12.7.2014 | 13:47
Hver veit?
Mér finnst hugmyndin góð og virkilega þess virði að láta reyna á hana. Eins og segir í fréttinni er allt fullt af fólki sem er að gera stuttmyndir af öllum mögulegum toga. Auðvitað eru ansi margir mislitir sauðir í mörgu fé, og ekki allir útvaldir, en þarna er verið að gefa fólki sem álítur að það hafi eitthvað fram að færa tækifæri.
Að skapa þessu fólki vettvang til að koma afrakstrinum á framfæri er virkilega áhugavert framtak og þess virði að fylgjast með framgangi mála. Ég óska forsvarsmönnum stöðvariinnar isTV til hamingju og vona að allt gangi að óskum.
Hér munu fæðast stjörnur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.