Færsluflokkur: Dægurmál
20.11.2010 | 00:38
Nýr ferðamálafulltrúi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2010 | 07:31
Hvernig er að vera í Kína II
Tefjöllin í Fujian. Tölvumúsarteikning við barnasögu sem ég gerði fyrir ömmustrákana mína.
Xiamen er í Fujianfylki, en það er gríðarstórt og liggur að sjó við suðurströnd Kína og teygir sig langt inn í land. Hversu stórt það er man ég ekki, en það er margfalt á við litla landið okkar, sem er þó "stórasta land í heimi", eins og datt svo fallega út úr forsetafrúnni okkar staddri í Kína. Fujian er hálent og undrafagurt. Þarna er svo auðvelt að sjá út frá hverju kínverk myndlst er sprottin, dulúðin og fegurðin á sér engin takmörk, og svo er fjallaloftið þarna hreint og tært.
Á láglendinu nærri Xiamen er hver blettur ræktaður, ávextir og grænmeti eru þar í aðalhlutverki. Fjöllin éru ræktunarstaður tesins, en Fujian te þykir það albesta sem þekkist. Tegundirnar eru ótalmargar, allt frá auðræktuðu glulu og grænu tei upp í allskyns teg. svo sem rautt og fl. en það te er dýrt og ekki á allra færi að kaupa. Mest af því er flutt út, en sumar tegundirnar eru þyngdar sinnar virði í gulli.
Í tefjöllin eru höggnar út mjóar syllur allt um kring og alveg upp á topp. Upp á syllurnar kemst enginn nema fuglinn fljúgandi og fólkið sem þar vinnur. Það er ævintýri líkast að sjá það príla upp örmjóa og snarbratta stallana með verkfæri og stóra strigapoka. Þau fikra sig upp eins og fjallageitur til að sinna ræktuninni og tína telaufin. Þau eru klippt og sett í pokana þar til þeir eru úttroðnir af þessum lífselexír Kínverja sem drekka te eins og um helgiathöfn sé að ræða, mörgum sinnum á dag.
Konur og karlar sinna þessu sameiginlega, enda ekkert sem heitir karla eða kvennastörf. Konur vinna jafnt á við karla öll þau störf sem þær hafa líkamlega burði til, en þeir eru oft ótrúlegir. Að sjá þessar lágvöxnu tágrönnu konur leggja gangstéttir er hreint undrunarefni. Þær taka hellurnar og bera þær á milli eins og ekkert sé. Annað virðist fólki sameiginlegt, það virðist ekki þekkja lofthræðslu og á ég þá bara við fólk almennt, ekki bara þá sem vinna við terækt.
Fyrsta daginn sem ég var í Xiamen gekk ég um og skoðaði það sem fyrir augu bar og þar sem ég er bara venjuleg íslensk kona voru búðargluggarnir freistandi. Í þriðja til fjórða hverjum glugga voru svona yndilslega falleg dúkkubollastell í öllum litum og gerðum. Ætli börnin hérna leiki sér ekki með neitt nema bollastell hugsaði gáfukonan góða. Út um allar gangstéttir fyrir framan hverja einustu versl. eða fyrirtæki voru líka lítil mjög lág borð og agnarlitlir kollar svona ca. 25 cm. háir. Skömmu seinna fór starfsfólkið þarna í kring að setjast út og hita sér tesopa. Þá rann upp fyrir undirritaðri að fólkið var e.t.v. ekki alveg jafn barngott og hún hafði haldið.
Þegar allir eru sestir er vatnið soðið í katli, teið látið í könnu á stærð við rjómakönnu og sjóðandi vatninu hellt yfir, litlu dúkkubollarnir síðan skolaðir hver á fætur öðrum úr þessari fyrstu uppáhellingu og öllu hellt niður. Síðan fer ný gusa í könnuna og látið standa smástund. Nú er hellt í bollana og eins og ég sagði áðan upphefst helgiathöfnin. Fólkið liftir þessum örlitla bolla upp að vörunum og sýpur á, það þagnar allt á meðan og smástund á eftir. Síðan tekur sá sem sér um teið nýtt sjóðandi vatn og hellir upp á aftur o.s.frv. Það er hellt svona sex til sjö sinnum upp á sama teið og síðan er skipt um.
Meðan á tedrykkjunni stendur er oft tekið í spil og þá nær undantekningarlaust upp á peninga. Einnig er oft teflt, en þeirra skák er kölluð Fílaskák og leikin á borði eins og því sem sést hér til hliðar, en ég gerði mörg slík á meðan ég dvaldi þarna stór og lítil. Heimareitirnir eru þar sem rauðu flísarnar eru og síðan er taflborðinu skipt í miðjunni með á.
Leikreglurnar kann ég ekki að öðru leyti, en venjulega vestræna taflmenn má vel nota og er þá blessaðri drottningunni sleppt. Er farið að örla smá á kvenréttindakerlingunni í mér, e.t.v. engin furða, því þarna eru víðáttumiklir óplægðir akrar í þeim efnum. Má vera að ég komi að því seinna.
Utan við Xiameneyjuna er önnur lítil eyja, Gulangyu. Sú er bara hólmi miðað við Xiamen en á sér allmerkilega sögu. Hún liggur álíka langt frá landi og Viðey frá Reykjavík og tekur u.þ.b. fimm mín að komast þangað með ferju. Þarna voru stórveldin með sendiráð sín fyrr á tímum, áður en þau flæmdust úr landi undan byltingunni. Þarna bjuggu auðmenn margir og bera húsin þess merki að ekki skorti peninga, þau voru sannkallaðar glæsihallir. Voru segi ég því þeim var ekki haldið við fremur en öðrum húsum þarna eftir að þau voru yfirgefin í snarhasti af eigendum sínum.
Í dag hefur ástandið breyst mjög svo til batnaðar, mörg húsanna verið tekin eignarnámi, önnur grotna niður því erlendir erfingjar þeirra standa í strögli við stjórnvöld um eignarréttinn. Þarna hafa verið sett á stofn mörg söfn og merkileg, því eyjan á sér langa og merkilega sögu. Ég ætla ekki að telja þau upp hér, utan eitt sem er píanósafn. Sagan segir að fyrsta píanóið hafi orðið til þarna (?) og hefur öllum teg. af píanóum verið safnað þarna saman, gömlum og nýjum, sum minna nú ekki alveg á nútímahljóðfærið sem heitir þessu nafni í dag.
En hvað með það, á eynni er skylda að hafa píanó í hverju húsi og það er ótrúlega gaman að ganga um þröngar göturnar og heyra misfallega spilað á þetta hljóðfæri hljóðfæranna, en það fer líklega eftir aldri kunnáttu og "músikkaliteti" íbúanna. "Músikkalitet" verður víst aldrei hægt að lögskipa. Gulangyu gengur jöfnum höndum undir nafninu Píanóeyjan.
frh.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2010 | 07:32
Tilhlökkun eða kvíði
Ég hef dvalið, með stuttum hléum, í Kína sl. 4 ár, við leik og störf. Ég er glelistam. að atvinnu, sjálfstætt starfandi, og hef því átt auðvelt með að sinna hvorutveggja í þessu stórkostlega landi. Þó setja megi æði margt út á stjórnarfarið, er það þó ekki mitt mál, þeir hafa 1.5 milljarð manna til að sinna því verkefni. Kína er þó ekki umræðuefnið hérna, heldur væntanleg heimkoma mín til Íslands, nú í lok mánaðarins.
Er búin að hlakka mikið til að flytja aftur heim og hitta fjölskylduna, sem er stór, svo og alla vini og vandamenn. En allt í einu er þessi tilhlökkun farin að breytast í kvíða, svo mikinn að nálgast skelfingu. Ég er búin að fylgjast með framrás stjórnmála, eða eigum við að segja stjórnleysis undanfarið, hvernig fólk er bara ískalt sett út á klakann, ásamt því að þurfa að standa í niðurlægjandi fátæktarbiðröð eftir mat, aftur og aftur, og sér ekkert fyrir endann á vandræðunum.
Ég er með hnút í maganum yfir öllu ráðleysinu, enginn virðist ætla að rétta samherjum sínum í ríkisstjórninni höndina, með beiðni um styrk og samstöðu til að finna lausn á vandanum. Nei, nei , þarna er hver höndin upp á móti annarri. Innbyrðis flokkadeilur, og þær ekkert smávægilegar, tröllríða öllu, meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bíða átektar með bros á vör, í fullvissu um að nú sé þeirra tími að komnn. Kominn til að endurreysa frjálshyggjuna, endurlífga gullkálfinn svo darraðadansinn geti hafist aftur?
Eru engin ráð til að stoppa þetta? Mér sýnist ekki annað en að stofna verði til þjóðfundar til að ræða málin, og reyna svo að fara eftir niðurstöðunni, hver sem hún verður. Nýtt, nýtt, nýtt, það er eina vonin. Fólk verður að taka höndum saman. Hvað gamla flokkakerfið varðar, er það gengið úr sér fyrir löngu og mér sýnist einskis að vænta þaðan. Ég vil sérfróða menn á hverju sviði í ríkisstjórn, og til setu í þinginu. Til setu, meina ég að þeir séu til staðar á vinnustaðnum og sinni þessu eins og vitiborið fólk í vinnu fyrir þjóðina alla. Sé unnið af einurð skiptir litlu hvaða flokk þeir hafa kosið áður ef þeir bara sinna starfinu af alúð, eindrægni og ekki síst einlægni.
Það þýðir bara því miður ekkert að óskapast út í það sem hefur gerst, það er liðið og verður ekki aftur tekið. Við verðum að snúa vörn í sókn og horfa til þess sem mögulega er hægt að gera, landi og þjóð til velsældar.
Dægurmál | Breytt 27.10.2010 kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)