13.7.2014 | 22:00
Íþróttaandi?
Ekki get ég að því gert hversu skortur á íþróttaanda stuðar mig núna, eins og oft áður, þegar ég horfi á Argentínumenn, alla með tölu hágrenjandi á skjánum. Þeir urðu númer tvö í þessari frábæru heimsmeistarakeppni og stóðu sig með sóma. Það getur ekki nema eitt lið unnið og Þjóverjar reyndust ögninni betri og fóru því með sigur að hólmi. Argentínumenn eru næstbestir og nú stendur Mezzi og getur ekki einu sinni lyft verðlaunum sínum sem besti leikmaður mótsins á loft, en stendur með aulasvip af vonbrigðum. Sveiattan - Þetta kallast ekkert annað en að vera illilega tapsár.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.