Ekki er ein báran stök

Það á ekki af þeim að ganga á Þorvaldseyri svo og öðrum ábúendum  undir Eyjafjöllum. Ef ekki er eldgos og öskufall af þess völdum, eru það vatnavextir og flóð.

Maður hefur mikla samúð með bændum þarna  eftir hamfarir ársins og vonar það besta þeim til handa á nýju ári. Þessi reisulegu býli sem maður hefur svo oft ekið hjá, með sína blómlegu akra í undurfögru landslaginu, eiga dágóðan sess í hjartanu eftir mörg  ferðalögn um Suðurland.

Sendi þeim öllum bestu jólakveðjur, ásamt frómum óskum um betri komandi ár.

 

 

 


mbl.is Vatn flæðir yfir Suðurlandsveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt, vonandi verður framtíðin betri hjá þeim.  Gleðileg jól Bergljót mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband