Hamborgarahryggsgljái.

Var stödd í einni Hagkaupsbúðinni í dag og rakst þar á smádollu með hamborgarahryggsgljáa (langt orð) á kr 495. Þar sem ég þyki gera slíkt fyribrigði ákaflega "velsmagende" eins og danskurinn sem er "nota bene" að "brillera" í handbolta í sjónvarpinu þessa stundina, segir. Hlýt að vera að hugsa um gæs, með allar þessar gæsalappir. 

Hér kemur uppskriftin: Tómatsósu og sykri, hvítum, blandað saman til helminga, rauðvísskvettu bætt í og soðið rólega þar til þaað er passlega þykkt til að smyrja jafnt yfir hrygginn. Ef fólk notar ekki rauðvín með matnum má setja safa af rauðkáli og smá vatn (bara örlítið) í staðinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hvernig fór leikurinn?

Björn Birgisson, 8.12.2010 kl. 21:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Bergljót mín.  Ég ætla einmitt að hafa hamborgarahrygg á jólunum.  Ég hef venjulega sett saman sinnep, hunang og rjóma en það er gaman að prófa eitthvað nýtt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2010 kl. 10:46

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Björn, ég elska léttleika í skammdeginu. Leikurinn, ég gleymdi alveg að taka eftir því. Ég var svo upptekin við að skrifa !

Verði þér að góðu Ásthildur mín, , þetta hefur alltaf vakið lukku hjá mér.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.12.2010 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband