegt að svona skuli vera komið fyrir lítilli eyju langt utan við allt, að þar skuli þrífast svona glæpagengi þar ætti að vera bestu aðstæður til að ná höfuðpaurum og þeim sem fjármagna þetta, en ætli þeir séu of ofarlega í fæðukeðjunni, svo þeir séu hreinlega verndaðir af yfirvöldum?  Mig grunar það.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2010 kl. 17:03

3 Smámynd: corvus corax

Höfuðpaurarnir eru það "stórir" karlar að löggunni dettur ekki í hug að hrófla við þeim. En handrukkarahyskið þyrfti að fara með afsíðið og tala við þá með þeim aðferðum og vopnum sem þeir hafa sjálfir kosið að beita í innheimtum sínum.

corvus corax, 26.12.2010 kl. 17:20

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það læðist að mér sá grunur, að þið Krimer og corvus þyrftuð að sitja dágóða stund undir siðferðisvakningunni líka. Hvernig haldið þið að mannkynið liti út ef allir hegðuðu sér eins og skepnur?

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.12.2010 kl. 17:29

5 identicon

Bíðið aðeins við!

Leifið löggunni að klára málið áður en þið, dómstóll götunar, dæmið mennina.

Kanski tengdust þeir þessu mismikið!

Um að gera að klára málin áður en hengingar fara fram.

Þess vegna er löggan til staðar ásamt dómstólum.

Hallur (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 17:33

6 identicon

Það situr enginn inni einn einasta dag á Íslandi fyrir svona brot. Það liggja fyrir margir dómar þvi til sönnunar. Þessir menn stjórna landinu og ég held að fólk eins og Bergljót og Hallur ættu að sýna þeim sem lenda í svona ,,fólki,, smá samúð en ekki alltaf ofbeldismönnunum sem hika ekki við að drepa börn bara sér til skemmtunar.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 19:04

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bíddu við Tryggvi. Það hefur eitthvað farið úrskeiðis hérna, einhver misskilningur í gangi. Ég hef enga samúð með svona ruslaralýð, en ég held líka að ef við ætlum að nota þeirra aðferðir værum við á sama skítaplaninu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.12.2010 kl. 19:29

8 identicon

Ok það sló eitthvað saman hjá mér. fyrirgefðu það Bergljót

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 26.12.2010 kl. 20:15

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega sammála þér Bergljót. Það á að taka hart á svona málum, en það á auðvitað að gera það samkvæmt lögum og reglum landsins.

Dómstóll götunnar á ekki að kveða upp dóma og enn síður á almúginn að "refsa" eftir þeim dómum, sem þar eru upp kveðnir.

Axel Jóhann Axelsson, 26.12.2010 kl. 22:25

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Meðan fólk heldur að ofbeldi verði læknað með refsingum eða sýna ofbeldi á móti,  þá eykst ofbeldi og minkar ekki. Að fyrirlíta þetta ofbeldisfólk, er að vera hjálparlaus og ekki vita hvernig á að taka á þessum ofbeldismálum. Það er engin munur ás ólöglegu ofbeldi og löglegu. Og þegar dóp stýrir ofbeldismanneskju þarf að vita hvernig taka þarf á því. Lögreglan gerir sitt besta, enn ekki einu sinni þeir eru þjálfaðir í að mæta alvarlegu ofbeldi og vonandi þurfa þeir aldrei að fást við það heldur á Íslandi.

Það er til ofbeldi í óteljandi myndum sem hvorki lög eða lögregla ræður við. Engir dómstólar eru svo fullkomnir að þeir ráði við svoleiðis mál. Þar ræður bara heilbrygð skynsemi þess sem verður fyrir ofbeldinu. Ofbeldi er að verða stærsta vandamálið í allri Evrópu og það eykst af því að fólk þorir ekki að gera það sem þarf að gera....stanslausir fyrirlestrar um siðfræði, og hvernig fórnardýrum líður, er ein aðferð sem er að hluta til rétt...  

Óskar Arnórsson, 27.12.2010 kl. 09:48

11 identicon

Er það bara ég sem er að spá afhverju fimm fullvaxta karlmenn þurftu að skjóta niður hurð eftir ítrekuð spörk, sem er hálfbyggð úr gleri?

heh.

gavier (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 12:36

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Byssan er notuð í þessu tilfelli til að hræða og að vera margir saman gerir þetta hræðslubragð meira kröftugt í augum þess sem á að hræða, til að borga, eða gera eitthvað annað rugl.þetta er liður í því gangsterleikriti sem flestir ættu að kannast við úr bíómyndum og allir alvörumeðlimir í töffaragengjum verða að leika til að vera samþykktir.Oftast er það áfengi og eiturlyf sem fær menn að þora.

Málið er að Íslendingar ættu að reyna að læra af öðrum Norðurlöndum svo þeir slippu við þessa ofbeldisþróun sem hefur orðið þar.  Þessir menn sem sitja í gæsluvarðahaldi eru engir byrjendur. Þetta getur verið einfalt veðmál sem gengur út á það hver sé harðsvíraðastur. Eða að aðalmálið gat verið að fá eitthvað töff um sig í blöðunum.

Alla vega er það sem liggur á bak við svona rugl allt annað enn kemur fram í blöðum....

Það er ósköp lítil ómerkileg sálfræði á bakvið ofbeldi yfirleitt...hafa menn lært það einu sinni, finnst það gaman og töff, þá halda þeir árfram með hléum í fangelsi af og til...það þarf að kenna þeim eitthvað nýtt og hætta að hafa skoðanir á þessu ofbeldi og bara hneykslast á því...byrja að gera eitthvað fyrirbyggjandi. Af hverju að bíða eftir að einhver verði skotinn og drepinn? Ef það er lögreglumaður, safnast einn hópurinn og hrópar eftir hefnd, og sé það lögreglumaður sem skýtur ofbeldissegg, verður sama jarmið í þjóðfélaginu á móti lögregunni.

Til að ná niður unglingaofbeldi er t.d. afar einfalt að hætta að básúna um það í blöðum og sjónvarpi. Alvöruofbeldi má ekki verða skemmtun fyrir almenning. það verður það þegar ofbeldiaf þessari tegund er sett í dagblöð með stríðsfyrirsögnum. Nú sitja vanþroskaðir unglingar og kanski fullorðnir um allt á Íslandi og vilja líka fá fyrirsagnir um sig...


Óskar Arnórsson, 27.12.2010 kl. 13:35

13 identicon

Þetta mál er miklu stærra en bara þessir ólukkumenn... Þetta er samfélagið; Samfélagið hefur jú gefið út að best af öllu sé að vera stórglæpamaður, þeir sleppi mest og best. Ærleg vinna borgar sig hreinlega ekki.
Þetta er basically ísland 4flokka misskiptingar og mafíósar íslands.

Face it

doctore (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 13:49

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

..sammála þér þarna doctore...

Óskar Arnórsson, 27.12.2010 kl. 13:59

15 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvernig við eigum að fara að því að hreinsa til í hugum þessara ógæfumanna, þannig að þeir fái nýja lífssýn, virðist mér vera vandamál dagsins. Betrunarhæli eða heimili þar sem færir sérfræðingar leiðbeindu fólki sem hefur lent á þessum refilstigum, án þess þó að heilaþvo, sýnist mér að væri e.t.v. einhver lausn.

Það þýðir lítið að fjargviðrast endalaust og kenna öllu og öllu um, við verðum að finna lausnina. Líklega er hún fólgin í því að svipta hulunni af raunverulegum innflytjendum dóps til landsins og stinga þeim bak við lás og slá. Þetta hangir allt á sömu spýtunni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.12.2010 kl. 15:06

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef unnið með versta sort af ofbeldi, í 25 ár erlendis Bergljót,  og þekki þetta ágætlega. Það er ekkert ofbeldi til á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd. Og hvernig bregðast önnur lönd við loksins þegar ofbeldi er orðið alvarlegasta málið í þjóðfélginu?

Í Kanada hefur megninu af fangavörðum verið skipt út á móti sálfræðingum, ráðgjöfum og leiðbeinendum. Í Svíþjóð eru ofbeldismönnum gert að taka þátt í þroskaprógrömmum og fórnardýr ofbeldis fá stórt pláss í þessari vinnu.

Ofbeldisfangar hitta stundum heilu fjölskyldurnar sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Þó ekki sín eigin fórnardýr. Venjulegt innbrot er flokkað sem ofbeldi og er það líka. Það skiptir engu máli hvort fólk var heima hjá sér eða ekki þegar innbrot er framið. Fólk sem hefur komið að íbuð sinni eftir innbrot, getur oft aldrei búið þar aftur. Ekki einu sinni nota húsgögn sem það var með í húsinu eða íbúðinni. Það verður að byrja nýtt líf.

Fórnardýr innbrota og ofbeldis lagast af hræðslunni við að hitta ofbeldisfanga, svo furðulegt sem það hljómar. Þetta ofbeldisfólk er oft hræddasta fólkið og oft á bólakafi í dópi.

 Svo þetta með dóp er alveg hrikalegt. Það er eins og að ætla að ausa þingvallavatni í burtu með teskeið að ná burtu dópinu af götunum. Ef ekki er hægt að stoppa dóp á eyju út í ballarhafi, þá er það hvergi hægt í heiminum. Og það er algjörlega útilokað á Íslandi. Það er bara bláköld staðreynd. Dauðarefsingar um alla Asíu fyrir sama mál og það er sekt fyrir á Íslandi hefur engin áhrif.

Það þarf að sleppa dópi frjálsu, gera það verðlaust og ekki spennandi, og glæpahringir hrynja sjálfkrafa.... (www.leap.cc) Á þessari síðu segja fíkniefnalögreglur, saksókanarar, fíkniefnadómarar sannleikan um fíkniefni og neyslu umbúðualaust. Og biðjast hreinlega afsökunar á því að hafa hjálpað til að framleiða glæpamenn í stórum stíl með hjálp fangelsa.

Því miður þá eru það ekki bara fíkniefnaneytendur sem kjósa að lifa í draumaheimi um raunveruleikan, megnið af "venjulegu fólki" vill lifa í sínum heimi. Menn verða að skoða staðreyndir og ekki láta sig dreyma í "sýndarveruleika" um hvernig lífið ætti að vera allt saman, sem það er svo að sjálfsögu ekki, nema fyrir þá sem lifa og hrærast bara á yfirborði þjóðfélagsins.

Lausnin er fólgin í að setjast niður með glæpamönnum, smyglurum og dópistum og komast að samkomulagi. Enn enn þá stendur "fyrirlitning venjulega fólksins" í vegi fyrir framförum allstaðar í heiminum. Eiturlyf hafa aldrei verið eins mikið vandamál og það er núna, og fer vaxandi. Það þarf að hengja "fyrirlitningarsvipunna" upp á vegg og ræða málið af viti. 

Megnið af því fólki sem hafnar í fangelsum eru ekki glæpamenn heldur veikir afbrotamenn og það er svo stór munur á afbroti og glæp. þeir eiga ekki einu sinni að sitja í sama fangelsi....

Á Íslandi er neytendum og fíkniefnasölum hrúgað í sama fangelsi. Maður verður að vera stór áhugamaður um að skapa vandamál, eða hafa ekki hugmynd um hvernig á að gera neitt betrunarprógram, með að láta sér detta svona þvæla í hug. Og í fangelsunum heldur fíkniefnasala áfram eins og ekkert er, bara aðferðirnar breytast.

Það er alveg eins hægt að gera dópgriðastað fyrir þá sem vilja dópa sig daginn út og daginn inn og hætta þessum eltingaleik við fárveikt fólk.

Ríkið á Íslandi er þó farið að skilja þetta enda gefa þeir dópistum bara dóp á hverjum degi. Ég veit ekki hversu margir fá gerfiheróín á Íslandi og allskonar amfetamínefni. Enn þeir eru allt oft margir miðað við fólksfjölda. Enn Íslenska Ríkið ætti ekki að vera mata fólk á dópi meðan engin úræði eru fyrir hendi til að hjálpa þeim að hætta þessu, nema það sem SÁÁ er með, sem aldeilis frábært. Enn þeir eru kæfðir með peningasvelti og hafa alltaf verið. Þetta má ekki kosta neitt mikið heldur þó sú hagfræði sé lélegri enn í bankamálunum okkar Íslendinga.

Nota heldur kraftanna til hjálpa þeim sem vilja hjálp og láta þá eiga sig í friði sem vilja dópa sig. Dóp er eins og arfi sem kostar ekki neitt og bann á því framleiðir glæpahringi, og er verði á dópi haldið upp með því að vera í stríði við dópista sem kostar Ríkið offjár á hverju ári.

Er vitað um nokkuð land sem hefur unnið í baráttunni við dóp? Ég veit ekki um neitt land og er ég ágætlega kunnugur málum...Það er til aðferð til að lækna dópista og ofbeldisseggi á 4 til 18 tímum fyrir þá sem vilja sjálfir losna við að vera háður eiturlyfjum. Og sú aðferð er ekki til á Íslandi enn...enn næstum allstaðar annarstaðar í heiminum. 

Óskar Arnórsson, 27.12.2010 kl. 18:16

17 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

"Það er til aðferð til að lækna dópista og ofbeldisseggi á 4 til 8 tímum fyrir þá sem vilja sjálfir losna við að vera háðir eiturlyfjum."

Hver er aðferðin?

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.12.2010 kl. 18:25

18 identicon

Brasilíska aðferðin á þessa villimenn er best,henda þeim í fangelsi eins og þau eru þar,sem nota bene er ekki eins og 3 stjörnu hótel eins og hér tíðkast ,og láta þá dúsa þar þangað til einhver man eftir að þeir eru til.Þeir myndu hugsa sig um tvisvar áður en þeir brytu af sér aftur.

Casado (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 22:41

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er Ibogain Bergljót og hefur verið til síðan 1960. Ég hef unnið með þessa aðferð í 5 ár og maður fær gæsahúð í hvert skipti af að sjá árangurinn. Menn vilja ekki einu sinni reykja sígarettur á eftir. Þú getur skoðað www.scandicpro.se og síðan snarað síðunni yfir á íslensku með google. Það skilst ágætlega.

Menn eru 4 daga inn á spítala, eða 3 nætur. Besta sjúkrastöð er í Mexikó og Thailandi. Nú er komin stöð í London, Þýskalndi, fundist lengi í Pólandi, Amsterdam og breiðist um allan heim...8 af hverjum 10 ná 100% árangri og skiptir engu máli hversu langt leiddir eða illa farnir menn eru af neyslu.

Óskar Arnórsson, 27.12.2010 kl. 22:51

20 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Drottinn minn dýri! Hefurðu bent yfirvöldum á þetta? Ef svo???????

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.12.2010 kl. 00:29

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Yfirvöld rannska bara málið og gleyma þessu svo. Þau yfirvöld sem ég hef talað við skilja ekki málið eða hafa ekki tíma að kynna sér það. Fólk sem berst fyrir lífi sínu hefur ekki tíma í vangaveltur yfirvalda sem heldur bara fundi. Íslensk yfirvöld eru gjörsamlega út í hött í öllum svona málum.

þess vegna varð SÁA til á sínum tíma. Vegna áhugaleysis yfirvalda...þeir vilja bara setja sjúklinganna í fangelsi og viðhalda vandamálinu, og það gera þeir, í nafni vísindanna...kjósa eitthvað fólk í næstu kosningum met áhuga fyrir að leysa ofbeldis vandamálið, og ekki viðhalda því. Það er mitt ráð.

Næringafræði, þó ég sé engin expert á því sviði, er mikilvægari í meðferð enn t.d. sálfræðingur. Meðferð á Íslandi byggist enn þann dag á trú og ekki staðreyndum að stórum hluta. Og það hefur hjálpað mörgum, enn það eru margir sem misheppnast vegna stefnu yfirvalda í ofbeldismálum. Það væru helst konur sem gætu komið þessu máli í gegn á Íslandi. Þær skilja ofbeldi betur enn karlar, og eiturlyfjaneyslu oft líka.

Ég mæli ekki með aðferðinni hans Casado. Það er búið að prófa hana um allan heim án árangurs. Tími til komin að hætta að nota aðferðir sem ekki virka neitt og eykur vandamálið, allstaðar...

Óskar Arnórsson, 28.12.2010 kl. 01:08

22 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Óskar ég er búin að senda fyrirspurn til Heilbrigðisráðherra, sem hann mun væntanlega fá í fyrramálið. Bíð bara eftir svari, benti honum á að lesa það sem sagt hefur verið um málið hér á síðunni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.12.2010 kl. 03:14

23 identicon

Casado er að kynna okkur aðferðafræði heimskunnar... aðferðafræði sem skilar engu nema enn verri glæpamönnum, enn verri glæpum.




doctore (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 09:59

24 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bergljót Gunnarsdóttir
Njarðargötu 9
101 Reykjavík


Sæl Bergljót,

Ráðuneyti hefur móttekið tölvupóst þinn dags. 28.12.2010 um ofbeldisverk, innbrot, fíkniefnavandann og lyfið Ibogain og hefur hann verið áframsendur ráðherra til kynningar.

Með kveðju,
Pálína Héðinsdóttir

-----------------------------------------------------------------------------------------
Pálína Héðinsdóttir, MLIS, bókasafns- og upplýsingafræðingur / Librarian and Information Specialist

Skrifstofa yfirstjórnar / Minister's Office
Heilbrigðisráðuneytið / Ministry of Health

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.12.2010 kl. 12:49

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Voða lét þetta einfalt Bergljót. Ertu viss um að ráðherra sjálfur lesi þetta bréf? Venjulega eru þeir með fólk sem les þetta fyrir þá og þess vegna verður aldrei neitt úr neinu...enn það væri virkilega gaman að sjá þetta virka svona einfalt. Trúir þú sjálf að hann geri eitthvað? Þekkir þú hann eitthvað persónulega? Það skeður ekkert á Íslandi nema að einhver þekki einhvern persónulega...

Óskar Arnórsson, 28.12.2010 kl. 15:37

26 identicon

Þegar menn elta dópið finna þeir dópsala og fíkla. Ef þeir myndu elta peningana er ekki gott að segja hvar þeir enda.

Garðar (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 16:47

27 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Já víst lætur það einfalt. Ég þekki ráðherra ekkert,né samstarfsfólk hans. Ég verð bara að treysta að hann lesi bréfið og vefsíðuna sem útskyrir þetta allt. Ef ekkert gerist mun ég að sjálfsögðu fylgja þessu eftir þangað til það gerist. Ég gefst ekki svo auðveldlega upp. Að kynna sér málið og það ítarlega er bara sjálfsögð skylda stjórnvalda og hún segist senda þetta til ráðherra.

Einhversstaðar verður að byrja, við skulum bara vona að þetta sé ágætis byrjun eins og hjá Sigurrós á sínum tíma. Það þýðir ekkert að tuða bara og tuða eins og ég hef gert hingað til, því það gerist ekkert nema maður geri eitthvað sjálfur, ikke?

Bergljót Gunnarsdóttir, 28.12.2010 kl. 18:48

28 Smámynd: Óskar Arnórsson

Akkúrat! Helvíti lýst mér vel á þig Bergljót!

Ibogain är narkotikaklassat i USA, Belgien, Sverige, Schweiz och Danmark. I Sverige ingår det i förteckning I, vilket innebär "narkotika som normalt inte har medicinsk användning", men finns för närvarande inte upptaget i förteckningarna i någon av de internationella narkotikakonventionerna.[4]

Það eru 5 lönd eftir til að leyfa þetta. Í fyrra voru þau 7. Hér í Svíþjóð er fólk á báðum áttum hvað þetta er hjá yfirvöldum og því miður er alltof mikið af fólki sem er að reyna að hjálpa sér sjálft og samt er sænsk rannsókn á þessu sú besta sem til er fyrir utan hjá einni konu sem heitir Dr. Dborah Mash frá USA. Skrítið að konur eru mjög framalega í þessi máli að fá þetta í gegn, enn sænska rannsókninn er líka gerð a ftveimur  konum.

Ég vann í fyrra á móttöku fyrir heróínfíkla í Stokkhólmi og settum við upp miða  á stærð við frímerki á korktöflu upp á vegg í hvert skipti sem einhver fíkill dó. Taflan fyllist á hverju ári og þessa örfáu mánuði sem ég sat þarna á skrifstofunni man ég eftir ungri stúlku, 19 ára sem hafði fengið metadon í 1 ár vegna hræðslu hennar við fráhvarfið eftir margar misheppnaðr tilraunir við afvötnun.

Við mælingu á sjúkrahúsinu kom síðan í ljós að hún hafði reykt hass einhverja helgi og þá skrúfa yfirvöld fyrir Metadonið í þrjá mánuði. Þar sem hún hafði verið svo "lengi í burtu" frá krönunum (dópsölunum) að hún náði hún ekki að afla peninga fyrir heróíni eða metadoni á svörtu og fannst hún hengd í auðu húsi þarna rétt hjá. Falleg stúlka sem ekki náði að selja sig nógu hratt fyrir næsta skammti, er alveg nóg að horfa upp á einu sinni. Enn þegar svona gerist á hverjum einasta degi og mörgum sinnum á dag, er fjöldinn orðin svo svakalegur að maður fer hjá sér af skömm að þetta ástand sé í Skandinavíu 2010...

Það deyja fleyri fíklar af völdum aðgerða yfirvalda með hrikalega sterk efni eins og Metadon vegna kunnáttuleysis um efnin og aðferðinnar. Metadon má gefa á hverjum einasta degi allt árið þar sem hver skammtur er margfalt í styrk á við Ibogain, sem aðeins þarf að taka einu sinni á æfinni. Og þar með er fíknin farinn. Enn það er enn á hálfgerðum bannlista, ekki bannað enn ekki leyft...

Þessi setning í reglugerðum hér í Svíþjóð hefur ótrúlega mörg líf á samviskunni: "narkotika som normalt inte har medicinsk användning". Vonandi falla ekki Íslendingar í sömu gryfjuna og humma þetta tækifæri fram af sér með tilheyrandi afleiðingum. Danir banna þetta bara, láta lækna skrifa út hreint  heróín og hjúkrunarfólk hjálpa dauðvona heróínistum með sprauturnar sínar í þar til gerðum sprautuklefum í Köben. Síðan er bara passað upp á að ræða málið ekkert of mikið...og það gengur fínt. Að leyfa heróín undir eftirliti er að sjálfsögðu spor í rétta átt, enn að sömu yfirvöld banni Ibogain er alveg með ólíkindum...

Metadon bjargar samt mannslífum og getur fólk notað það sem stuðning og bætt félagslega stöðu sína. Enn það verður aldrei nein lífsgæði hjá fólki sem er fast á Metadoni...

 

Óskar Arnórsson, 28.12.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband